Reiðhöllin
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 30 2020 19:57
- Skrifað af Sonja
Búið er að koma fyrir vatnsúðunarkerfi í reiðhöllinni sem mun auðvelda vinnu og bæta gólfið. Félagið hefur eignast nýjan lítinn traktor sem mun nýtast félaginu mjög vel í öll smærri verk. Traktorinn sem við höfum haft á leigu frá GolfMos hefur verið bilaður og svo höfum við alltaf þurft að skila honum um miðjan apríl og félagið þá verið í vandræðum t.d. við að slóðardraga reiðhallargólfið og vellina. Auk þess mun traktorinn nýtast í mörg önnur verk allt árið.