Hrímnis Mótaröð 2019

Á komandi keppnistímabili mun mótanefnd hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ standa fyrir Hrímnis mótaröð. Mótaröðin er einstaklingskeppni og verður opin öllum en keppt verður í þremur greinum: gæðingafimi, fjórgang og fimmgang. Mótaröðin verður á miðvikudagskvöldum klukkan 18:00 og eru dagsetningarnar eftirfarandi:

6.mars – Gæðingafimi
27.mars – Fjórgangur
27.apríl – Fimmgangur

Undirbúningur fyrir mótin mun hefjast klukkan 17:00 þessa daga og er þá öll höllin frátekin og kennsla ekki áætlað á þessum dagsetningum.

Endilega takið daganna frá!
Hrimnir logo.jpg