Aðgengi að hlöðudyrum

Aðgengi að hlöðudyrum

 

Í deiliskipulagi fyrir hesthúsasvæðið sem samþykkt var í bæjarstjórn 30. mars 2016 kemur fram í greinagerð 4.2.2 bls 11:

 

„Kvöð er á um 4 m breitt aksturssvæði til að tryggja aðgengi fyrir heyflutning o.þ.h. við aftanverð hesthúsin.  Þar sem þessi aksturskvöð lendir á lofunargerði nágrannalóðar er ekki heimild að hafa umgangsdyr á viðkomandi húshlið, heldur eingöngu hlöðudyr“.

 

Þeir hesthúsaeigendur sem eiga gerði að næsta hesthúsi, ber því skylda til að hafa slíkt aðgengi.

Stjórnin