- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 02 2020 11:09
-
Skrifað af Sonja
Úthlutum beitarhólfa er nánast lokið. 2 - 3 mál standa útaf borðinu og verða afgreidd núna í vikunni. Allir sem hafa fengið úthlutað eru búnir að fá kröfu fyrir beitinni í heimabankann sinn og er eindagi 10. júní. Vinsamlega greiðið fyrir eindaga. Það er mjög áríðandi að láta félagið vita ef einhver ætlar ekki að nota úthlutaða beit, svo hægt sé að úthluta henni til annarra félaga.
Minnum á reglurnar um beit sem finna má á heimasíðu félagsins. Girðingar skulu vera í lagi og amk annar strengurinn vírstrengur. https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf
Af gefnu tilefni eru félagar beðnir um að bjóða öðrum félögum að ýta með sér beitina, ef þeir nota ekki alla beitina sjálfir. Það er betra að stykkin séu nýtt til að losna við sinu, en einnig að beitarhólf eru takmörkuð gæði og því eðlilegt að sem flestir félagar fái að njóta.
Sleppidagur verður auglýstur síðar, en venjan er í krongum 10. júní.
Stjórnin
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 27 2020 09:03
-
Skrifað af Sonja
Okkur öllum til mikillar gleði þá getur íþróttaiðkun allra aldurshópa í landinu nú farið fram án takmarkana.
Áfram verða þó fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum sem og öðrum viðburðum, þannig að ekki mega fleiri en 200 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Það þýðir að takmarkanir verða á fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum.
Félagið hefur því aflétt takmörkunum af notkun reiðhallarinnar að hluta. Vinsamlega kynnið ykkkur reglur reiðhallarinnar https://hordur.is/index.php/frettir/2989-reglur-i-reidhhoellinni-i-herdhi
Snertingar eru óheimilar og halda skal 2ja metra bili á milli einstaklinga.
Sameiginleg aðstaða verður áfram lokuð s.s. salerni og kaffiaðstaða. Allir notendur reiðhallarinnar skulu vera með hanska. Hanskana þarf að spritta vel. Allir þrífa skít eftir sinn hest og verður Skítagaffallinn á sínum stað og sprittbrúsi innan seilingar.
Munum að virða reglurnar og að ganga vel um
Stjórnin