Dagskrá Gæðingamót Harðar - seinni úrtaka

Dagskrá (2)
Laugardagur:
10:00 – Tölt T1
10:40 – Unglingaflokkur
Hádegishlé
13:10 – Skeið
13:30 – Barnaflokkur
14:10 – B-flokkur Áhugamenn
14:40 – B-flokkur
Kaffihlé
16:10 – Ungmennaflokkur
17:10 – A-flokkur Áhugamenn
Grill í Harðarbóli!
19:00 – A-flokkur

Sunnudagur: (Úrslit)
10:00 – Ungmennaflokkur
10:40 – Unglingaflokkur
11:20 – Barnaflokkur
11:50 – Tölt T1

Hádegishlé

12:40 – Pollaflokkar
13:00 – Unghrossakeppni
13:30 – B-flokkur Áhugamenn
14:00 – B-flokkur
14:40 – A-flokkur áhugamenn
15:30 – A-flokk

Æfingamót í kvöld- Ráslistar

Æfingamót í kvöld- Ráslistar

Ráslisti fyrir æfingamótið í dag 28/5 er tilbúinn. Mótið byrjar kl. 18:00 og gerum við ráð fyrir ca. 5 mín á knapa. Endilega fylgist samt með þar sem tímarnir geta breyst og til að þetta gangi hratt fyrir sig verður næsti knapi ávallt að vera klár þegar næsti á undan ríður af velli. 
Við erum með Reiðhöllina til að hita upp og mun Hinni vera á staðnum til að leiðbeina þeim sem hafa verið á keppnisnámskeiðinu hjá honum með upphitun og fleira. 
Við munum svo reyna að koma einkunnarblaði með umsögn dómara sem fyrst upp í Harðarból eftir að knapi líkur sýningu, þannig að allir geta nálgast blöðin þar. Þau sem vilja fá frekari upplýsingar og heyra í dómaranum eftir æfingamót eru hvattir til að mætta í Harðarból eftir mótið. Dómarinn verður þar til að svara spurningum. 
Við munum láta slóðadraga völlinn í dag og vonum að hann verði betri en undanfarna daga. 
Munið svo að fara vel yfir allan búnað og passa að hann sé löglegur (þó ekkert verði skoðað núna). 
Góða skemmtun í dag 33675193_2029714263736438_922289483162845184_n.jpg

Hringvöllurinn

Hringvöllurinn er mjög harður eftir miklar rigningar í maí mánuði.  Hann var slóðardreginn í morgun, en það verður farið í að laga hann annað kvöld og verður völlurinn lokaður á meðan. Þangað til – farið varlega og rétt að benda á að betra er að vera með léttari hlífar á svona hörðum velli.  Veðurspáin er ágæt fyrir vikuna og vonandi verður völlurinn orðinn góður fyrir Gæðingamótið um næstu helgi.

Vallarnefnd

Unghrossakeppni og pollaflokkar á gæðingamóti Harðar!

Við munum auðvitað bjóða upp á unghrossakeppni og pollaflokk á gæðingamótinu okkar sem haldið verður helgina 1.-3. Júní næstkomandi!

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í eitthvað af þessum greinum mega senda mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með grein, nafni knapa og IS númeri hests sem og þá hönd sem kosið er að ríða upp á:)

Skráningargjald í pollaflokkana er ókeypis en í unhrossakeppnina kostar skráningin 3000kr.

Hvetjum sem flesta til að skrá sig!

Viljum einnig nota tækifærið til að minna á að inn á sportfeng er Gæðingakeppni 1 ætlað meira vönum og Gæðingakeppni 2 er áhugamannaflokkur!

Sveit í borg

Póstur sem var sendur á öll framboð í Mosó

Sveit í borg

Hestamenn hér í Mosfellsbæ njóta þeirrar sérstöðu að hverfið þeirra er sveit í borg.  Eftir aðeins 5 mínútna reið bíður ósnortin náttúran og fjölbreyttar reiðleiðir.  Hesthúsahverfið hefur byggst upp á löngum tíma, en nú er svo komið að engar lóðir eru í boði sem hamlar mjög fjölgun félagsmanna.  Mosfellsbær hefur byggst hratt upp og spár bæjaryfirvalda er að á næstu árum telji íbúar bæjarins 30 þúsund.  Í þeirri fjölgun þarf að gera ráð fyrir fleira fólki sem vill stunda útivist þ.m.t. hestamennsku og hesthúsahverfið í sínu náttúrulega umhverfi getur átt þátt í því að fólk kýs að búa í Mosfellsbæ.  Í nýlegum könnunum erlendis ræðst búsetuval ungs fólks oft á því að stutt sé í góða íþróttaðstöðu og að vera í nálægð við náttúruna.

Hestamannafélagið Hörður hefur lagt mikla áherslu á barna - og unglingastarf, en  helsti keppinautur okkar í þeim hópi eru tölvurnar og snjalltækin.  Því þurfum við að geta boðið börnunum upp á góða aðstöðu til kennslu, æfinga og keppni, en reiðhöllin er þéttsetin og því þörf á viðbyggingu til æfinga og upphitunar þegar mót eru í gangi.  Einnig gæti sú viðbygging nýst Reiðskóla fatlaðra vel, en ásóknin þar fer stöðugt vaxandi.

Hestamannafélagið hefur notið góðs stuðnings frá Mosfellsbæ, en alltaf má gera betur.  Þar ber helst að nefna:

  • Tungubakkahringinn, sem er langmest nýtta reiðleið félagsmanna.  Hringurinn er aðeins upplýstur að litlum hluta, en afar mikilvægt er að lýsa allan hringinn.  Lýsing var samþykkt hjá bænum fyrir nokkrum árum, en síðan var forgangsröðuninni breytt og frekari lýsingu slegið á frest.  Ekki komið á dagskrá enn.  Þar sem undirbygging reiðvegarins er engin, myndast hættuleg drulluslökk á nokkrum stöðum, sem geta valdið stórslysi á hestum og knöpum. 
  • Undirgöng undir Reykjaveginn voru sett á áætlun 2007, en hafa einhverra hluta vegna ekki komið til framkvæmda enn.  Þarna er verið að bjóða hættunni heim, því oft hefur mátt litlu muna þegar hestamenn hafa þurft að sæta lagi við að komast yfir veginn í þungri umferð.
  • Reiðleið með þrautabraut um Ævintýragarðinn eykur möguleika hestamanna á góðum og upplýstum reiðleiðum.
  • Brú yfir vað Varmánnar við enda sjúkragerðis.  Varmáin ryður sig reglulega með tilheyrandi vegrofi og vandræðum fyrir hestamenn og löngu búið að setja slíka brú á dagskrá, en vantar framkvæmd verksins.

Mjög brýnt að breyta deiliskipulagi og úthluta fleiri lóðum undir hesthús.  Það er mikil eftispurn eftir hesthúsum og engir möguleikar á fjölgun félaga nema með nýjum húsum.  Það er gert ráð fyrir frekari nýtingu á svæðinu í aðalskipulagi bæjarins og skynsamlegt að nýta það.  Það skapar líka tekjur fyrir Mosfellsbæ, bæði með lóðargjöldum sem og fasteignagjöldum. 

Það er óraunhæft að huga að nýju hverfi á öðrum stað, nema að gera ráð fyrir nýjum hringvelli og nýrri reiðhöll í því hverfi.  Með frekari nýtingu á núverandi svæði, nýtast öll mannvirki mun betur og mun ódýrara að byggja upp og bæta við það sem fyrir er.

Nýlega hélt hestamannafélagið stefnumótunarfund þar sem m.a. var rætt um hvar við sjáum félagið næstu árin.  Það var samdóma álit fundarmanna að með stækkun á núverandi svæði væri þörfinni mætt næstu 15 – 20 árin.

Hestamannafélagið hyggur á áframhaldandi gott samstarf við komandi bæjarstjórn og að bæjarbúar horfi stoltir á gróskumikið félag, félag sem býður bæjarbúum og þá ekki síst unga fólkinu upp á heilbrigðar tómstundir í náttúrulega umhverfi.

Gangi þér og þínum sem best nk laugardag.

Virðingarfyllst,

Hákon Hákonarson

Formaður Hestamannafélagsins Harðar

Náttúrureið

Hin árlega náttúrureið verður nk laugardag.  Lagt af stað úr Naflanum kl 13.30.  Stefnt á 2ja til 3ja tíma reið, allt eftir veðurfari og stemmingu.  Súpa og brauð í reiðhöllinni að reiðtúr loknum. 

Mætum öll og gerum okkur glaðan dag.  Smá rigning bítur ekki á Harðarmenn og konur.  Sól í hjarta – sól í sinni😊

Ferðanefndin

Heldri hestamenn og konur

Heldri hestamenn og konur

Lokahóf
Reiðtúr - grillveisla.
Dagurinn er miðvikudagur 30. maí 2018
 
Reiðtúrinn🐎
Lagt verður upp frá reiðhöllinni kl. 18:00
Við ríðum upp í Varmadal þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og harmonikuspil 🎹
Gert er ráð fyrir að reiðtúrinn taki einn og hálfan tíma.
 
Lokahóf - grillveisla.
Harðarból opnar kl. 19:30
Borðhald hefst kl. 20:00
Guðmundur Jónsson á Reykjum dregur fram dragspilið við innganginn og kemur okkur í rétta gírinn
 
Stormsveitin
Karlakór og hljómsveit
mætir á svæðið kl. 21:00 og skemmtir okkur af sinni alkunnu ☺snilld😊
 
Hákon formaður mætir með gítarinn og tekur með okkur hressilega slagara 🎸
 
Að venju verður boðið upp á metnaðarfullan kvöldverð.
 🍴🍽🍴
Grillað lambafile borið fram með gratineruðum kartöflum,
dýrindis sósum, salati og grilluðu grænmeti.
Kaffi og sætt.🍰☕
Við getum tekið með okkur drykki en fyrir þá sem það kjósa er barinn opinn og drykkir seldir á sanngjörnu verði 🍷🍺
Verð kr. 3500 ( posi á staðnum )
 
Tilkynnið þátttöku í síðasta lagi 
á hádegi laugardaginn 26. maí.
hjá Sigríði netf. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
eða í síma 896-8210.
Takið fram hvort þið mætið í reiðtúrinn, grillið eða bæði. Tilkynnið einnig hvort þið takið með ykkur gesti.
 
Með góðum kveðjum og tilhlökkun að hitta ykkur.
Lífið er núna - njótum þess
😉😉😉
Konráð - Sigríður - Þuríður.

Kirkjureið

Okkar árlega kirkjureið að Mosfelli verður nk sunnudag. Lagt af stað úr Naflanum kl 13.  Okkar ástkæri félagi Hófí flytur prédikun dagsins.  Kaffi, kakó og meðlæti að messu lokinni.  Mætum öll, fyllum kirkjuna og fáum okkar syndaaflausn😊

Ferðanefndin