Ný Gjaldskrá og Pöntun á Reiðhallarlyklum

Það er kominn ný dagskrá inn á heimasíða okkar.

https://www.hordur.is/index.php/felagid/gjaldskra

Ég vill biðja alla sem vita nú þegar að þau vilja fá nýjan lykill fyrir vetur (hafa lykillinn sinn opinn í vetur) að hafa samband við mig. Ég opna lykillinn þá til lok 2019. 
Viljum að komast fram hjá því að fólk gleymir að panta lykill og stendur svo fyrir framan lokaða dýrnar eitt kaltan veðurkvöld :) Endilega sendi mér stutt mail með nafn, kt og hvernig lykill óskað er eftir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Á lykillinn er númer, hún má gjarnan fylgja með til að auðvelda þetta.

Líka er gott er að minna á að það þarf alltaf bóka reiðhöllinna þegar farið er í Reiðkennslu.

Takk fyrir og eigið góða helgi 

 

Kveðjur

Sonja

Heldri hestamenn og konur. Aðventukvöld í Harðarbóli.

 
🌲🌲🌲
Fimmtudaginn 13. desember.
Húsið opnar kl. 19:00
Borðhald hefst kl. 19:30
 
🍽
Matseðill
Aðalréttur
Jólahangikjöt
Borið fram með jarðeplum í hvítri sósu.
rauðkáli, grænum baunum og laufabrauði.
Eftirréttur
Heimagerður jólaís með tobleron "ala Þuríður"
🍷🍺🍷
Opinn bar og drykkir seldir á sanngjörnu verði
Þeir sem vilja geta komið með sína drykki
Hátíðardagskrá
Karlakórinn Stefnir
í fullum skrúða gleður okkur með "minitónleikum"
Eysteinn Leifsson
flytur okkur pistil léttu nótunum
Hansi
blæs í Saxófóninn og kynnir nýja diskinn sinn
🎸🎹🎸
Guðmundur á Reykjum
þenur nikkuna í anddyrinu og kemur okkur í rétta gírinn
Hákon formaður
mætir með gítarinn og stjórnar fjöldasöng.
 
Verð kr. 4500
posi á staðnum.
 
Tryggið ykkur miða í tíma hjá Sigríði í síma 896-8210
eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
😊😊😊
 
Lifið er núna - Njótum þess.
 

Árekstur í tímanum í reiðhöllinni á föstudag 30.11.

Kæru félagar,

 

Vegna veðurs þurfti að fella niður tímann hjá Fræðslunefnd Fatlaðra í dag. 
Tíminn verður í stað þess á morgun, Föstudag Kl 14:45-15:45.

Á sama tíma er Reiðmaðurinn svo höllinn verður mikið upptekinn þá.

Það má samt nota reiðhöllina en taka tillit til fatlaða starfsins.

Sami árekstur gæti gerst á laugardag 10:30-11:30 en þetta á líka bara við ef það er slæmt veður.

Biðjumst velvirðingar á þessu og biðjum fólk um að tala sig saman:) 

Takk og kveðjur

Sonja

Árekstur í tímanum í reiðhöllinni á föstudag 30.11.

Kæru félagar,

 

Vegna veðurs þurfti að fella niður tímann hjá Fræðslunefnd Fatlaðra í dag. 
Tíminn verður í stað þess á morgun, Föstudag Kl 14:45-15:45.

Á sama tíma er Reiðmaðurinn svo höllinn verður mikið upptekinn þá.

Það má samt nota reiðhöllina en taka tillit til fatlaða starfsins.

Sami árekstur gæti gerst á laugardag 10:30-11:30 en þetta á líka bara við ef það er slæmt veður.

Biðjumst velvirðingar á þessu og biðjum fólk um að tala sig saman:) 

Takk og kveðjur

Sonja

Umferð um reiðgötu.

Hafin er framkvæmd við byggingu fjölnota íþróttahúss við Varmárskóla.  Aðkoma verktaka verður að hluta eftir reiðstígnum frá Tunguvegi.  Reynt verður að haga akstri þannig að hann valdi sem minnstri truflun. Aðvörunarskilti og merkingar verða sett upp, en næstu 2 mánuði eða til loka janúar má gera ráð fyrir talsverðri umferð um reiðstíginn, en tekið verður tillit til umferð okkar hestamanna.  Frá og með 1. febrúar verður allri umferð verktaka lokið kl 18 á daginn og engin umferð um helgar.  Ef upp kemur sú staða að verktakinn þurfi að nota reiðstíginn um helgar, verðum við látin vita í tíma og getum þá komið skilaboðum til félagsmanna.  Taka skal fram að reiðstígurinn verður ekki lokaður fyrir okkur hestamenn, aðeins að á þessum tíma getum við búist við umferð bíla og þungavinnutækja um stíginn.  Verklok verða fyrir árslok 2019.  Reiðvegurinn verður stækkaður og byggður upp til að þola þessa umferð og eftir að verki lýkur fáum við breiðari og betri reiðstíg.

Við fögnum því að bærinn leiti til okkar um samvinnu og að verktaki sé tilbúinn að koma á móts við okkar óskir.  Þannig virkar „sveit í bæ“

Nánar á http://www.mosfellsbaer.is/forsida/frettir/frett/2018/11/28/Framkvaemdir-vid-fjolnotaithrottahus-hafnar/

Stjórnin

Hestakerrustæði

Kæru félagar

Minna á að panta ykkur kerrustæði!

**Athugið að allir hestakerrueigendur eru vinsamlegast beðnir um að færa hestakerrurnar sínar úr hverfinu og af gamla stæðinu í neðra hverfinu á nýja kerrustæðið.**

Það er hægt að panta sér kerrustæði hjá Rúnari í síma 8647753 eða Gunna Vals í síma 8930094. 
Þegar búið er að panta fá eigendur úthlutað kerrustæði.

Hestakerrustæði verð.

Árgjald 6.000 kr (500 kr á mánuði)

Ársskýrsla Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum í Mosfellsbæ 2017

Í stjórn félagsins 2017 voru:

Júlíus Ármann formaður

Þóra A. Sigmundsdóttir gjaldkeri

Björk Magnúsdóttir ritari

Herdís Hjaltadóttir meðstjórnandi

Ragnheiður Traustadóttir tilnefnd af stjórn Harðar

Kjörinn endurskoðandi:

Erna Arnardóttir

Á aðalfundi þann 21. febrúar 2017 var kosin ný stjórn til tveggja ára: Þóra A. Sigmundsdóttir, Björk Magnúsdóttir, Herdís Hjaltadóttir og Júlíus J. Ármann. Erna Arnardóttir var kjörinn endurskoðandi til tveggja ára. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er fráfarandi stjórnarmönnum þökkuð fyrri störf. 

Tilgangur félagsins er að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna hvað varðar hesthús á svæðinu og stuðla að ýmsum félagslegum umbótum. Í samningi Mosfellsbæjar og Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum frá 5. nóvember 2001 kemur fram að félagið hafi áfram til ársins 2023 réttindi sem lóðarhafi að sameiginlegu svæði hesthúsaeigenda á Varmárbökkum til sameiginlegra þarfa þeirra. Forsenda fyrir úthlutun svæðisins til félagsins er að félagið standi opið öllum hesthúsaeigendum á svæðinu og þeir geti nýtt alla aðstöðu á svæðinu eins og um sameign þeirra sé að ræða á grundvelli hliðstæðra reglna og kveðið er á um í lögum um fjöleignarhús, enda skulu þeir vera félagar í Félagi hesthúsaeigenda. Félagið skuldbindur sig til þess að hafa eftirlit með því að hesthúseigendur fullnægi skilmálum um umgengni og þrifnað í hesthúsahverfinu. Enn fremur að ef félagsmenn verði ekki við tilmælum félagsins um umgengni, skuli félagið leita til bæjarins, sem þá skal beita tiltækum úrræðum til bóta. Gegn þessum skilmálum greiðir félagið ekki lóðarleigu til Mosfellsbæjar. Í lögum félagsins segir að tilgangur þess sé að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna hvað varðar hesthúsin, skipulag og umgengni, þannig að snyrtimennska og menningarbragur ráði þar ríkjum á öllum sviðum. Enn fremur að stuðla að ýmsum félagslegum umbótum, s.s. bað- og sjúkraaðstöðu fyrir hross félagsmanna, lýsingu svæðisins, lagfæringar á bíl- og reiðvegum og annað sem félagsmenn telja nauðsynlegt til uppbyggingar svæðisins.

Haldnir voru þrír stjórnarfundir á starfsárinu.

Félagið hefur óskað eftir því við Mosfellsbæ að sett verði dren í skurðinn sem liggur fyrir ofan veginn sem aðskilur efra og neðra hverfið, til að vatn leki ekki í það neðra. Sæmundur Eiríksson hefur skilað inn teikningu fyrir skurðinn og ætla bæjarstarfsmenn að ganga í verkið þegar frost fer úr jörðu. Tré voru klippt og snyrt í hverfinu. Kerrustæðið var stækkað og greiddi félagið helming af þeim kostnaði á móti Herði. Staðsetning fyrir heybagga og rúllur er í ferli hjá Herði. Samþykkt var að setja nýja möl í neðra hringgerðið og er það í vinnslu. Stjórnin fór í skoðunarferð um hverfið og hvetur eigendur hesthúsa að taka til og snyrta í kringum sig. Betur má ef duga skal.

Júlíus J. Ármann

Formaður Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum Mosfellsbæ   

 

Ársreikningur 2017

Rekstrarreikningur

         
         
         
       

01.01.2017-31.12.2017

Rekstrartekjur

     
         
 

Félagsgjöld álagt 1/1-31/12 2017 .................................

 

795.000

Hestamannafélagið Hörður gr.

     

375.000

Vextir af reikn. Nr.  2919  í Íslandsbanka

     

210

Vextir af reikn. 100292 í Íslandsbanka

     

24.372

         
       

1.194.582

         

Rekstrargjöld

     
   

Þjóðskrá ....................................................................

 

55.837

 

 

Kerrustæði ................................................................

 

750.000

   

Trjáklipping ..............................................................

 

100.000

   

Matarkostnaður ........................................................

 

6.279

 

     Bankakostnaður ......................................................

 

63.538

   

Fjármagnstekjuskattur 100292,2919 ........................

 

4.916

   

mismunur.

   
       

980.570

         

Hagnaður/Tap fyrir fjármagnstekjur/-gjöld .....

 

214.012

         
 

  .

  ...................................................................................

 

0

         
         

Hagnaður ..........................................................

 

214.012

         

Efnahagsreikningur

         
         
         

Eignir

         
       

31. 12. 2017.

Eignir

   
         
         
   

Ógr. tekjufærð félagsgjöld 2014-2016

 

21.463

   

Ógr. tekjufærð félagsgjöld 2017 ............................

 

45.000

   

Inneign á bankareikningi 2919 .............................

 

15.076

   

Inneign á bankareikningi 100292 .........................

 

716.622

   

  ...................................................................................

   
   

Eignir

 

798.161

         
         
         
   

                                                                                          

         
 

Eigið fé

   
         
       

31.12.2017

         

Eigið fé

   
         
 

Óráðstafað eigið fé frá fyrra ári .................................

 

584.149

 

Hagnaður ársins frá rekstri ........................................

 

214.012

         
   

Eigið fé

 

798.161

         

Drög að stundaskrá eftir áramót - Námskeið í Reiðhöllinni

Drög að stundaskrá eftir áramót

Kæra félagar, mig langar að setja inn smá drög af stundaskrá fyrir Janúar / Febrúar enn þetta er ekki búin að festa þetta alveg enn margar búin að spyrja mig hvenær væri hvaða námskeið áætlað.
Þetta er áætlun eins og staðan er í dag:

Mánudagar:
Keppnisnámskeið og Einkatimar með Hinrik Þór Sigurðsson

Þriðjudagar:
Knapamerki 1-5 og Einkatimar seinna um kvöldið

Miðvikudaga: 
16-18 Ásetunámskeið
18-19Gangsetningarnámskeið /Áframhaldandi Þjálfun ungra hesta
19-20Hindrunarstökk
20-21Töltnámskeið
Einnig verða reglulega Mót á Miðvikudögum, þá er minna um námskeið

Fimmtudagar:
Almenn Reiðnámskeið fyrir Börn
Knapamerki (4 og 5)
Einkatimar

Föstudagar:
Aðallega Einkatimar
Líklegast Pollar
ca. 1x í mánuð er höllinn upptekinn vegna Reiðmanninum

Þetta er bara til að félagar fáið smá innsýn og endilega hafið samband við mig, eru spurningar varðandi því í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Besta kveðjur
Sonja

Viltu starfa í nefnd?

Til þess að félagið geti starfað verða nefndir þess að vera virkar.  Það vantar félagsmenn í Æskulýðsnefnd, Fræðslunefnd og Veitinganefnd.  Í Æskulýðsnefnd er gott að fá foreldra eða forráðamenn barna og unglinga.  Þetta er ein virkasta nefndin og sú mikilvægasta.  Í börnunum felst framtíðin.  Fræðslunefnd skipuleggur fyrirlestra og námskeið í samvinnu við yfirreiðkennara félagsins.  Mjög mikilvægt að halda okkur fræða og uppfæra okkur hestamenn.  Veitinganefnd skipuleggur veislur og matar- og kaffisölu félagsins í samvinnu við umsjónarmann Harðarbóls.  Það þarf að passa upp á næringu félagsmanna.

Stjórnin

Ársskýrsla Mótanefnd Harðar 2018

Ársskýrsla Mótanefnd Harðar 2018

jjj.jpg

Meðlimir:

Ragnheiður Þorvaldsdóttir (formaður)

Thelma Rut Davíðsdóttir

Erla Dögg Birgisdóttir

Erna Jökulsdóttir

Kristinn Már Sveinsson

Melkorka Gunnarsdóttir

Sonja Noack (tengiliður félagsins)

 

Viðburðir og störf

Nokkrir viðburðir voru haldnir á vegum mótanefndar Harðar á keppnistímabilinu 2017-2018. Yfir allt tókust mótin mjög vel og voru vel sótt. Nýtt kerfi til að skrá inn einkunnir á mótum var tekið í notkun sem heitir Sportfengur. Nokkrir meðlimir nefndarinnar sátu námskeið til að læra á þetta nýja forrit sem kom að góðu gagni. Nefndin tók til starfa í janúar 2018. Allir meðlimir komu nýir inn í nefndina ýmist í fyrsta sinn eða eftir hlé. Haldnir voru fjórir formlegir fundir ásamt umræðum utan þeirra á samfélagsmiðlum. Fundirnir voru haldnir á eftirfarandi dagsetningum:

  • janúar
  • janúar
  • apríl
  • Maí

Vetrarmót Harðar

Haldin voru þrjú vetrarmót eins og hefð hefur verið fyrir. Samtals voru 151 skráning á öll vetrarmótin og virtist fólk vera almennt ánægt. Á öllum vetrarmótunum voru útdráttarverðlaun þar sem allir þátttakendur voru settir í pott og dregið var um veglega vinninga. Verðlaunapeningar voru veittir fyrir efstu sætin á hverju móti en eftir öll mótin fengu stigahæstu knaparnir í hverjum flokki bikara. Breytt var flokkaskiptingu mótanna frá síðustu árum en í stað þess að kynjaskipta eldri flokkunum var ákveðið að hafa einungis skipt eftir getu stigi/keppnisreynslu. Það voru því þrír eldri flokkar (21 og eldri): 1. Flokkur, 2. Flokkur og 3. Flokkur. Yngri flokkar héldust óbreyttir. Dagsetningar vetrarmótanna voru eftirfarandi:

  • Vetrarmót I - 3. febrúar
  • Vetrarmót II (árshátíðarmót) - 24. Febrúar
  • Vetrarmót III - 17. mars

Reikningur vetrarmóta:

1. Vetrarmót Harðar (2klst)

Sjoppa/Skráning (Klink)

1.033

Sjoppa/Skráning (Seðlar)

30.000

Sjoppa/Skráning (Posi)

43.450

Dómari (Svafar Magnússon)

-15.000

Samtals

59.483

   

2. Vetrarmót Harðar (2,5klst)

Liður

Upphæð

Sjoppa/Skráning (Klink)

2.370

Sjoppa/Skráning (Seðlar)

28.500

Sjoppa/Skráning (Posi)

33.450

Fríða

-5.500

Matur/Nammi

-19.016

Dómari (Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir)

-15.000

Samtals

24.804

   

3. Vetrarmót Harðar (2klst)

Sjoppa/Skráning (Klink)

1.150

Sjoppa/Skráning (Seðlar)

22.000

Sjoppa/Skráning (Posi)

39.700

Kiddi (Skiptimynt)

-5.000

Dómari (Bjarni Sigurðsson)

-15.000

Samtals

42.850

   

Verðlaunagripir:

-92.000

Samtals frá öllum mótum:

35.137

Íþróttamót Harðar

05.05 Íþróttamót Harðar.

30.05. Fyrri úrtaka fyrir Landsmót.

01.06 Gæðingamót Harðar.

Íþróttamótið okkar var vægast sagt eftirminnilegt. Þar spilaði stórt hlutverk vægast sagt ömurlegt veðurfar. Morgnarnir hófust á því að skófla snjó af keppnisvellinum og var tíðin svo slæm einn morguninn að barnaflokkurinn var fluttur inn í reiðhöll. Það gengu yfir haglél og hundslappadrífa svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir það var skráning framar vonum og tókst mótið einstaklega vel. Allir flokkar mótsins voru seldir styrktaraðilum. Þetta var jafnframt fyrsta mótið sem Sportfengur var keyrður svo það voru nokkrar hindranir á veginum. Skráningar voru samtals 191. Dómarar á Íþróttamóti Harðar 2018 voru:

  • Ann-Lisette Winter
  • Björgvin Ragnar Emilsson
  • Jón Ó Guðmundsson
  • Sigurður Helgi Ólafsson
  • Svanhildur Hall

Fyrri úrtaka fyrir Landsmót

Árið 2018 var Landsmótsár eins og mörgum er kunnugt um og hélt mótanefnd tvær úrtökur eins og hefð hefur verið fyrir. Fyrri umferðin var haldin 30. maí og gekk það smurt fyrir sig. Í fyrri úrtökunni var einungis riðin forkeppni og fólk reyndi að ná einkunum inn á Landsmót fyrir hönd hestamannafélagsins Harðar. Skráningar voru samtals 56. Dómarar á fyrri úrtöku Harðar 2018 voru:

  • Ólafur Árnason
  • Sveinn Jónsson
  • Valdimar Magnús Ólafsson

Gæðingamót Harðar og seinni úrtaka fyrir Landsmót

Gæðingamótið gekk eins og í sögu enda mótanefndin orðin þaul vön eftir fyrri mót. Gæðingamótið var eftir hefðbundnu sniði og styrkti fyrirtækið Hringdu mótið. Samtals voru 96 skráningar. Á þessu móti kom jafnframt í ljós hverjir færu fyrir hönd Hestamannafélagsins Harðar á Landsmót hestamanna 2018.

Punktamót Harðar

Vegna mikillar eftirspurnar héldum við eitt punktamót með litlum fyrirvara fyrir fólk sem vantaði einkunn inn á Íslandsmót. Mótið gekk eins og smurð vél og voru keppendur almennt ánægðir með mótið. Skráningar voru samtals 47.

Sérstakar þakkir

Mótanefnd vill þakka sérstaklega öllum þeim sjálfboðaliðum sem komu að mótunum. Án þeirra er ekki hægt að halda svona mörg og stór mót sem ganga jafn vel og mót líðandi tímabils hafa gengið.

Einnig viljum við þakka styrktaraðilum kærlega fyrir veittan stuðning.