Skógarhóla

Kæru vinir Skógarhóla

 

Þar sem ástandið í þjóðfélaginu hefur skánað og óhætt þykir að kalla saman hóp af fólki, höfum við ákveðið að hefja viðhaldsvinnu  á Skógarhólum.

Um næstu helgi (laugardag og sunnudag) er fyrirhugað að ganga með girðingum og lagfæra, auk þess að koma húsinu í opnunarfært ástand.

Bókunarstaða í júní er góð og húsið þarf að vera tilbúið fyrir gesti fyrir hvítasunnuhelgina. Viljum við hvetja ykkur til að nýta ykkur aðstöðuna á Skógarhólum í sumar.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma og aðstoða okkur við þetta, gott væri að fá að vita hverjir geta mætt. Vinsamlegast látið vita með því að svara þessum tölvupósti eða hringja í Eggert Hjartarson staðarhaldara, 847-9770.

Boðið verður upp á snarl í hádeginu og mat í lok dags.

 

Hlökkum til að sjá ykkur.