Hesthúsalóðir – breyting á deiliskipulagi

 

Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 6. mars var tekin fyrir tillaga að breyttu deiliskipulagi og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.  Tillagan fólst í því að fela skipulagsstjóra bæjarins að auglýsa fyrstu 3 áfanga deiliskipulagsins.  Málið á sér nokkuð langan aðdraganda, en það er mat stjórnar félagsins að fjölga þurfi lóðum undir hesthús hér á Varmárbökkum. Ákveðið var að hafa húsin heldur fleiri en færri, svo ekki þurfi að breyta deiliskipulagi aftur næstu 10 – 15 árin.  Ekki er víst að öllum þeim lóðum sem eru á deiliskipulaginu verði úthlutað og t.d. flestar lóðirnar eru á „Sorpusvæðinu“ og eðli máls samkvæmt verður sá hluti deiliskipulagsins ekki auglýstur fyrr en Sorpa flytur.  Hvenær það verður liggur ekki fyrir, en væntanlega verður það innan fárra ára.  Fyrri hugmynd um uppbyggingu nýs hverfis upp í dal eða annarsstaðar, eru góðra gjalda verðar, en uppbygging á nýju svæði krefst annarrar reiðhallar, annars hringvallar ex.ex.  Á þessu stigi er erfitt að segja til um hvenær nýjar lóðir verða auglýstar, en það gæti orðið í sumar eða næsta haust.

 

7.9. 201809062 - Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi

Á 469. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur formanni nefndar og skipulagsfulltrúa að ræða við stjórn hestamannafélagsins." Haldnir hafa verið fundir. Lögð fram hugmynd að breytingu á svæðinu.

Niðurstaða 479. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir áfanga 1, 2 og 3.