Skemmtimót Harðar - Föstudagur 8.5.2020 Kl 18:00

Kæru Harðarfélagar!
Nú hefur samkomubanninu verið aflétt og því ber að fagna því með einu laufléttu skemmtimóti!
Mótið verður með firma sniði á skeiðbrautinni, sem sagt fjórar umferðir á hest, hægt tölt að reiðhöllinni og yfirferðargangur (frjáls gangtegund) frá reiðhöllinni aftur.
Við pössum samt að gleyma okkur ekki og halda áfram að fara varlega, virðum 2 metrana og hvort annað. Til að virða þetta höfum við ákveðið að hafa rafræna skráningu. Við munum setja inn Google Sheets skjal á facebook þar sem þið munuð skrá ykkur sjálf. Við gerum okkur grein fyrir því að ekki allir eru á Facebook og biðjum við ykkur því einnig að láta orðið berast og hjálpast að við skráningar.

Flokkarnir sem verða í boði eru:

- Pollaflokkur (inni á hringvelli)
- Barnaflokkur (inni á hringvelli)
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- 3. flokkur
- 2. flokkur
- 1. flokkur
- Heldri menn og konur (60+)

Einnig langaði okkur að kanna áhuga fyrir kappreiðum!
Hugmyndin var sú að halda tölt, brokk, stökk og skeið úrsláttarkeppni og sjá hver er á mestu græjunni hér í Mosó!
Við látum vita þegar nær dregur hvort úr kappreiðunum verði, en það fer náttúrulega bara eftir skráningu😁

Skráningargjald er 1.500kr (frítt fyrir polla) og leggja þarf inn á eftirfarandi reikning og senda tilkynningu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með nöfnum á þeim sem verið er að borga fyrir í skýringu.

Kt. 650169-4259
Rk.nr. 549-26-2320

Hlökkum til að sjá ykkur… úr 2m fjarlægð😁

 

Hér má finna skjalið til að skrá:

 

https://docs.google.com/spreadsheets/d/1guzWImnaOhe_t7nB2hxFvT16jjODEJ6tYL8z-o-2_U0/edit?fbclid=IwAR3UEExSnSZEC9Z4Oz9HXYC3lWNkUTpYDaeN8dKGSObb7SsQCRG6wMRYnjQ