Aðalfundur Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum í Mosfellsbæ
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, apríl 08 2019 12:59
- Skrifað af Sonja
Aðalfundur Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum í Mosfellsbæ verður haldinn fimmtudagskvöldið 9. maí 2019 í Harðarbóli. Fundurinn hefst kl: 20:00.
Dagskrá aðalfundar: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla formanns um starfsemi félagsins árið 2018. 3. Endurskoðaður ársreikningur félagsins lagður fram til afgreiðslu. 4. Lagabreytingar. 5. Ákvörðun um félagsgjald. 6. Kosning til stjórnar félagsins. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Önnur mál.
Tillaga að nýrri lagagrein: Lagt er til að nýrri lagagrein verði bætt inní lög félagsins varðandi tilkynningaskyldu hesthúseigenda um eigendaskipti svohljóðandi:
13. gr.
Hesthúsaeigendum ber að tilkynna eigendaskipti á hesthúsum til félagsins.
Tillaga að lagabreytingu: Lagt er til að breyta 4. gr. sem er svohljóðandi:
Félagið er deild innan Hestamannafélagsins Harðar. Stjórn félagsins er skipuð 5 mönnum, þar af einum tilnefndum af stjórn hestamannafélagsins Harðar. Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi. Aðrir í stjórn eru kosnir óhlutbundinni kosningu til 2ja ára í senn. Stjórn skiptir með sér verkum.
4. gr. verði:
Stjórn félagsins er skipuð fimm félagsmönnum og þar af einum tilnefndum af Hestamannafélaginu Herði. Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi til tveggja ára þannig að tveir gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.
Mosfellsbæ mars 2019
Stjórn Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum í Mosfellsbæ