Skriftstofu lokuð

Kæru félagar

Ég verð í frí frá því þessa helgina og kem aftur 26.april, skriftstofa Harðar verður lokuð á þessari tíma.
Ef einhver vill fá reiðhallarlykill eða bóka höllina í þessari tíma (páskar), eða er með annað mál, þá bið ég ykkur um að hafa samband við mig í þessari viku/sem fyrst.

Kærar þakkir
Sonja Noack
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Aðalfundur Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum í Mosfellsbæ

Aðalfundur Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum í Mosfellsbæ verður haldinn fimmtudagskvöldið 9. maí 2019 í Harðarbóli. Fundurinn hefst kl: 20:00.
 
Dagskrá aðalfundar:  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.   2. Skýrsla formanns um starfsemi félagsins árið 2018.  3. Endurskoðaður ársreikningur félagsins lagður fram til afgreiðslu.   4. Lagabreytingar.  5. Ákvörðun um félagsgjald.  6. Kosning til stjórnar félagsins.  7. Kosning endurskoðanda.  8. Önnur mál. 
Tillaga að nýrri lagagrein: Lagt er til að nýrri lagagrein verði bætt inní lög félagsins varðandi tilkynningaskyldu hesthúseigenda um eigendaskipti svohljóðandi: 
13. gr.
Hesthúsaeigendum ber að tilkynna eigendaskipti á hesthúsum til félagsins. 
Tillaga að lagabreytingu: Lagt er til að breyta 4. gr. sem er svohljóðandi:  
Félagið er deild innan Hestamannafélagsins Harðar. Stjórn félagsins er skipuð 5 mönnum, þar af einum tilnefndum af stjórn hestamannafélagsins Harðar. Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi. Aðrir í stjórn eru kosnir óhlutbundinni kosningu til 2ja ára í senn. Stjórn skiptir með sér verkum.
4. gr. verði: 
Stjórn félagsins er skipuð fimm félagsmönnum og þar af einum tilnefndum af Hestamannafélaginu Herði. Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi til tveggja ára þannig að tveir gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.
 
Mosfellsbæ mars 2019
    Stjórn Félags hesthúsaeigenda  á Varmárbökkum í Mosfellsbæ

ERTU TIL AÐ VERA MEÐ? 1.MAÍ ER DAGUR ÍSLENSKA HESTSINS!!!

Nú fer að líða að 1.maí alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Okkur langar að hafa, eins og í fyrra, smá opið hús í reiðhöllinni í Herði. Það á að sýna atriði frá æskan og hesturinn og einnig verður Hestamennt með kynningu á starfinu og bjóðar fólk um að setjast á hestbak (teyma undir). Þetta er dagur sem er tilvalinn að almenningur getur fengið tækifæri á að kynnast hestinum 😊

Nú þurfum við að fá ykkur, kæra félagsmenn, að vera með í þessu  Endilega ef þið eru með hugmynd, eða tillögu um eitthvað eða sjálf með hest eða atriði sem ykkur langar að koma með, að hafa samband við Sonju á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem allra fyrst!

Athugið að þetta á ekki vera neitt flókið af því þetta er ekki endilega hugsað (bara) fyrir hestafólk heldur líka almenningu 

Hlakka til að heyra frá ykkur, kær kveðja
Sonja

13055313_1095191737188700_1980677810820409292_n.jpg

Beitarhólf sumarið 2019

Minnum félagsmenn á að sækja um beitarhólf  fyrir sumarið.
Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á 
heimasíðu félagsins undir fyrirsögninni „Sækja um beit.“  
Allir þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur úthlutunarreglurnar á heimsíðunni áður en þið fyllið út umsókn.
Umsóknir verða að berast fyrir 25. apríl n. k.
Stjórnin

Knapamerki 5 Próf á morgun 17-1830

Kæru félagar
Knapamerki 5 er með lokapróf á morgun milli 17-1830
Það verður ekki tjald og höllinn fyrir framan verður minnkað á þessum tíma.
Vill biða fólk helst að forðast að nota höllinn á þessum tíma (það er ekki bannað enn væri mjög fallegt ef þið getið tekið tillit til prófstressið og einbeitingu hjá nemnedum).
Ef einhver þarf að fara einmitt þá inni höll, ekki riða of nalægt dómarinn (sem er inni miðjun af höllinni).
Vona að það trufli enginn í plönum og vona að þið getið tekið tillit til þeirra  :) <3
Takk fyrir og eigið frábæran dag :)


PS: eftir próf lýkur kl 1830 er höllinn ÖLL OPIÐ og engin kennsla

Hrímnis mótaröðin í kvöld! Fjórgangur

Ráslistar!

Minnum einnig á LH kappa þar sem allar breytingar sjást samstundis😉
Einnig eru hérna drög að dagskrá en við biðjum fólk að mæta tímanlega og fylgjast vel með.

Dagskrá:
18:00 - 2. flokkur
19:20 - Hlé
19:30 - 1. flokkur
20:45 - A-úrslit 2. flokkur
21:05 - A-úrslit 1. flokkur
Mótslok

 

ATH KEPPENDUR GETA HITAÐ UPP Í BLÍÐUBAKKAREIÐHÖLLINN!!!

Ráslistar:

https://drive.google.com/file/d/15rrwlq3i_GQgHboaRoWl3KhsynZeR1lx/view?fbclid=IwAR2okNRUCagUcmSaLf7wzOV_jjvBEo7agXjw9ccmW9ogbVz8PVOmr6zBk_E

REIÐHÖLLINN Í DAG!

Námskeið í dag detta niður svo reiðhöllinn er öll opinn eftir kl 16 :)
Frábær í þessu veðri og góð tækifæri til að æfa sig fyrir Fjórgang á miðvikudag. Endilega munið að tala saman og taka tillit til hvor aðra :) Góða skemmtun :D