Frá formanni
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Fimmtudagur, júní 28 2018 12:04
- Skrifað af Sonja
Frá formanni
Flestir eru búinir að sleppa sínum hrossum í sumarbeit og því minni umferð í hverfinu. Okkar fulltrúar eru þó á fullu að undirbúa sig undir Landsmótið. Eftir mótið munum verður farið í framkvæmdir í reiðhöllinni og verður henni lokað einhverja daga. Nánar auglýst síðar.
Hafinn er frágangsvinna við kerrustæðið og hugmyndin er að merkja og leigja út stæði. Þannig væri hægt að ganga að „sínu“ stæði.
Á laugardaginn stendur hestaleigan á Laxnesi fyrir þolreið frá reiðhöll Harðar á landsmótssvæðið í Víðdal. Að sögn þeirra sem til þekkja er mjög gaman að taka þátt í slíkri keppni. Þolreiðarkeppni er mjög vinsæl erlendis. Um að gera að vera með – góður reiðtúr - 15 km.
Félaginu barst ábending um að efni sem borið var á hluta Tungubakkahringsins, væri ónothæft sem yfirborðsefni. Þessi vegarkafli verður lagfærður næstu daga. Takk fyrir ábendinguna.
Sjáumst hress á landsmótinu.