ÖLL REIÐHÖLL opið eftir 17 í dag
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 18 2020 14:24
- Skrifað af Sonja
...því það datt niður flest kennslá í dag.
...því það datt niður flest kennslá í dag.
ATH ÖLL REIÐHÖLL VERÐUR LOKUÐ ALLAN FIMMTUDAG ÞVÍ ÞAÐ ER VERIÐ AÐ SETJA UPP NÝTT HLJÓÐKERFI!
Kennsla sem er sett 17-19 verður í Blíðubakkahúsinu.
Hlökkum til að fá nýtt hljóðkerfi :)
Við biðjum alla sem eiga aðgang að reiðhöllinni að kynna sér reglur reiðhallirnar! Það er stórt skilti við innganginn sem er hér sett in með mynd.
Mikilvæg aminning:
Þegar höllinn er 1/2 mega bara vera að HÁMARK 6 knapar inní höllinni. Mikið hefur verið kvartað að fólk virði það ekki. Ef einhver er að bíða fyrir framan er þjálfunartíminn max 20min. Og ótrúleg að það þurfi að nefna þetta enn: ef einn bíður fyrir framan til að komast inn því það eru orðinn 6 knapar inni, þá má ekki taka fram úr þeim og fara bara inn.
Við vonum nú að allir geta virt þetta því við viljum helst ekki að þurfa að koma með fleiri reglur/afleiðingarnar ef þetta er ekki virt.
Takið tillit til hvort aðra.
Stjórninn

ATH öll reiðhöll verður lokuð í kvöld kl 19-20 vegna æfing Töltskvisurnar!
Þetta verður bara 1x á mánuði til lok apríl.
Kerrur í reiðhöllina
Veðrið er að ganga niður. Vinsamlegast fjarlægið kerrurnar úr höllina fyrir kl 15:00.
Eigið góðan dag :)
Gæðingafimi LH
Á síðasta landsþingi LH á Akureyri var samþykkt að LH yrði leiðandi í því að gera gæðingafimi að fullgildri keppnisgrein í lögum og reglum sambandsins og gert að skipa starfshóp til þess verks. Stjórn LH skipaði starfshóp með fulltrúum þeirra aðila sem greinargerðin með samþykktinni lagði til. Hópinn skipa Hulda Gústafsdóttir fulltrúi keppnisnefndar LH, Súsanna Sand Ólafsdóttir fulltrúi FT, Mette Mannseth fulltrúi Hólaskóla, Sigurður Ævarsson fulltrúi HÍDÍ, Erlendur Árnason fulltrúi GDLH. Stjórn bætti svo í hópinn, Ísólfi Líndal, Heklu Katharínu Kristinsdóttur, Guðmundi Björgvinssyni, Viðari Ingólfsyni og Hjörnýju Snorradóttur starfsmanni LH sem var falið að leiða hópinn.
Hópurinn var mjög metnaðarfullur og áhugasamur um verkefnið. Afrakstur vinnunnar eru drög að nýrri reglugerð um gæðingafimi sem ætlunin er að bera undir Landsþing LH í haust til samþykktar. Hópurinn vonast til þess að keppt verði eftir þessum reglum í gæðingafimi á þessu keppnistímabili og að sem flest hestamannafélög haldi slík mót. Ekki síst vegna þess að mikilvægt er að það komi reynsla á reglurnar til þess að geta borið undir þingið eins mótaða reglugerð og mögulegt er.
Opin kynningarfundur verður auglýstur síðar
LH
Hestakerrur í reiðhöllina
Vegna slæmrar veðurspár á morgun föstudaginn 14. febrúar, stendur hestakerrueigendum til boða að koma með hestakerrur sínar inn í Reiðhöllina frá kl.1730 í kvöld til kl 14 á morgun. Ef veður verður ekki gengið niður þá, munum við framlengja tímann.
Þið sem viljið nýta ykkur þetta, þurfið að fylgjast með tilkynningum á heima- og/eða facebook síðu félagsins.
Það er mjög áríðandi að kerrunar séu fjarlægðar á auglýstum tíma, því reiðhöllin er mjög bókuð.
Stjórnin

Helgina 22- 23 Feb.
Staðsetning Reiðhöll Hörður
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
5 tímar 1 bóklegur og 4 verklegir.
Laugardagur: 7 games eftir Pat Parelli. Sunnudagur: Smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi. Aldurstakmark 12 ára.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt.
Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreitni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku, JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.
Lágmarksfjöldi á námskeiðinu er 8 manns – max 12 manns.
Verð 12000 isk.
Skráning: skraning.sportfengur.com

Efnagreiningu á ferðinni á morgun, laugard
Ég verð í Hesthúsinu hjá Ingimar Sveinssyni að taka á móti heysýnum kl.
16 til 16:30 á morgun laugardaginn 25. janúar. Endilega hafið samband ef þið vitið ekki hvar hesthúsið er í minn síma 6612629 (á eftir að kanna hvað gata og nr það er). Við bjóðum uppá heyefnagreiningar við ykkar hæfi!
Takið lítinn visk á 3-4 stöðum í rúllinni og setjið í innkaupapoka (100-200gr af heyinu) fer eftir þurrkstigi. Miði í pokann eða límbdur utan á poka með, merktur eiganda, nafn, kt og tölvupóstfang. .
Verð fyrir minni greiningu: Meltanleiki, prótein, NDF og FE, án stein- og snefilefna 4209.- Stærri greining við bætast stein- og snefilefni kostar 8471.- Kr. Útreikningar á heygjöf á dag miðað við ykkar hey á niðurstöðublaði.
Verð eru án vsk. 10% afsláttur í jan og feb fyrir hestamenn
Hér á eftir er tengill með sýnishorni á niðurstöðublaði og einnig allar upplýsingar um verð, sýnatöku og pökkun:
http://efnagreining.is/wp-content/uploads/2019/01/P%C3%B6ntun-426-H%C3%BAs-Helganna-ehf-Efnagreining-ehf_-2.pdf
Elísabet Axelsdóttir