Tveggja daga námskeið með Hinrik Sigurðssyni reiðkennara fyrir Fræðslunefnd Harðar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, mars 18 2020 22:00
- Skrifað af Sonja
9. og 10. apríl næstkomandi (skírdagur og föstudagurinn langi) verður einkatímanámskeið sem Hinrik Sigurðsson reiðkennari mun kenna. Námskeiðið er sett upp sem einkatímar, 30 mínútur hver. Tveir tímar hvor dag og spjall/bókleg í hádeginu fyrri daginn. Fólki er velkomið að (og má gjarnan) fylgjast með öðrum nemendum á námskeiðinu en hafa bara gildandi reglur varðandi umgengni fólks í huga.
Farið verður í það sem hver og einn vill með sinn hest, staðan metin og markmið sett fyrir framhald í þjálfun, hvert svo sem takmarkið er. Námskeiðið er ætlað fullorðnum (ungmenni og unglingar velkomnir ef pláss leyfir - hafið samband þá í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og er kennt frá 8 á morgni til 17 síðdegis báða dagana, tímar eru festir fyrirfram.
Námskeiðið kostar 30000 á mann, 8 manns komast að og skráning er í gegnum Sportfeng.