Viðburðarrík helgi

Stærsti viðburður helgarinnar var Íþróttamótið, sem tókst mjög vel. Yfir 300 skráningar. Mótanefnd á hrós skilið fyrir framkvæmdina. Svona stóru móti fylgir mikil vinna og komu fjölmargir félagsmenn að þeirri vinnu og eiga þeir þakkir félagsins. Sl föstudag var Kótilettukvöld Harðar og mættu rúmlega 100 manns. Eins og svo oft áður var öll vinna kvöldsins unnn í sjálfboðavinnu og verður hagnaðurinn notaður í uppbyggingu Harðarbóls.
Á laugardeginum var Fáksreið og riðu um 50 manns í góðu veðri. Nokkrir keyrðu hestana í Fák og riðu heim.
Formaðurinn