Formannsfrúarreið 2020

 
Jæja skvísur🙂 þær sem ætla með okkur í formannsfrúar kvennareiðina 2020 þá er skráningin hafin.
INNLEGG Á REIKNING TELST SKRÁNING Í FERÐINA
Verðið er 5.000 þús.kr. leggist inn á reikn:
0528- 26 -008588 kt. 010959-5279
Ferðin verður laugardaginn 16. maí. Sama leið og í fyrra " nýja leiðinn í þjóðgarðinum". Einn hesta ferð, 18.5 km.
Vegna ástandsins þá munum við ekki vera með veislu um kvöldið eða hitting hjá Kristínu Halldórs um morguninn eins og verið hefur. En við munum gera vel við okkur í Gjábakkarétt þar sem nokkrir herramenn ( ætla að dekra við okkur ) setja upp girðingar og við getum hvílt okkur og hesta. Í Gjábakkrétt munum við bjóða upp á veitingar.
Hver kona sér um að koma sér á áfangastað. En við skulum hjálpast að ef einhver er með laust pláss á kerru.
Það er hnakkur kl. 11. 30. ( sami staður og í fyrra mér skilst að það sé búið að stækka svæðið fyrir kerrur og bíla).
Að venju er Lilla farastjóri og við hlýðum henni í einu og öllu. Á þessum degi hlýðum við bæði Víði og Lillu 🙂
Nú er tíminn til að kanna járningamálinn og fara hlakka til.
Kær kveðja frá okkur Kristín Halldórsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Lilla