Námskeið Fræðslunefndar: Hnakkfastur – sætisæfinganámskeið - fyrir lengra komna - krefjandi

FULLBÓKAÐ

 

Áseta knapans er eitt þvi mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og síðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur siður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér einungis á sig og sinn líkama án þess að þurfa að stjórna hestinum. Gerum æfingar bæði á hesti og á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi.

Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar nemandinn hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis. Max 6-8manns.
Nemendur fá hest til afnota. 

ATH: ÞETTA ER NÁMSKEIÐ FYRIR LENGRA KOMNA KNAPAR SEM ERU NÚ ÞEGAR MEÐ GRUNNJAFNVÆGI OG ERU TILBÚNAR Í KREFJANDI ÆFINGAR! ÞURFA AÐ GETA HRINGTEYMA HEST (hestarnir kunna vel að láta hringteyma sig 😉 )! MJÖG SKEMMTILEG TÆKIFÆRI AÐ BÆTA ÁSETU OG JAFNVÆGI!

Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 17:00
Dagsetningar:
11.mars
18.mars
25.mars
1.april
8.april
15.april

Kennari verður Fredrica Fagerlund

Verð: 13.900 kr

Skráning er opin:
skraning.sportfengur.com

Leiðbeiningar sóttvarnarlæknir varðandi samkomur

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ítrekað að ekki hefur verið lýst yfir samkomubanni af yfirvöldum hér á landi. 

Engu að síður er einkar mikilvægt að fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum virði ráðleggingar um sóttkví, en í þeim felst að forðast samneyti við aðra einstaklinga í 14 daga. 
Á mannamótum er einkar mikilvægt að til staðar sé aðstaða fyrir handþvott og handsprittun. Mælst er til að fólk noti aðrar kveðjur en handaband og faðmlög.

Framundan eru nokkrir stórir íþróttaviðburðir og vill ÍSÍ minna sambandsaðila sína á að hafa ofangreint í huga og að fylgjast áfram vel með uppfærslum á vefsíðu Embættis landlæknis.

Afmælishóf Harðar

Afmælishóf Harðar

Stjórn félagsins hefur tekið ákvörðun um að fresta afmælishófi félagsins um óákveðinn tíma.  Ekki þykir rétt að efna til hófs eins og staðan er í sóttvarnarmálum þjóðarinnar.

Afmælishófið verður haldið á afmælisárinu og verður boðað til þess með góðum fyrirvara.

Hörður 70 ára

Hörður 70 ára.                     

Þann 26. febrúar 1950 var hestamannafélagið Hörður stofnað og á því 70 ára afmæli

Afmælinu verður fagnað með afmælisboði sunnudaginn 8. mars kl 15 í Harðarbóli. Nánar auglýst síðar.

Stjórnin

Vinir Skógarhóla

Skógarhólar í þjóðgarðinum á Þingvöllum eru í eigu Hestamannafélaganna í landinu. Saga Skógarhóla er samofin sögu Landssambands hestamannafélaga og á þessu ári eru 70 ár síðan fyrsta Landsmót hestamanna var haldið á Þingvöllum. Landssamband hestamannafélaga hefur unnið að endurbótum á aðstöðunni á Skógarhólum en margt er enn ógert.

Í haust var stofnaður félagsskapur sjálfboðaliða um endurbætur á Skógarhólum, “Vinir Skógarhóla”, sem vilja leggja sitt að mörkum til að bæta aðstöðuna þar.

Stjórn LH hefur samþykkt að veita fé í framkvæmdir á Skógarhólum á þessu ári til að bæta aðstöðuna á staðnum og vonast þannig til að fleiri hestamenn sjái sér fært að nýta staðinn. Það sem til stendur að gera á Skógarhólum í sumar er m.a. að skipta um járn á þakinu, gera lagfæringar á eldhúsi, salernis- og sturtuaðstöðu, smíða sólpalla og laga girðingar. Auk framkvæmda á svæðinu stendur til að safna sögulegum upplýsingum um staðinn.

Til stendur að hafa 2-3 vinnuhelgar í vor t.d. í apríl/maí og auglýsir LH hér með eftir sjálfboðaliðum til að gerast Vinir Skógarhóla og taka þátt í framkvæmdum á svæðinu. Allir eru velkomnir og ekki er gerð krafa um sérstaka verkkunnáttu, allir geta fundið verkefni við sitt hæfi. Í lok vinnutarnar verður grillað og þeir sem vilja geta tekið með sér hesta og skellt sér í reiðtúr um þjóðgarðinn. 

Margar hendur vinna létt verk og allra hagur er að sem best takist til við endurbætur á staðnum. 

Skráðu þig í Vini Skógarhóla hér.

Bókanir á Skógarhólum fara í gegnum skrifstofu LH, (514 4030 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), umsjónarmaður á staðnum er Eggert Hjartarson (847 9770, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og stýrir hann framkvæmdum.

 

https://www.lhhestar.is/is/frettir/vinir-skogarhola-1