1. Vetramót Harðar 2020

Fyrstu vetrarleikar Harðar verða haldnir sunnudaginn 9. febrúar og verður þetta grímutölt! Gaman er að segja frá því að þetta mót er styrkt af Orkunni!

Mótið hefst klukkan 13:00!

Skráning verður frá 11:00-12:00 í reiðhöllinni og kostar 1500kr fyrir félagsmenn en annars 2000kr. Frí skráning fyrir Pollana:)

Flokkar sem verða í boði eru:
Pollar teymdir
Pollar ríða sjálfir
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
3. flokkur
2. flokkur
1. flokkur

Keppt verður í T7, sem er hægt tölt og svo frjáls ferð á tölti. Hvetjum sem flesta til að skrá sig og mæta í búningum! 😁