Aðalfundur Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum í Mosfellsbæ

Aðalfundur Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum í Mosfellsbæ verður haldinn fimmtudagskvöldið 9. maí 2019 í Harðarbóli. Fundurinn hefst kl: 20:00.
 
Dagskrá aðalfundar:  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.   2. Skýrsla formanns um starfsemi félagsins árið 2018.  3. Endurskoðaður ársreikningur félagsins lagður fram til afgreiðslu.   4. Lagabreytingar.  5. Ákvörðun um félagsgjald.  6. Kosning til stjórnar félagsins.  7. Kosning endurskoðanda.  8. Önnur mál. 
Tillaga að nýrri lagagrein: Lagt er til að nýrri lagagrein verði bætt inní lög félagsins varðandi tilkynningaskyldu hesthúseigenda um eigendaskipti svohljóðandi: 
13. gr.
Hesthúsaeigendum ber að tilkynna eigendaskipti á hesthúsum til félagsins. 
Tillaga að lagabreytingu: Lagt er til að breyta 4. gr. sem er svohljóðandi:  
Félagið er deild innan Hestamannafélagsins Harðar. Stjórn félagsins er skipuð 5 mönnum, þar af einum tilnefndum af stjórn hestamannafélagsins Harðar. Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi. Aðrir í stjórn eru kosnir óhlutbundinni kosningu til 2ja ára í senn. Stjórn skiptir með sér verkum.
4. gr. verði: 
Stjórn félagsins er skipuð fimm félagsmönnum og þar af einum tilnefndum af Hestamannafélaginu Herði. Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi til tveggja ára þannig að tveir gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.
 
Mosfellsbæ mars 2019
    Stjórn Félags hesthúsaeigenda  á Varmárbökkum í Mosfellsbæ