Reiðhöll og lyklar

Reiðhallarlyklar


Eðlileg umræða hefur verið um hvort að hluti lyklagjalds verði endurgreiddur vegna lokun reiðhallarinnar.  Á þessari stundu liggur ekki fyrir hve lengi lokunin varir og því ekki tímabært að taka neinar ákvaðranir um endurgreiðslur.  Samkomubannið mun haafa umtalsverð fjárhagsleg áhrif á tekjur félgsins.  Vinsælasti leigutími Harðarbóls er vorið, en engar veislur verða þar í bráð.  Sama á við um tekjur vegna einkakennslu og námskeiða í reiðhöll félagsins, en fastur kostnaður minnkar nánast ekki neitt.  Áfram þurfum við að nota rafmagn og hita o.þ.h.

Lyklagjaldið stendur aðeins undir litlum hluta í kostnaði reiðhallarinnar.  Þrátt fyrir stöðuna, er ætlunin að koma upp vatnsúðunarkerfi í reiðhöllinni og gera hana þannig enn betri fyrir notendur hallarinnar.

Stjórn félagsins mun taka málið fyrir þegar sér fyrir endann á lokuninni.