Leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk

FEIF og LH auglýsa eftir þátttekendum á þriðja leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið veður haldið 9-11. nóvember í TM-reiðhöllinni í Reykjavík og húsakynnum Eldhesta við Hveragerði.

FEIF vill hvetja ungt fólk áfram því þau eru leiðtogar framtíðarinnar. Með það að leiðarljósi hefur æskulýðsnefnd FEIF sett saman röð námskeiða þar sem kenndar eru leiðir til að efla leiðtogahæfni i samskiptum við bæði hesta og menn.

Námskeiðið er bæði fræðilegt og verklegt en þátttakendur þurfa ekki að koma með hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda er 35 manns í heild.

 

Nánari upplýsingar:

 

https://www.lhhestar.is/is/frettir/leidtoganamskeid-feif-fyrir-ungt-folk-1

Viljum minna á Hjólakeppnina sem fer fram í kvöld 23.8. á Fellahringnum!

Varðandi Hjólakeppnina 23 Ágúst Kl 19-22 Fellahringur

Þetta eru tveir hringir sem verða hjólaðir líkt og í fyrra og er stór hluti þeirra sama leiðin 
en þeir kvíslast í Mosfellsdalnum eftir að undir brúna er komið famarlega í Dalnum.


Viðburðurinn mun starta klukkan 19:00 frá Íþróttamiðstöðinni að Varmá og eru hröðustu keppendur em 1 klst að fara Stóra hringinn en rúmar 2 klst þeir hægari.


Litli hringurinn er fljótfarnari en lokakaflar beggja hringjann ligjja á sömu leið þannig að við 
gerum ráð fyrir að síðustu keppendur verða búnir eigi síðar en 21:30.


Hér í veiðhengi eru myndir af ferlum á Google Earth af þeim.

39287897_2185456254828904_880338957034848256_o.jpg39454099_2185456361495560_5622891619654041600_o.jpg

Hugum að viðskilnaði beitarhólfa

Sumri tekur að halla og senn líður að lokum beitartímans. Rétt er að minna á að samkvæmt reglum er randbeit ekki leyfð eftir 20. ágúst. Tímabært er fyrir alla þá er leigja beit hjá félaginu að huga að viðeigandi viðskilnaði beitarhólfanna þannig að þau fái í það minnsta 3 í einkunn við úttekt fulltrúa Langræðslunnar sem tekur út hólfin eftir 10. september sem er lok beitartímans. Enn eru 20 dagar eftir af beitartíma og er góður möguleiki fyrir þá sem eru með mikið bitin hólf að fjarlægja hrossin af stykkjunum þannig að hólfin fái tíma til að spretta örlítið fyrir úttekt og með því hægt að tryggja viðunandi einkunn. Einkunnaskalinn er frá einkunn 0 sem þýðir óbitið og niður í 5 sem þýðir mikla ofbeit og hólfið auk þess troðið og traðkað og farið að láta á sjá. Einkunn 3 þýðir að hólfið sé fullnýtt og viðskilnaður viðunandi.

Á það skal minnt að þeir sem fá einkunn 4 eða lægra þrjú ár í röð fá ekki úthlutað beit fjórða árið.

Þá er rétt að geta þess að enn hafa nokkrir (ekki margir) trassað að greiða fyrir beitina. Vill beitarnefndin hvetja þá að gera skil hið fyrsta. Minnt skal á að hafi greiðsla ekki borist fyrir 10. september fær viðkomandi ekki hólfi úthlutað að ári. Gaumgæfið því vel hvort nokkuð hafi gleymst að borga fyrir beitina!

Litið verður yfir hólfin á næstu dögum og þá væntanlega haft samband við þá sem þurfa að fjarlægja hrossin.

Með bestu kveðjum

Beitarnefnd 

Flugeldasýning

 

verður við Miðbæjartorgið laugardaginn 25. ágúst að loknum stórtónleikum.  Ekki hrossavænn atburður, ef þið viljið gera einhverjar ráðstafanir með hrossin ykkar.

stjórnin

Þátttaka í bæjarhátíð

Hestamannafélagið Hörður hefur undanfarin ár tekið þátt í bæjarhátíðinni Í túninu heima.  M.a. leitt skrúðgönguna frá Miðbæjartorgi niður í Álfosskvos.

Þau sem vilja taka þátt, vinsamlega hafið samband við Thelmu Rut This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Gott að það mæti fólk á öllum aldri og af báðum kynjum.

Stjórnin

ÁRIÐANDI TILKYNNING!!!

 
Allar kerrur af efra stæðinu
Framkvæmdum við kerrustæðið er að ljúka. Eftir er að merkja stæðin og gera leigusamninga við félagsmenn. Stæðin verða eingöngu ætluð fyrir hestakerrur.
 
Næsta framkvæmd er planið norðan reiðhallarinnar. Því þarf að losa allar kerrur sem fyrst. Þar sem að hitt svæðið er ekki tilbúið, verðum við að koma kerrunum fyrir á öðrum svæðum, td í Naflanum, við þulargáminn ofan við hringvöllinn (ekki samt of nálægt Harðarbóli), á rúllubaggastæðinu vestan við gamla hringvöllinn. Vonandi verða framkvæmdunum lokið á báðum stæðunum eftir verslunarmannahelgi.
 
En, allar kerrur af reiðhallarstæðinu sem fyrst.
 
Stjórnin

Púnktamót Harðar 2018

Vegna mikillar eftirspurnar hefur mótanefnd Harðar ákveðið að halda punktamót fyrir Íslandsmótið. Skráning á mótið er hafin inn á sportfeng og stendur til miðnættis miðvikudagsins 11.júlí. Mótið hefst klukkan 18:00 fimmtudaginn 12.júlí.
Skráningarfrestur á Íslandsmótið hefur verið framlengdur til miðnættis 12. júlí svo nú er síðasti séns að ná tölum fyrir mótið.
Greinar sem boðið verður upp á er fjórgangur, fimmgangur, tölt og slaktaumatölt.
Engin úrslit verða á mótinu og aðeins verður einn flokkur í hverri grein. Inn á viðburðinum verða birtar fleiri upplýsingar. Hlökkum til að sjá ykkur!

Að loknu Landsmóti

Landsmótið tókst mjög vel.  Skipulag, vellir, aðstaða og stjórnun til fyrirmyndar.  Hestakosturinn algjör veisla.  Hörður átti nokkra þátttakendur á mótinu og stóðu þeir sig vel.  Það þarf mikinn aga og mikla vinnu til að ná inn á landsmót. 

Í Barnaflokki lenti Oddur Arason í 5. sæti og Egill Rúnarsson í því 13.  Í Unglingaflokki tók Benedikt Ólafsson sig til og varð Landsmótsmeistari.  Frábær árangur.  Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir var valin knapi mótsins og hlaut FT fjöðrina.  Hún hlaut einnig isibelss verðlaunin, en þau eru veitt þeim knapa sem sýnir einstaka reiðmennsku og fáguð samskipti við hestinn. Reynir Pálmason og Skemill náðu 3ja sæti í 150 m skeiði á tímanum 14,22.

 

Myndir eru frá vef LH.

 

Stjórnin

 

image001.jpgimage002.jpgimage003.jpgimage005.jpg