COVID-19

Í ljósi þess að almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna COVID-19 veirunnar, viljum biðja félagsmenn að sýna þolinmæði, en einnig að taka tillit hvor til annars.  Í reiðhöllinni, hvort sem er á námskeiðum eða í æfingum, að halda ákveðinni fjarlægð á milli manna, að fólk í sóttkví noti ekki reiðhöllina og fer eftir reglum landlæknis og það sama gildir um heimilisfólk þeirra sem eru í einangrun vegna veirusmits.

Með samvinnu komumst við í gegnum þessa erfiðu tíma og gleymum ekki að brosa.

Stjórnin