Skráning frostmarka og annarra marka

Undirritaður sendi öllum markaeigendum bréf snemma í desember, þar með eigendum frostmarka og eyrnamarka fyrir hross, með upplýsingum um skráningu þeirra í markaskrá fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar sem kemur út lögum samkvæmt sumarið 2020. Á þessu svæði er nú skráð samtals 165 frostmörk, mest á höfuðborgarsvæðinu, en eyrnamörk fyrir hross eru fá. Frostmörkin eru annað hvort á hálsi eða baki, aðallega samsett úr tölustöfum og bókstöfum, en einnig er nokkuð af myndum (lógó).

Hafa skal í huga að mörk sem ekki eru skráð núna falla niður, einnig í Landsmarkaskrá.

Frestur til að skila mörkum til skráningar er runninn út og hafa aðeins 20% af frostmörkunum skilað sér til mín. Skilafresturinn hefur verið framlengdur til 1.febrúar n.k. og kæmi sér vel ef þið gætuð sett stutta tilkynningu á heimasíðu ykkar. Hafi bréfin sem ég sendi í desember ekki borist, eða þau týnst í pósti, má hafa samband við mig í síma 841-1346 eða í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og get ég þá leiðbeint um skráninguna og greiðslu fyrir hana. Ekki þarf að tilkynna þau mörk sem eiga að falla niður, ég strika þau hreinlega út að loknum skráningarfresti.

 

Ólafur R. Dýrmundsson,

markavörður fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar