Veikir hestar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 16 2019 16:57
- Skrifað af Super User
Að undanförnu hafa hestar verið að veikjast í Hafnarfirði, Spretti og fleiri hverfum. Sóttin hefur borist í hverfið okkar og eru nokkrir hestar orðnir veikir. Lýsingin er lystarleysi, slappleiki og hiti. Gott er að mæla hrossið og kalla til dýralækni sem gefur hrossinu sýklalyf o.fl. Sóttin ætti að ganga yfir á 3 – 5 dögum. Hún er smitandi, en erfitt er að koma í veg fyrir smitun. Höfum þetta þó í huga í allri umgengni. Þó er æskilegt að hleypa veikum hrossum út í gerði. Það ætti ekki að saka.
Form.