Kótilettukvöld

Hið árlega kótilettufjáröflunarkvöld Harðar verður í Harðarbóli nk föstudag 10.maí. Húsið opnar kl 19;30 Formaðurinn mætir með gítarinn. Maturinn borinn fram 19.45 Kótilettur a la mamma og ávextir og rjómi í eftirrétt. Ágóði rennur til Harðarbóls fyrir innréttingar og tæki. Verð aðeins 3.500 kr pr mann. Takið með ykkur gesti.
Vinsamlegast tilkiynnið komu ykkar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kótilettunefndin

Opnið Íþróttamót Harðar 2019 - Skráningafrestur framlengdur

 

Tilkynning frá Mótanefnd Harðar:

Eins og margir hafa tekið eftir er búið að vera vesen með skráningar en þetta stafar af bilun í skráningakerfi sportfengs. Að því tilefni verður skráningarfresturinn á mótið framlengdur til morgunns á meðan tölvufólkið er á fullu að laga þetta. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda 
Afsakið þetta.
🙃

Opið Íþróttamót Harðar 2019!

Íþróttamót Harðar verður haldið aðra helgina í maí, 10.-12. maí!

Skráining hefst fimmtudaginn 2. maí og lýkur þriðjudaginn 7. maí! Hvetjum fólk til að taka þátt og skrá tímanlega en skráning fer fram í gegnum sportfeng.
Skráningagjaldið er 4500kr í hringvallagreinarnar og 3000kr í skeiðgreinarnar:)

Flokkar sem verða í boði:
o Pollaflokkur
Teymdir
Ríða sjálfir
o Barnaflokkur
Fjórgangur V2
Fjórgangur V5
Tölt T3
Tölt T7
o Unglingaflokkur
Fjórgangur V2
Fimmgangur F2
Tölt T3
Slaktaumatölt T4
o Ungmennaflokkur
Fjórgangur V2
Fimmgangur F2
Tölt T3
Gæðingaskeið PP2
100m skeið
150m skeið
250m skeið
Slaktaumatölt T4
o 2. Flokkur / 1. Flokkur
Fjórgangur V2
Fimmgangur F2
Tölt T3
Slaktaumatölt T4
Gæðingaskeið PP2
100m skeið
150m skeið
250m skeið
o Meistaraflokkur
Fjórgangur V1
Fjórgangur V2
Fimmgangur F1
Fimmgangur F2
Slaktaumatölt T2
Slaktaumatölt T4
Tölt T1
Tölt T3
Gæðingaskeið PP2
100m skeið
150m skeið
250m skeið

Ath mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina / fella niður flokka ef ekki næg skráning næst.

Hlökkum til að sjá ykkur!

59285965_2289429504428856_979425312842448896_n.jpg

HESTASÝNING 1. maí

Hestamannafélagið Hörður býður öllum á hestasýningu. FRÍTT INN

• Fjölbreytt skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna
• Grillaðar pylsur á meðan birgðir endast
• Teymt undir börnum

Staður: Reiðhöll Harðar að Varmárbökkum
Dagur: 1. maí
Tímasetning: kl. 14:00 – 15:00

ALLIR VELKOMNIR – FJÖLMENNUM !!

58462853_2712618348779356_8120743671571152896_n (1).jpg

Æskan og hesturinn í Víðidal 4. maí

Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin laugardaginn 4. maí næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum. 

Hópar ungra hestamanna frá öllum hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu; Fáki, Herði, Mána, Spretti og Sörla sýna fjölbreytt atriði sem þeir hafa æft í hverju félagi fyrir sig. Sýningarnar verða tvær; kl. 13:00 og 16:00. 

Þórdís Erla Gunnarsdóttir mun setja sýninguna, en auk hinna fjölmörgu glæsilegu atriða sem börnin sýna mun Friðrik Dór koma fram og flytja vel valin lög. 

Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.

58939936_10156542550668003_7348580191804850176_o.jpg

Niðurstöður Firmakeppni Harðar 2019

Barnaflokk

1. Oddur og Hrafnagaldur
2. Ísabella og Játvarðs-Von
3. Lína

Unglingaflokk
1. Viktoria Von og Ymur
2. Inga Rún og Vera
3. Helga og Kolli

3. Flokk
1. Helga og Stóri-Brúnn
2. Bryndís og Mökkur
3. Gígja Dröfn og Fótus
4. Anna-Lísa og Knésól
5. Alexandra og Hersir

2. Flokk
1. Ingvar og Trausti
2. Loftur og Grettir
3. Eveliina og Strákur
4. Kristján og Jónsi
5. Gunni og Stjörnunótt

1. Flokk
1. Ragnheiður og Hrímnir
2. Óli og Rökkvi
3. Halldóra og Askur
4. Kristján og Lára
5. Játi og Estill

Takk fyrir skemmtileg mót :)