Félagsfundur – nýtt deiliskipulag

Boðað er til félagsfundar miðvikudaginn 4. september kl 18 í Harðarbóli.  Hulda arkitekt mun kynna fyrir okkur nýtt deiliskipulag.  Ólafur Melsted skipulagsstjóri Mosfellsbæjar verður einnig á fundinum.
Nýja deiliskipulagið skiptist í 3 áfanga, en 1. og 2. áfangi verða til kynningar á fundinum.  Í 1. áfanga er gert ráð fyrir 3 nýjum hesthúsalengjum austast í hverfinu, Trekbraut þar sem núverandi rúllubaggastæði er, ásamt nýrri staðsetningu fyrir rúllubaggastæði.  Í 2. áfanga er gert ráð fyrir þéttingu núverandi hverfis, m.a. með hesthúsi í Naflanum, hesthúsi fyrir neðan neðra hverfið og 2 hesthúsum vestan við hesthúsin við Drífubakka.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér drögin að deiliskipulaginu sem má finna á vef Mosfellsbæjar og mæta á fundinn.

Stjórnin