Ársskýrsla 2018 Félag hesthúsaeigenda
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 14 2019 23:04
- Skrifað af Sonja
Ársskýrsla Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum í Mosfellsbæ 2018
Í stjórn Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum 2018 sátu:
Júlíus Ármann formaður
Þóra A. Sigmundsdóttir gjaldkeri
Björk Magnúsdóttir ritari
Herdís Hjaltadóttir meðstjórnandi
Ragnheiður Traustadóttir tilnefnd af stjórn Harðar
Kjörinn endurskoðandi: Erna Arnardóttir
Tilgangur félagsins er að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna hvað varðar hesthús á svæðinu og stuðla að ýmsum félagslegum umbótum. Í samningi Mosfellsbæjar og Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum frá 5. nóvember 2001 kemur fram að félagið hafi áfram til ársins 2023 réttindi sem lóðarhafi að sameiginlegu svæði hesthúsaeigenda á Varmárbökkum til sameiginlegra þarfa þeirra. Forsenda fyrir úthlutun svæðisins til félagsins er að félagið standi opið öllum hesthúsaeigendum á svæðinu og þeir geti nýtt alla aðstöðu á svæðinu eins og um sameign þeirra sé að ræða á grundvelli hliðstæðra reglna og kveðið er á um í lögum um fjöleignarhús, enda skulu þeir vera félagar í Félagi hesthúsaeigenda. Félagið skuldbindur sig til þess að hafa eftirlit með því að hesthúseigendur fullnægi skilmálum um umgengni og þrifnað í hesthúsahverfinu. Enn fremur að ef félagsmenn verði ekki við tilmælum félagsins um umgengni, skuli félagið leita til bæjarins, sem þá skal beita tiltækum úrræðum til bóta. Gegn þessum skilmálum greiðir félagið ekki lóðarleigu til Mosfellsbæjar. Í lögum félagsins segir að tilgangur þess sé að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna hvað varðar hesthúsin, skipulag og umgengni, þannig að snyrtimennska og menningarbragur ráði þar ríkjum á öllum sviðum. Enn fremur að stuðla að ýmsum félagslegum umbótum, s.s. bað- og sjúkraaðstöðu fyrir hross félagsmanna, lýsingu svæðisins, lagfæringar á bíl- og reiðvegum og annað sem félagsmenn telja nauðsynlegt til uppbyggingar svæðisins.
Haldnir voru þrír stjórnarfundir á starfsárinu og voru störf stjórnar með hefðbundnu sniði. Stjórnin fór í vettvangsferð um hesthúsahverfið og unnið var að viðhaldi á hringgerðum og snyrtingu á trjágróðri á svæðinu. Þá sátu stjórnarmenn stefnumótafund sem Hestamannafélagið hélt í apríl þar sem fjallað var um skipulags- og umhverfismál og innra starf félagsins. Farið var yfir hesthúseigendaskrá vegna innheimtu félagsgjalda fyrir árið 2019 í samræmi við þá ákvörðun að innheimta aðeins eitt gjald fyrir hvert hesthús. Fengin var uppfærð eignaskrá hjá Þjóðskrá Íslands sem innheimtulisti var unnin eftir.
Júlíus Ármann formaður