Fáksreið

Kæru félagar,

Næstkomandi laugardag, 11. maí, ætlum við félagsmenn að vísitera félaga okkar í hestamannafélagi Fáks, eins og gert hefur verið í mörg ár og þiggja af þeim veitingar á sanngjörnu verði.

Lagt verður af stað frá “Naflanum” kl 13:00. Farið verður á misjöfnum hraða yfir Hólmsheiði og áð 2-3 á leiðinni. Eftir kaffi er “ströndin” riðin heim og áð 2-3 á leiðinni.

Veðurspáin er bara alltaf dásamleg þegar við erum á yfirferð og vonum að sem flestir mæti.
Þessi viðburður má ekki leggjast af.

Með sólarkveðju,

Ferðanefnd