Reiðhöllin opnuð á ný fyrir félagsmenn  

Við ákvörðun um lokun reiðhallarinnar voru tilmæli sóttvarnarlæknis ofmetin.  Ekki var ástæða til að loka reiðhöllinni, en gæta skal vel að sóttvörnum.

Reiðhöllinni er því opin, en fjöldatakmörkun við 8 knapa hverju sinni. Það ætti ekki að vera vandamál á þessum árstíma. Á morgnana er FMOS með ½ höllina á leigu fyrir sína nemendur og og hafa því forgang með fjölda. Reiðmaðurinn hefur höllina á leigu einhverjar helgar, en samkvæmt pósti frá þeim í morgun gera þeir 2ja vikna hlé á sínum námskeiðum. Einnig biðjum við félagsmenn að fylgjast vel með því á dagtali reiðhallirnar, hvenær höllinn hefur verið leigð út.

Gætum að öllum snertiflötum, hugum að almannavörnum og beitum almennri skynsemi

 

Stjórnin