- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 12 2018 20:27
-
Skrifað af Sonja
Enn eru nokkra laus sæti á þennan frábæran námskeið sem ALLIR hafa gott af!!! Ekki missa af þessu!
Þú þarfst ekki að mæta með hest, heldur fær þægan og vanan hest til að nota!
Áseta knapans er eitt þvi mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og síðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur siður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér einungis á sig og sinn líkama án þess að þurfa að stjórna hestinum. Gerum æfingar bæði á hesti og á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi.
Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar nemandinn hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis. Max 6-8manns.
Nemendur fá hest til afnota.
Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 17:00
Dagsetningar:
09. janúar
16. Janúar
23. Janúar
30. Janúar
06. Febrúar
13. Febrúar
Kennari verður Fredrica Fagerlund
Verð: 13.900 kr
Skráning á skraning.sporfengur.com
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 11 2018 16:26
-
Skrifað af Sonja
Landssamband hestamannafélag óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu, m.a. í umsjón með afreksmálum sambandsins. Leitað er að sjálfstæðum og drífandi einstakling með góða þekkingu á félagsstörfum og afreksstarfi félagasamtaka.
Nánari upplýsingar:
https://www.lhhestar.is/is/frettir/skrifstofustarf-afreksmal
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 11 2018 16:21
-
Skrifað af Sonja
Nýji vegurinn milli sjúkragerðinn og hesthúsahverfið er aftur opin !
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 11 2018 08:17
-
Skrifað af Sonja
Ágætu félagar!
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga.
Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis 9. janúar 2019. Ekki verður hægt að taka við umsóknum eftir þann tíma.
Umsóknir eru sendar í gegnum rafrænt umsóknarsvæði sjóðsins sem má finna með því að smella hér.
Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrki í sjóðinn vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót ársins 2018.
Til úthlutunar eru 127 milljónir króna. Styrkir úr sjóðnum verða greiddir út í febrúar/mars.
Við stofnun umsóknar er send vefslóð á uppgefið netfang tengiliðar, sem nýtist sem lykill inn á viðkomandi umsókn þar til umsókn er send.
Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna til að auðvelda og einfalda úrvinnslu þeirra.
Listi yfir styrkhæf mót opnast í kerfinu þegar búið er að stofna umsókn.
Ef nánari upplýsinga er þörf, vinsamlegast hafið samband við Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra ÍSÍ í síma 514 4000 eða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..