Lóðir undir hesthús

Sl vor var auglýst nýtt deiliskipulag.  Mikil mótmæli bárust frá félagsmönnum og var því hafin vinna við breytingu á því.  Nýtt deiliskipulag liggur fyrir og fer í auglýsingu á næstu dögum.  Tímaramminn til mótmæla verður 6 vikur.  Verði lítil mótmæli, tekur nýja deiliskipulagið gildi.

 

Í því er gert ráð fyrir 3 nýjum hesthúsalengjum austast í hverfinu.  Þær lengjur gætu komið til úthlutunar vorið 2021.  Ýmsar aðrar minniháttar breytingar eru fyrirhugaðar s.s. nafnabreytingar á götum.  Þannig mun Skólabraut verða Harðarbraut frá hringtorginu og niður í hverfið og félagsheimilið mun standa við Varmárbakka.

 

Stjórnin