Heyrúllur og baggar

Heyrúllur og baggar

 

Að gefnu tilefni biðjum við til alla sem eiga heyrúllur/heybagga á rúllubaggastæðinu að ganga frá lausum endum á böggum/rúllum og týna upp plast sem fokið hefur um nágrennið. Þetta á líka við um þá sem eru með bagga/rúllur við hesthúsin hjá sér.

Mikil slysahætta er af flaksandi plasti og að ekki sé talað sóðaskapinn sem af því hlýst.

Stjórnin

Landsmót frestað

Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. Í samráði við Hestamannafélagið Sprett mun mótið fara fram á Hellu sumarið 2022. Af þeim sökum verður Landsmót hestamanna haldið í Kópavogi árið 2024 í stað 2022 eins og samningar gerðu ráð fyrir.

Þeim aðilum sem sótt höfðu um að halda landsmótið 2024 hefur verið gefinn kostur á að færa þær umsóknir yfir á landsmótið árið 2026.

Sú heilsufarsvá sem stafar af COVID-19 faraldrinum á heimsvísu er ekki liðin hjá og mun hafa ýmsar takmarkanir í för með sér á næstu mánuðum. Í máli sóttvarnalæknis, Þórólfs Guðnasonar hefur komið fram að fjöldasamkomur skuli takmarkaðar við 2000 manns a.m.k. út ágústmánuð.  Landsmót hestamanna er því of fjölmenn samkoma til að hægt sé að halda hana í sumar.

Þeir sem keypt hafa miða á viðburðinn munu fá tölvupóst frá tix miðasölu ásamt því að allar upplýsingar eru aðgengilegar á www.landsmot.is. Miðahafar geta valið um þrennt a) fá endurgreitt b) láta miðann gilda fram til 2022 eða c) styrkja viðburðinn. Allar bókanir á tjaldsvæðum verða endurgreiddar. Fyrirspurnir varðandi viðburðinn skal senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en varðandi miðasölu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Öll él styttir upp um síðir. Málsaðilar senda hestamönnum baráttukveðjur og hvetja til þess að allir fari að útgefnum reglum og tilmælum Almannavarna ríkislögreglustjóra.

Reiðleið upp í dal

Búið að opna reiðleiðina upp í dal. 

Leiðin eins og  aðrar reiðleiðir í kringum okkur er mjög blaut þessa dagana, en vonandi þorna þær með betra veðri.

Farið varlega og njótið.

Stjórnin

Þjálfaramenntun ÍSÍ

ÍSÍ auglýsir nú fjarnám í Þjálfaramenntun ÍSÍ. Í april
verður boðið upp á 1, 2 og 3 stigið.
En Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur réttindi til íþróttaþjálfunar
og er frábært tækifæri fyrir til dæmis umsjónarmenn
félagshesthúsa og þá sem hafa umsjón yfir og leiðbeina börnum
og unglingum í hestaíþróttum.

http://isi.is/frettir/frett/2020/04/11/Fjarnam-i-Thjalfaramenntun-ISI/?fbclid=IwAR1UxIfeZWbuvgR12VYxdeZlA0dtNbyQ7JwJ5Z2pwuWJEvuvaswNFf5ms7Y

Aðgengi að hlöðudyrum

Aðgengi að hlöðudyrum

 

Í deiliskipulagi fyrir hesthúsasvæðið sem samþykkt var í bæjarstjórn 30. mars 2016 kemur fram í greinagerð 4.2.2 bls 11:

 

„Kvöð er á um 4 m breitt aksturssvæði til að tryggja aðgengi fyrir heyflutning o.þ.h. við aftanverð hesthúsin.  Þar sem þessi aksturskvöð lendir á lofunargerði nágrannalóðar er ekki heimild að hafa umgangsdyr á viðkomandi húshlið, heldur eingöngu hlöðudyr“.

 

Þeir hesthúsaeigendur sem eiga gerði að næsta hesthúsi, ber því skylda til að hafa slíkt aðgengi.

Stjórnin

 

Beitarhólf sumarið 2020

Beitarhólf sumarið 2020

Minnum félagsmenn á að sækja um beitarhólf  fyrir sumarið.

Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á

heimasíðu félagsins undir fyrirsögninni „Sækja um beit.“ 

Allir þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.

Kynnið ykkur úthlutunarreglurnar á heimsíðunni áður en þið fyllið út umsókn.

Umsóknir verða að berast fyrir 20. apríl n. k.

Stjórnin

https://hordur.is/index.php/saekja-um-beit

Reiðhöll og lyklar

Reiðhallarlyklar


Eðlileg umræða hefur verið um hvort að hluti lyklagjalds verði endurgreiddur vegna lokun reiðhallarinnar.  Á þessari stundu liggur ekki fyrir hve lengi lokunin varir og því ekki tímabært að taka neinar ákvaðranir um endurgreiðslur.  Samkomubannið mun haafa umtalsverð fjárhagsleg áhrif á tekjur félgsins.  Vinsælasti leigutími Harðarbóls er vorið, en engar veislur verða þar í bráð.  Sama á við um tekjur vegna einkakennslu og námskeiða í reiðhöll félagsins, en fastur kostnaður minnkar nánast ekki neitt.  Áfram þurfum við að nota rafmagn og hita o.þ.h.

Lyklagjaldið stendur aðeins undir litlum hluta í kostnaði reiðhallarinnar.  Þrátt fyrir stöðuna, er ætlunin að koma upp vatnsúðunarkerfi í reiðhöllinni og gera hana þannig enn betri fyrir notendur hallarinnar.

Stjórn félagsins mun taka málið fyrir þegar sér fyrir endann á lokuninni.