Reykjavegur undirgöng

Vildi upplýsa þig um að framkvæmdir við undirgöngin munu frestast til næsta árs vegna mikils umfangs lagna á svæðinu og svo er ekki búið að leysa hvernig við náum að afvatna göngin, það er heldur meira mál en við reiknuðum með en við höldum undirbúningi áfram og getum vonandi boðið út í byrjun næsta árs.

Vegagerðin

Hjólakeppnir Fellahringur 29. ágúst og Bikarmót 7. sept

Fjallahjólakeppnin Fellahringurinn fer fram 29. ágúst kl 19.00 – 22.00.  Hjólað er stígum í kringum Úlfarsfell, Reykjafell, Skammadal, Mosfellsdal og niður með Leirvogsá að Varmadal.  Að hluta liggur leiðin um reiðvegi okkar Harðarmanna og tökum við tillit til þess.

Bikarkeppni á vegum Hjólreiðasambands Íslands fer fram laugardaginn 7. september kl 10.00-13.00 á Reykjalundarsvæðinu og inn í Skammdal í gegnum Reyki. 

https://l.facebook.com/l.php?u=https%3A%2F%2Fwww.strava.com%2Fsegments%2F15483217&h=AT0lDfr0NoRHv2h8JebypfdMhW0aLtbxGaPQPH5dqXIktH-5dnzvHLKMiZ9GzlkVSIyHKx92sZN5TQFs62BBM8MqiDY4dodeO4t7zfeHQ2wTbMOqhFyb79rCZVKYbitpbOEczn_FgE-EJd0P68CmgbS1-HtftC13L88DBBWudUPnBObCmeRpc4Dmun-LKcBKBAHTOlmE3AQJtyrnMliZJhBQes158V2CHivi8IdLKnRI56aJMbZU6ByXBO8uq57XJkmSlK2JrhrqfcT_13e0Dwr6T-QllxQvNc086AEf4v4hMODFGpwhSSatFn4lXDwG-0SLSQqAx5kSFrbbQ049Eg1nyqlitCSbKqtGBRjGpg

 

Beitarlok

Vegna góðrar sprettu verða lok beitar framlengd til 15. september.  Sum beitarhólf eru þó þegar búin, en talsvert eftir í öðrum hólfum.  Félagsmenn geta haft samvinnu í að fullnýta hólfin, en þurfa að bjarga sér sjálfir við slíkt.  Veit að þeir sem eiga næga beit, vilja gjarnan láta fullnýta hólfin og forðast þannig sinu og eins að koma betur út úr beitarmati að beitartíma loknum.

Flugeldasyning

Sælir hestamenn
Laugardaginn 31. ágúst fer fram flugeldasýning vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Sýningin hefst kl. 23 og ég vona að hún valdi hestunum ekki of miklum óþægindum.  Annars hlakka ég til að sjá hesta og knapa í skrúðgöngunni á föstudag.
Bestu kveðjur,
Auður Halldórsdóttir

Afrekssjóður UMSK, verkefnasjóður UMFÍ og Íþróttasjóður

Sælir félagar
 

Minna á umsóknafrest í eftirfarandi sjóði:


Afrekssjóður UMSK 29. ágúst  - Umsóknaeyðublöð og reglugerð sjóðsins http://umsk.is/afrekssjodur


Verkefnasjóður UMFÍ  1. október – Umsóknaeyðublöð og reglugerð https://www.umfi.is/um-umfi/umsoknir-og-sjodir/

Íþróttasjóður ríkisins 1. Október – Umsóknaeyðublöð og reglugerð - https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/

 

Félagsfundur – nýtt deiliskipulag

Boðað er til félagsfundar miðvikudaginn 4. september kl 18 í Harðarbóli.  Hulda arkitekt mun kynna fyrir okkur nýtt deiliskipulag.  Ólafur Melsted skipulagsstjóri Mosfellsbæjar verður einnig á fundinum.
Nýja deiliskipulagið skiptist í 3 áfanga, en 1. og 2. áfangi verða til kynningar á fundinum.  Í 1. áfanga er gert ráð fyrir 3 nýjum hesthúsalengjum austast í hverfinu, Trekbraut þar sem núverandi rúllubaggastæði er, ásamt nýrri staðsetningu fyrir rúllubaggastæði.  Í 2. áfanga er gert ráð fyrir þéttingu núverandi hverfis, m.a. með hesthúsi í Naflanum, hesthúsi fyrir neðan neðra hverfið og 2 hesthúsum vestan við hesthúsin við Drífubakka.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér drögin að deiliskipulaginu sem má finna á vef Mosfellsbæjar og mæta á fundinn.

Stjórnin
 

Frumtamningarnámskeið með Róbert Petersen

Hestamannafélagið Hörður og Róbert Petersen reiðkennari verða
með frumtamningarnámskeið sem hefst mánudaginn 4. nóvember nk.
með bóklegum tíma í Harðarbóli. Verklegir tímar hefjast svo 5.
nóvember og kemur hver þátttakandi með sitt trippi. Farið
verður í gegnum helstu þætti frumtamningar, s.s.

Atferli hestsins
Leiðtogahlutverk
Fortamning á trippi
Undirbúningur fyrir frumtamningu
Frumtamning

Bóklegir tímar: 1
Verklegir tímar: 11
Tímar: mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga í fjórar vikur.
Verð: 40.000.-

Fjórir nemendur verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi á
námskeiðið er 12 – 16 þátttakendur. Bóklegir tímar verða
sameiginlegir fyrir allan hópinn. Verkleg kennsla verður í
Reiðhöll Harðar og í Blíðubakka 2, þar sem unnið verður með
trippin.

Einnig eiga nemendur að fylgjast með öðrum og læra þannig á
mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og
frumtamningu.

Tímasetningar fara eftir stærð hópana enn verða milli 17-21, ef eitthvað ósk er um sérstaka tíma / hópa verður það koma fram við skráningu og reynum við eftir besta getu að fara eftir því.

Skráning fer fram í gegnum sportfeng https://skraning.sportfengur.com og er námskeiðið


öllum opið.FB_IMG_1565902482816.jpg

Frumtamningar Námskeið með Robba Pet í haust

Frumtamningar Námskeið með Robba Pet í haust
Það er áætlað að halda frumtamningarnámskeið í haust í 4 vikur.
4. - 28. nóvember - 2x í viku (alltaf mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar)
Verð verður 40 000 ISK
Þáttakendur verða að vera 12 manns til að námskeið verður.
Nánari upplýsingar koma fljótlega.