- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Sunnudagur, desember 30 2018 21:12
-
Skrifað af Sonja
Keppnisnámskeið
1.Hluti
14 jan
21 jan
28 jan
3 feb bóklegt
4 feb
11 feb
18 feb
25 feb
Í fyrsta hluta keppnisnámskeiðsins verður áhersla lögð á vel skipulagða þjálfun og uppbyggingu keppnishests og knapa. Kennslan verður einstaklingsmiðuð og hver knapi setur sér markmið í sinni þjálfun og unnið verður markvisst að þeim markmiðum. Kennslan fer fram í litlum hópum 2 knapar saman í 40 mín í senn. Bókleg kennsla verður í fyrirlestraformi, 03Feb Kl 1730-1900.
Markmið 1. Hluta námskeiðsins er að knaparnir setji sér persónuleg markmið og öðlist þekkingu á þjálfun og æfingum til þess að undirbúa keppnishest sinn og sjálfa sig eins vel og kostur er.
2. Hluti
18 mars
25 mars
01 april
08 apríl
15 apríl
29 apríl
06 maí
Í öðrum hluta námskeiðsins verður farið meira í undirbúning fyrir keppni, farið er að velja greinar sem henta hverju pari og hugað að verkefnum tengdu því. Þegar fer að vora og veður leyfir færist kennslan að hluta til út á keppnisvöllinn. Bókleg kennsla verður í fyrirlestraformi, nánari dagsetningu auglýst síðar.
Markmið annars hluta námsskeiðsins er að knaparnir öðlist þekkingu á þeim aðstæðum sem keppni í hestaíþróttum býður upp á, geti sett upp upphitun sem hentar hverju pari fyrir sig, stjórn á hugarfari í keppni, og geti sett upp verkefnið sem riðið er í keppni.
Ef mikil skráningverður, áskilur æskulýðsnefnd sér rétt til breytinga á kennslufyrirkomulaginu
Kennari: Hinrik Sigurðsson reiðkennari Þjálfari stigs 2 hjá ÍSÍ.
Verkleg kennsla hefst mánudag 14. Janúar.
Verð
Fyrri hluti 14. janúar til 25. febrúar – verð 25.500 kr
Seinni hluti 18. mars – 06. maí – verð 25.500 kr
Ef bókað er allur pakkin, (fyrri og seinni hlutinn saman) er verð 49000 ISK.
Sendið skilaboð á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Laugardagur, desember 29 2018 18:35
-
Skrifað af Sonja
Af gefnu tilefni skal það áréttað að það gilda ákveðnar umgengnis og umferðarreglur í reiðhöll Harðar. Fólk er hvatt til að kynna sér þær og fara eindregið eftir þeim.
Í reiðhöll og reiðgerði Harðar
- Látið vita áður en teymt er inn á völlinn. Farið á bak og af baki inn á miðjum velli en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.
- Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð. Þeir sem ríða hægari gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.
- Tvær hestlengdir skulu ávallt milli hesta. Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar.
- Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Undantekning frá því er ef annar knapi ríður hraðar skal honum eftirlátin ytri sporaslóð.
- Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð
- Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf er best að gera slíkt inni á miðjum velli nema um annað sé samkomulag þeirra í milli er stunda æfingar á vellinum hverju sinni.
- Hringtaumsvinna fer enganveginn saman við þjálfun í reið og skal víkja nema um annað sé sérstaklega samið.
- Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa.
- Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.
- Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur né binda hesta þar.
- Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.
- Öll þjálfun á völlum sem félagið leggur félagsmönnum til er á eigin ábyrgð
Hefur verið komnar inn nokkra kvartarnir vegna hringteymingar inni reiðhöll, hingteymingar inni reiðhöll eru ekki leyft nema sérstaklega sé samið. Viljum benda á að Hesthúsaeigendafélag er með 2 hringgerði inni hverfinu sem hægt er að nota undir slíkt þjálfun, biðjum fólk líka þar að þrífa eftir sér.
Eigið öll gott kvöld :)

- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 26 2018 15:20
-
Skrifað af Sonja
Námskeið æskulýðsnefnd
Hindrunastökknámskeið - 6 tímar - 1 LAUS SÆTI
Hindrunarstökk er skemmtileg leið til að auka fjölbreytni í þjálfun og bæta jafnvægi knapans
Kennt í 6 skipti á miðvikudögum kl 19
Dagsetningar:
16. Janúar
23. Janúar
30. Janúar
06. Febrúar
13. Febrúar
20. Febrúar
Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
Námskeið byrjar 15. janúar 2018
Verð: 13.500 kr
Skráning:
skraning.sportfengur.com
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 25 2018 12:03
-
Skrifað af Sonja
Viljum minna allar á að skrá sig inn á námskeið fyrir 2019. Það eru nokkrar orðin fullbókað.
Skráningafrestur er næstkomandi föstudagur!
Skoðið framboð undir Námskeið æskulýðsnefndar og Námskeið fræðslunefndar og skráning fer fram á sportfeng
skraning.sportfengur.com
Einnig vill ég aftur minna á að panta reiðhallarlyklar 2019 yfir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., með kennitala og hvernig lykill óskað er eftir.