Hreinsunardagurlaugardainn 9. maí kl 9.30

Loksins er komið að því hreinsa hverfið okkar og reiðgöturnar í nær umhverfinu.  Mæting við reiðhöllina kl 9.30.  Allir fá sitt „gamla“ svæði og nóg pláss fyrir nýliða.  Gámur verður staðsettur við reiðhöllina og í hann getum við losað ruslið.  Kl 12 verður boðið upp á grill og fínerí að hætti hússins. Eins og félagsmenn vita, þá er hreinsunin bæði gagn og gaman.

Mætið tímanlega og þeir sem eiga kerrur mega taka þær með.  

Umhverfisnefndin