Reiðhöllinni lokað

Reiðhöllinni lokað

 

Tilmæli frá sóttvarnarlækni:

Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum.

Reiðhöllin verður því lokuð fyrir hinn almenna félagsmann til mánudagsins 19. október nk.  Sama gildir um öll námskeið og einkatíma.

Á morgnana er FMOS með reiðhöllina á leigu og ber því ábyrgð á þeirri notkun.  Reiðmaðurinn hefur þegar gert hlé til 19. okt.

Reiðskóli fatlaðra má hafa afnot af anddyri reiðhallarinnar til þess að leggja á, en að öðru leyti fer sú reiðkennsla fram utandyra og þátttakendur ásamt aðstoðarfólki eru ekki fleiri en 15 hverju sinni.

 

Stjórnin