Heildarlisti 100 stóðhesta í stóðhestaveltunni
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 23 2019 00:50
- Skrifað af Super User
Undanfarin ár hefur landslið Íslands í hestaíþróttum leitað til stóðhesteigenda og óskað eftir að fá endurgjaldslaust folatoll undir þeirra úrvals hesta. Tollarnir eru svo seldir á stærsta viðburði landsliðsins sem er „Þeir allra sterkustu“. Undantekningarlítið hafa stóðhesteigendur tekið beiðninni vel og gefið tolla undir sína hesta. Við hjá Landssambandi hestamannafélaga og landsliðsnefnd erum ákaflega þakklát fyrir þennan mikla stuðning sem styrkir okkur í okkar vinnu. LH lítur svo á að þessar gjafir sýni glöggt velvilja hestamanna til landsliðsins og viljum við nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem í þetta sinn og hingað hafa veitt LH stuðning með því að gefa folatolla.