- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, september 05 2018 08:00
-
Skrifað af Sonja
Kæru félagar,
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) vekja athygli á nýútkomnum bæklingi sem hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna.
Í bæklingnum er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Sem dæmi má nefna; upplýsingar um æfingagjöld íþróttafélaga, frístundastyrki, mikilvægi þátttöku foreldra og kosti þess að hreyfa sig í skipulögðu starfi.
Bæklingurinn er gefinn út á sex tungumálum þ.e. á íslensku, ensku, pólsku, tælensku, litháísku og filippseysku.
Efnið er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ.
Smelltu hér til þess að skoða bæklinginn.
Styrkur til félaga
Íþrótta- og ungmennafélögum stendur til boða að sækja um styrk að upphæð 180.000 krónur til að standa fyrir verkefni sem hvetur börn af erlendum uppruna til þátttöku í íþróttastarfi. Fimm styrkir verða í boði. Til þess að hljóta styrk þurfa félög að skila áætlun um hvernig nýta á fjármagnið. Tímarammi verkefnisins er frá september 2018 og til áramóta.
Eftir að verkefnunum lýkur munu ÍSÍ og UMFÍ safna saman gögnum frá þeim félögum sem hljóta styrk og deila reynslunni áfram til annarra félaga í landinu. Saman getur íþróttahreyfingin hjálpast að, miðlað reynslu og þekkingu og gert gott starf enn betra.
Smelltu hér til þess að sækja um. Umsóknarfrestur er til 17. september nk.
Vakin er athygli á Íþróttasjóði. Í ár er sérstök áhersla lögð á verkefni sem stuðla að þátttöku barna af erlendum uppruna. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. Sjá nánar hér.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, september 12 2018 12:15
-
Skrifað af Sonja
Umsóknafrestur í Afrekssjóðinn var til 31. ágúst. Vandræði hafa verið með umsóknakerfið þannig að eitthvað af umsóknum hafa ekki skilað sér inn til okkar. Nú er búið að lagfæra þetta og viljum við því biðja þá sem hafa sent inn umsókn að senda aftur svo það sé öruggt að hún verði tekin fyrir núna. Framlengjum því umsóknafrestinn til 15. sept.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, september 05 2018 07:57
-
Skrifað af Sonja
Haustfjarnám 2018 Þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ
Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 24. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda, almennan hluta hjá ÍSÍ og sérgreinahluta hjá sérsamböndum ÍSÍ. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 30.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og kr. 40.000.- á 3. stig. öll námskeiðsgögn eru innifalin.
Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 21. sept. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. Til þátttöku á 2. stigi þarf að hafa lokið 1. stigi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og 6 mánaða starfsreynslu sem þjálfari. Til þátttöku á 3. stigi þarf að hafa lokið 2. stigi eða sambærilegu námi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og að hafa 18 mánaða starfsreynslu sem þjálfari.
Slóð á skráningu á öll stig í haustfjarnámi þjálfaramenntunar ÍSÍ 2018:
http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/skraning-i-thjalfaramenntun/
Allar nánari uppl. um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 514-4000 & 863-1399 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.