Reiðhöllin öll lokuð á morgun kl 8-1030
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Sunnudagur, mars 10 2019 18:09
- Skrifað af Sonja
Á morgun, mánudag, milli 8-1030 Er öll reiðhöll lokuð vegna úrtaka Framhaldskólamóts 2019
Á morgun, mánudag, milli 8-1030 Er öll reiðhöll lokuð vegna úrtaka Framhaldskólamóts 2019
Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar sem verða haldnar dagana 7. – 14. júlí 2019 á Íslandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Umsækjendur þurfa að hafa einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilja og geta talað ensku.
Búðirnar eru haldnar í Hestheimum sem er u.þ.b. 100 km frá Reykjavík. Það verður boðið upp á fjölbreytt viðfangsefni og meðal annars farið í útreiðatúra í fallegu umhverfi, rútuferð að sjá Gullfoss og Geysi, heimsókn til Friðheima þar sem ræktaðir eru tómatar og að Efstadal en þar er bændagisting og veitingastaður.
Það sem þátttakendur munu hafa fyrir stafni er t.d:
Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2019 og sótt eru um með því að fylla út þetta umsóknareyðublað. Í umsókninni er beðið um nafn, heimilsfang, kennitölu, símanúmer, hestamannafélag, ljósmynd og stutta frásögn af umsækjanda.
Þátttökugjald er 95.300 kr. og hefur hvert land rétt til að senda tvo þátttakendur en einnig verður biðlisti ef einhver lönd nýta sér ekki þann rétt að senda fulltrúa.
Hlökkum til að heyra frá ykkur
Kær kveðja,
Æskulýðsnefnd LH
https://www.lhhestar.is/is/frettir/auglyst-eftir-umsoknum-a-youth-camp-a-islandi
Sælar félagar!
Gaman fyrir allar að vita:
ÖLL HÖLL ER OPINN í dag frá kl 16! Enginn kennsla :)
Njótið :)
Kæru Harðar félagar, föstudaginn næstkomandi milli 21:00 og 23:00 verða æfingatímar fyrir gæðingafimina í Hrímnis mótaröðinni og verða þeir sem ætla að æfa sig fyrir það í forgang. Biðjum við því fólk sem ætlar að nota reiðhöllina á þessum tíma að sýna tillitsemi:)
Vetrarstarfið er að komast á fullt, flestir búnir að taka inn og dagurinn að lengjast. Árshátíðin tókst mjög vel, góð mæting og hörkustuð. Hlynur Ben spilaði fyrir dansi og var dansgólfið fullt frá fyrstu tónunum. Heldri menn og konur héldu Þorrablót í byrjun febrúar og mættu á annað hundrað manns. Sérstakur gestur var hinn eini sanni Guðni Ágústsson og fór hann á kostum. Ekki frá því að þakið hafi lyfst um nokkra sentimetra af hlátrasköllunum. Verið er að vinna að breyttu deiliskipulagi fyrir hverfið með það í huga að fjölga hesthúsalóðum og verður það kynnt síðar. Einnig er verið að vinna að breyttu deiliskipulagi fyrir Ævintýragarðinn og Tungubakkana og að nýju aðalskipulagi fyrir Mosfellsbæ. Hestamannafélagið mun koma að þeim málum. Vegagerðin er búin að setja undirgöng undir Reykjaveginn á dagskrá og er það vel. Stjórn hestamannaféalgsins er að vinna að framkvæmdaáætlun til næstu 7 ára og mun hún verða lögð fyrir Mosfellsbæ. Framkvæmdaáætlunin mun verða kynnt hér á heimasíðu félagins og þar mun félagsmönnum gefast kostur á að koma góðum hugmyndum að. Búið er að hanna lýsingu í gamla salinn í Harðarbóli og lýkur verkinu vonandi um miðjan næsta mánuð. Stjórn félagsins ákvað að leggja niður beitarnefnd, amk tímabundið. Við ætlum að teikna upp beitarsvæðið og ath með og gera tillögur að breytingum með betri og jafnari nýtingu í huga. Teikningin verður síðan sett inn á heimasíðu félagsins með nöfnum og símanúmerum þeirra sem hafa beitarhólf. Það auðveldar okkur hvað laus hross varðar. Breytingar verða kynntar með góðum fyrirvara. Félagið fékk 2ja milljóna kr styrk frá Samfélagssjóði Kaupfélags Kjalnesinga og verður sá styrkur nýttur í gerð Trek þrautabrautar. Þrautabrautin verður staðsett fyrir neðan hringvöllinn í núverandi beitarhólfi formannsins. Æskulýðsnefndin hefur séð og mun sjá um veitingasölu á mótum vetrarins og hefur það mælst mjög vel fyrir. Mótanefnd starfar af miklum metnaði og var mjög góð aðsókn á Árshátíðarmótið um síðustu helgi.
FULLBÓKAÐ
Áseta knapans er eitt þvi mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og síðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur siður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér einungis á sig og sinn líkama án þess að þurfa að stjórna hestinum. Gerum æfingar bæði á hesti og á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi.
Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar nemandinn hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis. Max 6-8manns.
Nemendur fá hest til afnota.
ATH: ÞETTA ER NÁMSKEIÐ FYRIR LENGRA KOMNA KNAPAR SEM ERU NÚ ÞEGAR MEÐ GRUNNJAFNVÆGI OG ERU TILBÚNAR Í KREFJANDI ÆFINGAR! ÞURFA AÐ GETA HRINGTEYMA HEST (hestarnir kunna vel að láta hringteyma sig
)! MJÖG SKEMMTILEG TÆKIFÆRI AÐ BÆTA ÁSETU OG JAFNVÆGI!
Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 17:00
Dagsetningar:
27. febrúar
13.mars
20.mars
03. april
10. april
17. april
Kennari verður Fredrica Fagerlund
Verð: 13.900 kr
Skráning er opin:
skraning.sportfengur.com
FULLBÓKAÐ
Lögð verður áhersla á ásetu og stjórnum. Form, mýkt, jafnvægi og samspil ábendinga.
Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 20:00
Dagsetningar:
27. febrúar
06. mars
13. mars
20. mars
03. april
10. april
Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: 17.900 kr
Skráning á skraning.sportfengur.com
Finnst þér þú vera óörugg á hesti? Hefur þér stundum langað að sleppa því að fara á bak, gera það frekar á morgun? Viltu bæta kjarkinn og byggja upp gott samband við hestinn þinn stig af stig með hjálp af fagmanni?
Þá er þetta námskeið fyrir þig!
Stundum þarf bara smá hjálp að koma sér (aftur) af stað og það er ekkert að því!
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
6 skipti á miðvikudögum Kl 19-20
Dagsetningar:
27. Feb
06. Mars
13. Mars
20. Mars
03. April
10. April
Verð 17500ISK
Skráning: skraning.sportfengur.com
Lögð verður áhersla á ásetu og stjórnum. Form, mýkt, jafnvægi og samspil ábendinga.
Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 20:00
Dagsetningar:
27. febrúar
06. mars
13. mars
20. mars
03. april
10. april
Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: 17.900 kr
Skráning á skraning.sportfengur.com