Öllum námskeiðum og einkatímum í reiðhölli félagsins frestað um óákveðinn tíma.

Öllum námskeiðum og einkatímum í reiðhölli félagsins frestað um óákveðinn tíma.

 

Í ljósi tilmæla frá sóttvarnarlækni og formanni ÍSÍ, hefur stjórn félagsins tekið ákvörðun um fresta allri skipulagðri starfsemi í reiðhöll félagsins.  Reiðhöllin verður opinn félagsmönnum til æfinga, en gæta skal að fyrirmælum um fjarlægð á milli knapa.  Áhorfendur eru bannaðir og ekki skulu vera fleiri inni í reiðhöllinni en 20 manns í einu.  Séu 20 knapar í höllinni, skulu aðrir bíða fyrir utan höllina, EKKI í fordyri hallarinnar.

Næstu daga munum við vera í sambandi við LH, ÍSÍ og hin hestamannafélögin á Höfuðborgarsvæðinu og samræma aðgerðir.  Það má geta þess að reiðhöllinni á Akureyri hefur verið lokað, en það viljum við forðast í lengstu lög.

Notum skynsemina og vináttuviljann, við viljum hvorki smitast né smita aðra.  Munum að við erum öll almannavarnir.

Stjórnin