Reiðhöll

Næstu daga verður hitakerfi sett upp í reiðhöllinni.  Höllinni verður ekki lokað, enúast má við nokkru raski og er félagsmenn beðnir um að sýna þolinmæði og skilning. 

Stjórnin

Landsmót 2018 Unglingaflokkur og Ungmennaflokkur

 
Í gær fóru fram milliriðlar i unglingaflokki og áttum við Harðarfélagar þrjá fulltrúa i riðlinum. Benedikt Ólafsson á Biskupi frá Ólafshaga sýndu glæsileg tilþrif í brautinni og hlutu 8,51 og tryggði það þeim 4.sæti í A úrslitum á sunnudag. Sigrún Högna Tómasdóttir á Takti frá Torfunesi og Rakel Ösp Gylfadóttir á Óskadís frá Hrísdal komust ekki áfram að þessu sinni og hafa þvi lokið keppni á Landsmóti.
Milliriðlar í ungmennaflokki fóru fram í morgun, þar spreyttu sig Erna Jökulsdóttir á Tinna frá Laugabóli og Thelma Dögg Tómasdóttir á Mörtu frá Húsavík. Erna og Tinni voru rétt utan við úrslit en Thelma og Marta stóðu sig frábærlega og hlutu 8,46 og ríða B úrslit á laugardag.
Milliriðlar í A flokki fara fram seinni partinn í dag, þar fer Reynir Örn Pálmason með Laxnes frá Lambanesi i brautina og verður spennandi að fylgjast með þeim félögum.
Hvetjum við Harðarfélaga til að mæta i brekkuna að hvetja okkar fólk til dáða. Unga fólkið okkar i Herði hefur sannarlega stimplað sig inn á þessu Landsmóti.
Áfram Hörður.

Landsmót 2018

Nú er Landsmót 2018 í Víðidal í fullum gangi og forkeppni í gæðingagreinum lokið.

Gaman hefur verið að fylgjast með þessum fyrstu dögum mótsins en sýningarnar hafa verið skemmtilegar og hestakosturinn frábær.

Í gær fór fram milliriðill í barnaflokki og vorum við þar með tvo fulltrúa fyrir Hörð. Þeir gerðu sér lítið fyrir og náðu sér sæti í A- og B- úrslitum. Oddur Carl Arason og Hrafnagaldur frá Hvítárholti tryggðu sér 3. sæti inn í A-úrslit með 8,58 og þau Egill Ari Rúnarsson og Fjóla frá Árbæ tryggðu sér sæti í B-úrslitum með 8,48. Þvílíkt glæsilegar sýningar hjá þeim og við Harðarfélagar getum verið mjög stolt af þessum ungu og efnilegu knöpum okkar.

Í dag er svo milliriðlar í Unglingaflokki en þar keppa þrjú pör fyrir hönd Harðar. Það eru þau Sigrún Högna Tómasdóttir og Taktur frá Torfunesi, Benedikt Ólafsson og Biskup frá Ólafshaga og Rakel Ösp Gylfadóttir og Óskadís frá Hrísdal. Einnig fer fram milliriðill í B-Flokk í dag enn við erum ekki með fulltrúa þar að þessu sinni.

Á morgun fara fram milliriðlar í Ungmennaflokk og erum við þar með tvo fulltrúa fyrir Hörð. Það eru þau Erna Jökulsdóttir og Tinni frá Laugabóli og Thelma Dögg Tómasdóttir og Marta frá Húsavík.
Reynir Örn Pálmason og Laxnes frá Lambanesi riðu sig svo glæsilega upp í milliriðlana A-Flokks sem fara fram eftir hádegi á morgun.

Fyrstu tveir sprettir í 250m og 150m skeiðinu kláraðust í gærkvöldi en þar tók þátt Harðarmaðurinn Reynir Örn með hestinm Skemil frá Dalvík í 150m skeiði. Skemill lá báða sprettina en betri tími hans var 14.44 sek. Sprettir þrjú og fjögur verða svo á föstudaginn kl 16:15.

Við erum rosalega stolt af öllum knöpum og hestum sem voru fyrir okkar hönd á Landsmót þetta árið. Vel búnir hestar og flott reiðmennska einkenndi sýningarnar og þið getið öll verið ánægð með ykkar frammistöðu!

Við óskum okkar fólki sem komst áfram góðs gengis, við munum fylgjast spennt með ykkur!36587767_10216714405198383_7322883020220792832_n.jpg

Landsmót

Mætum á Landsmæot og styðjum okkar fólk. 
Fimmtudag, Hópreið Harðarfélaga frá Naflanum, hnakkur kl 16.30. Lending í Víðidal ca 18.00. Setningarathöfn mótsins kl 19.30. Aðeins 3 knapar frá hverju félagi mega taka þátt í þeirri reið. Ekki verður tekið frá tjaldsvæði fyrir Harðarfélaga og ekki verið mikil stemming fyrir sameiginlegu grilli. Verði breyting þar á, verður það auglýst sérstaklega.


Stjórnin

Frá formanni

Frá formanni

Flestir eru búinir að sleppa sínum hrossum í sumarbeit og því minni umferð í hverfinu.  Okkar fulltrúar eru þó á fullu að undirbúa sig undir Landsmótið.  Eftir mótið munum verður farið í framkvæmdir í reiðhöllinni og verður henni lokað einhverja daga.  Nánar auglýst síðar.

Hafinn er frágangsvinna við kerrustæðið og hugmyndin er að merkja og leigja út stæði.  Þannig væri hægt að ganga að „sínu“ stæði. 

Á laugardaginn stendur hestaleigan á Laxnesi fyrir þolreið frá reiðhöll Harðar á landsmótssvæðið í Víðdal.  Að sögn þeirra sem til þekkja er mjög gaman að taka þátt í slíkri keppni.  Þolreiðarkeppni er mjög vinsæl erlendis.  Um að gera að vera með – góður reiðtúr - 15 km. 

Félaginu barst ábending um að efni sem borið var á hluta Tungubakkahringsins, væri ónothæft sem yfirborðsefni.  Þessi vegarkafli verður lagfærður næstu daga.  Takk fyrir ábendinguna.

Sjáumst hress á landsmótinu.

Fósturfjölskyldur óskast

Kæru félagar,

AFS skiptinemasamtökin höfðu samband við okkur og báðu okkur að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri innan okkar vébanda. Samtökin leita hátt og lágt af fósturfjölskyldum fyrir nema sína sem koma til landsins í lok ágúst. Um er að ræða ungmenni á aldrinum 15-18 ára sem vantar heimili annað hvort í nokkra mánuði (3-5 mánuði) eða eitt skólaár (10 mánuði). 

Þessum hestastelpum vantar heimili eru: Lisa og Fritzi 

Lisa er 17 ára og kemur frá höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi. Hún opin, jákvæð, hjálpsöm, glaðlynd og skapandi. Henni finnst gaman í skóla og eru uppáhalds fögin hennar stærðfræði, jarðfræði og líffærafræði. Henni finnst líka gaman að blanda saman raungreinum og fagurfræðum. Hún er mikið fyrir hesta og fékk að kynnast íslenska hestinum í ferðalagi til Íslands með móður sinni. Hana langar að læra íslensku og kynnast íslenskri menningu og náttúru.

 Fritzi er 15 ára á árinu og kemur frá Sviss (Fritzi færi í 10. bekk í grunnskóla). Hún er glaðvær, kurteis og traust. Hún hefur gaman af að hlusta á tónlist og teikna. Hún hefur æft píanó í 6 ár og nýtur þess að æfa sig á píanóinu heima fyrir. Ein af ástríðum Fritzi er hestar og þá íslenskir hestar sem hún hefur riðið síðan 2009. Hún byrjaði að fara á hesta þegar hún var 6 ára og tók "Brevet" sem er útreiðapróf árið 2014. Hún fer með systur sinni í útreiðatúra á hverjum sunnudegi. Fritzi er grænmetisæta en segist vilja geta borðað kjöt og fisk á meðan á dvöl hennar stendur á Íslandi. Fritzi er sjálfstæð og og er vön að hugsa um sig sjálf.

Á þessari síðu http://www.afs.is/fosturfjolskyldur/ eru allskonar upplýsingar um það hvað er að vera fósturfjölskylda fyrir AFS.

Ef þú og þín fjölskylda hafið áhuga á að skoða þetta betur þá getið þið haft samband við mig í síma 552 5450 eða sent mér tölvupóst tilbaka. Hægt er að byðja um nánari upplýsingar um nemana.

Þolreið – lokaútkall

Þolreið – lokaútkall

Síðustu forvöð að skrá sig í þessa skemmtilegu reið.  Þolreið hentar íslenska hestinum vel og vegalengdin er ekki meiri en sem nemur góðum reiðtúr!

skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nefndin

Áfram Hörður - Landsmót 2018

A-Flokkur

1 Laxnes frá Lambanesi Reynir Örn Pálmason
2 Hyllir frá Hvítárholti Súsanna Sand Ólafsdóttir
3 Snær frá Keldudal Fredrica Fagerlund
4 Árvakur frá Dallandi Halldór Guðjónsson
5 Stígandi frá Neðra-Ási Elvar Einarsson
6 Losti frá Ekru Halldór Guðjónsson
7 Óskar Þór frá Hvítárholti Súsanna Sand Ólafsdóttir 

1. Varahestur Syneta frá Mosfellsbæ Vera Van Praag Sigaar
2. Varahestur Akkur frá Varmalæk Adolf Snæbjörnsson

B-flokkur 

1 Halla frá Flekkudal Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
2 Hrímnir frá Hvítárholti Ragnheiður Þorvaldsdóttir
3 Stormur frá Yztafelli Fredrica Fagerlund
4 Frjór frá Flekkudal Jessica Elisabeth Westlund
5 Freyja frá Marteinstungu Fredrica Fagerlund
6 Kóróna frá Dallandi Sandra Pétursdotter Jonsson
7 Haustnótt frá Syðra-Skörðugili Ásdís Ósk Elvarsdóttir

1. Varahestur Gestur frá Útnyrðingsstöðum Ragnheiður Samúelsdóttir
2. Varahestur Gloríus frá Litla-Garði Carlien Borburgh

 

Barnaflokkur 

1 Natalía Rán Leonsdóttir Krákur frá Skjálg
2 Oddur Carl Arason Hrafnagaldur frá Hvítárholti
3 Stefán Atli Stefánsson Völsungur frá Skarði
4 Viktor Nökkvi Kjartansson Von frá Eyjarhólum
5 Kristín María Eysteinsdóttir Gjafar frá Norður-Götum
6 Egill Ari Rúnarsson Fjóla frá Árbæ
7 Þorbjörg Gígja Ásgeirsdóttir Stilling frá Bjarnastaðahlíð

 

Unglingaflokkur 

1 Sigrún Högna Tómasdóttir Taktur frá Torfunesi
2 Sara Bjarnadóttir Dýri frá Dallandi
3 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga
4 Aníta Eik Kjartansdóttir Lóðar frá Tóftum
5 Rakel Ösp Gylfadóttir Óskadís frá Hrísdal
6 Kristrún Ragnhildur Bender Salka frá Vindhóli
7 Melkorka Gunnarsdóttir Náma frá Grenstanga 

1. Varahestur Helga Stefánsdóttir Hákon frá Dallandi
2. Varahestur Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir Kvistur frá Strandarhöfði

 

Ungmennaflokkur 

1 Hrafndís Katla Elíasdóttir Stingur frá Koltursey
2 Thelma Dögg Tómasdóttir Marta frá Húsavík
3 Thelma Rut Davíðsdóttir Fálknir frá Ásmundarstöðum
4 Erna Jökulsdóttir Tinni frá Laugabóli
5 Ida Aurora Eklund Kolfreyja frá Dallandi
6 Anton Hugi Kjartansson Arfur frá Eyjarhólum
7 Lara Alexie Ragnarsdóttir Ra frá Marteinstungu

Þolreið - Landsmót

Verið með á landsmótinu, skráið ykkur í þolreiðina. Það geta allir verið með sem eiga hest í sæmilegri þjálfun.  Þetta er ekkert annað en góður reiðtúr frá Víðidal í Laxnes, ca tveir tímar - 15 km, mjög falleg reiðleið. 

Skráning fyrir 28. júní, flott verðlaun og sá sem hreppir fyrsta sætið fær að auki flugmiða á heimsmeistaramótið í Berlin 2019.