- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, júní 07 2019 20:54
-
Skrifað af Sonja
Eftirfarandi er dagskrá fyrir Gæðingamót Harðar 2019! Vegna fárra skráninga ætlum við að keyra allt mótið á laugardeginum. Með fyrirvara um breytingar.
Ráslistar eru einnig komnir inn á Kappa.
09:00 – Tölt T3 2. Flokkur
09:20 – Tölt T3 1. Flokkur
09:40 – Barnaflokkur (Fyrstu tvö hollin)
09:50 – Unglingaflokkur
10:50 – Barnaflokkur (Seinni tvö hollin)
11:00 – Ungmennaflokkur
Hádegishlé
12:00 – Pollar
12:20 – B-flokkur gæðingaflokkur 2
B-flokkur gæðingaflokkur 1
13:50 – A-flokkur Ungmennaflokkur
A-flokkur Gæðingaflokkur 2
A-flokkur Gæðingaflokkur 1
Kaffihlé
15:50 – 100 metra skeið
16:10 – Unghrossakeppni
16:40 – Tölt T3 2. Flokkur A-úrslit
17:00 – Tölt T3 1. Flokkur A-úrslit
17:20 – Barnaflokkur (10 mín)
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
B-flokkur Gæðingaflokkur 2
B-flokkur Gæðingaflokkur 1
A-flokkur Ungmennaflokkur
A-flokkur (Sameinuð úrslit)
Áætlaður tími fyrir öll úrslit er 30 mín, endilega fylgist vel með og verið stundvís:)
Mótslok
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 04 2019 07:47
-
Skrifað af Sonja
Náttúrureið Harðar (Kynjareiðin) tókst mjög vel. 56 manns riðu hring um Mosfellsdalinn með viðkomu í Laxnesi. Eftir reiðina var hamborgaraveisla í Reiðhöllinni og sungin nokkur hestalög.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 04 2019 07:44
-
Skrifað af Sonja
Lokahóf heldri hestamanna og kvenna fór fram á Uppstigningardag. Riðið var í Dalsgarð í brakandi blíðu. Gísli rósabóndi tók á móti hópnum með nýtýnd jarðarber og boðið var upp á veigar í fljótandi formi. Um kvöldið var grillveisla í Harðarbóli og mættu rúmlega 80 manns og hlustuðu á Tindatríóið sem sló í gegn með frábærum söng. Hinn landskunni hestamaður Ingimar Sveinsson fór með gamanmál.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 03 2019 14:40
-
Skrifað af Sonja
Heimilt að sleppa hrossum föstudaginn 7. júní. (frá miðnætti er kominn föstudagur). Það sem helst þarf að varast er hvort að áburðurinn sé genginn niður í jarðveginn, því ekki viljum við „fóðra“ hrossin okkar með áburði. Í venjulegu árferði er þetta ekki vandamál, en mjög lítið hefur rignt undanfarna daga. Hver og einn athugar þetta í sínu beitarhólfi.
Stjórnin