Fjarnám í þjálfaramenntun

Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs hefst þri. 18. júní nk.  Þetta er kjörið fyrir þá sem hafa lokið knapamerkjunum og eða eru að taka knapamerkin en það er sérnámshlutinn sem LH viðurkennir.

Endilega hvetjið ykkar félagsmenn til þátttöku í þessu vinsæla námi sem er í takt við áherslur íþróttahreyfingarinnar um menntun íþróttaþjálfara.  

Það að hafa fleiri þjálfara/reiðkennara eða aðstoðarmenn reiðkennara í reiðskólum og aðstoðarmenn á tamningastöðvum með þessa menntun er t.d. meiri möguleiki á að geta fengið þær styrkveitingar sem sótt er um t.d. dæmist til sveitarfélaga en þar er horft til menntunar starfsmanna í þeim verkefnum sem sótt er um fyrir. Meiri menntun starfsmanna/aðstoðarmanna í reiðskólum og tamningastöðvum stuðlar að meiri fagmennsku í greininni.

Sjá í viðhengi auglýsingu fyrir sumarfjarnámið og hér eru nánari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/

Landsamband hestamannafélaga