Frá Formanni

Atvinnustarfsemi á Harðarsvæðinu

Í sívaxandi mæli hafa aukist kröfur okkar hestamanna um ýmsa þjónustu tengda sportinu.  Þar á meðal er flutningur á hrossum, ýmist á eigin kerrum eða með hestaflutningabílum.  Kerrustæðið fyrir norðan reiðhöllina var nýlega stækkað, en til þess að koma „atvinnu“kerrunum fyrir, þyrftum við að stækka það enn frekar.  Það kostar peninga og spurning um hver borgar.  Í bígerð er að ganga betur frá og afmarka kerrustæðin og leigja þau síðan út.  Þannig gæti leigutaki alltaf gengið að sínu kerrustæði.  Óformlegt mat er að þarna gæti verið stæði fyrir allt að 50 kerrur.

Sama gildir um rúllur og bagga, en heysalar hafa sumir verið með birgðir á svæðinu og reyndar líka utan þess svæðis sem hestamannafélagið hefur til umráða.  „Gamla“ svæðið við austurenda hverfisins var utan við félagssvæði Harðar og auk þess á verndarsvæði Varmár.  Mosfellsbær bað okkur því um að fjarlægja rúllurnar og til bráðabirgða fundum við nýjan stað vestan við gamla hringvöllinn.  Vegna kvartana gerði bærinn einnig athugasemdir við þá staðsetningu, en sú staðsetning var þó innan okkar svæðis.  Hugmynd stjórnarinnar var að prófa þetta svæði og ef vel reyndist að loka því af með mön allan hringinn og gróðursetja í mönina.  Leyfa ekki baggastæður sem væru hærri en sem möninni næmi.  Loka síðan svæðið af með hliði og leigja út stæði fyrir heybirgja.  Leigan stæði undir kostnaði við svæðið.  Það verður síðan alltaf sú lágmarkskrafa gerð að þeir sem nýta stæðið gangi vel um og hirði upp plast og annað rusl. 

Svo er það hin hliðin.  Á hestamannafélagið að þurfa að bjóða upp á aðstöðu fyrir atvinnurekstur.  Í rauninni er stórt spurt, því ef allir þeir sem þjónusta okkur með hestaflutninga, heysölu og tæmingu á skítaþróm, þyrftu og fengju aðstöðu fyrir birgðir og tæki, væri lítið pláss eftir fyrir annað.

Nk laugardag frá kl 9 – 13. verður stefnumótunarfundur okkar Harðarmanna í Harðarbóli. Þar gefst öllum félagsmönnum tækifæri á að láta rödd sína og skoðun hljóma.  Hvet ég alla félagsmenn til að mæta á fundinn.

kv

HákonH

Stefnumótun Harðar

Takið daginn frá

Kæru Harðarfélagar

Laugardaginn 14. apríl nk ætlum við að móta stefnu hestamannafélagsins Harðar til næstu ára.  Runólfur Smári Steinþórsson prófessor og hestamaður ætlar að leiða stefnumótunina.

Hvar og hvernig sjáum við hestamannafélagið Hörð á næstu 20 árum?

 Við ætlum að leggja áherslu á þrjá þætti:

  1. Skipulagsmál (uppbygging svæðisins og frekari landvinninga)
  2. Umhverfismál (beitarmál, rekstrarmál, samspil byggðar og íbúahverfis, nýjar reiðleiðir o.fl.)
  3. Innra starf félagsins (fyrirmyndarfélag, kennsla og keppni, upplýsingar o.fl.)

Fundurinn verður í Harðarbóli og byrjar kl 9 og stendur til kl 13.  Fyrst verður stutt kynning á verkefninu, en síðan verður þátttakendum skipt upp í hópa eftir áhuga hvers og eins. 

Að lokum verða umræður hvers hóps kynntar og tillögum vísað til stjórnar til frekari úrvinnslu.

Hvetjum alla Harðarfélaga til að mæta.  Því fleiri sjónarmið - því betra.

Heldri hestamenn og konur bregða á leik

Fyrir um það bil tveimur árum var blásið til leiks á nýjum vettvangi Hestamannafélagsins Harðar þar sem eldri félagar voru boðaðir á samkomu að morgni dags í súpu og myndasýningu. Mæting var vonum framar, á milli 50 og 60 manns og kom glöggt í ljós að mannskapurinn hafði gaman að því að hittast og rifja saman upp liðnar stundir á vettvangi hestamennskunnar. Þótti því full ástæða til að hafa þar framhald á og var þá um vorið efnt til sameiginlegs útreiðartúrs sem endaði með grillveislu í Harðarbóli félagsheimili Harðar.

Síðan hafur félagsskapurinn vaxið og dafnað. Mikið er lagt í samkomurnar með veglegum kvölverði í uppdekkuðum sal. Listamenn, rithöfundar, einsöngvarar og kórar hafa mætt á samkomurnar og miðlað af list sinni. Harmonika, gítar og söngur eru fastir liðir með hæfilegri blöndu af menningu, list og fræðslu. Haustfagnaðir, aðventukvöld, sögukvöld þar sem menn rifja upp góðar sögur af hestamönnum, kvöld sem tileinkuð eru eftirminnilegum hestamönnum sem sett hafa svip hestasamfélagið, myndakvöld þar sem sýndar eru myndir frá fyrri tíð, bókmenntakvöld þar sem rithöfundar kynna verk sín, reiðtúrar og grillveislur.

Nú síðast var boðið upp á hagyrðingakvöld þar sem hinir landskunnu hagyrðingar séra Hjálmar Jónsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Ómar Ragnarsson voru mættir til leiks. Að þessu sinni mættu um eitt hundrað manns á samkomuna. Kom fram í máli formannsins Sigríðar Johnsen að þetta væru lang fjölmennustu samkomur félagsins og ekki einu sinni árshátíð félagsins nái slíkum fjölda hin síðari ár. Það sé því löngu sannað mál að þörfin fyrir þessar samkomur sé ótvíræð. Skemmst er frá því að segja hagyrðingakvöldið tókst með eindæmum vel. Stóðu þremenningarnir vel undir væntingum og gott betur.  

Þá var sá kunni hesta- og fræðimaður Ingimar Sveinsson heiðraðursérstaklega á samkomunni en hann varð níræður nýlega og stundar hestamennsku enn af kappi.

Í dag blandast engum hugur um sem tekið hefur þátt í þessum félagsskap að full þörf hafi verið á að blása til þessa leiks. Spurningin sé hinsvegar sú hvort ekki sé full ástæða fyrir önnur félög að huga að þessum aldurshópi þar sem miðað hefur verið við 60+ hjá Herði. Tekið skal fram að ekki hefur verið nafnskírteinaskylda við innganginn að þessum samkomum en vitað er að borið hefur á því að nokkur „unglömb“ hafi „svindlað“ sér inn á þessa vinsælu mannfagnaði.

 

POLLAR! POLLAR! POLLAR!

Pollanámskeið – teymdir og ekki teymdir 6 skipti

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.

Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Dagsetningar Mánudaga kl 17-1730 byrjar 9. April
Kennt einu sinni í viku í hálftíma
Skraning á skraning.sportfengur.is - Skráningafrestur er laugardagur 7.April.

Verð: 2.000 kr

Reiðhallarlyklar og Bókun Reiðhöll - lokuð skriftstofu

Kæru félagar

Ég verð í frí frá því næstu viku og kem aftur 6.April.
Ef einhver vill fá reiðhallarlykill eða bóka höllina í þessari tíma (páskar), þá bið ég ykkur um að hafa samband við mig í þessari viku.

Kærar þakkir
Sonja Noack
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Frá formanni

Hættuleg drulluslökk hafa myndast á Tungubakkahring.  Fara þarf mjög varlega og helst ekki að ríða í slökkin, ríða frekar aðeins útfyrir reiðveginn þar sem því verður viðkomið.  Ekki er hægt að fara í viðgerð fyrr en þornar.  Samkvæmt spánni gæti það orðið núna í vikulokin.  Verstu slökkin eru við vesturenda hringsins og því getur verið varasamt að ríða hringinn í myrkri.

3ja vetrarmótið fór fram sl laugardag og tókst vel. Mótanefndin að gera góða hluti.   Hagyrðingakvöld hjá Heldri mönnum og konum var frábær skemmtun og mættu um 100 manns. Lokahittingur þeirra verður í vor, útreiðartúr og grill.

kv

HákonH

3. Vetrarleikar Harðar 2018 - Úrslit

Barnaflokkur- úrslit

1.sæti- Oddur Karl Arason - Hrafnagaldur frá Hvítárhóli

2.sæti- Natalía Rán – Demantur frá Tjarnarkoti

3.sæti- Viktor Nökkvi – Sprengja frá Breiðabólsstað

4.sæti- Kristín María Eysteinsdóttir - Gjafar

5.sæti- Stefán Atli – Völsungur frá Skarði

barna.jpg

 

Unglingaflokkur- úrslit

1.sæti- Rakel Ösp – Óskadís frá Hrísdal

2.sæti- Benedikt Ólafsson – Biskup frá Ólafshaga

3.sæti- Melkorka Gunnarsdóttir – Rún frá Naustanesi

4.sæti- Sara Bjarnadóttir – Gullbrá frá Hólabaki

5.sæti- Jóhanna Guðjónsdóttir – Kvistur frá Strandarhöfði

ungling.jpg

 

Ungmenni- Úrslit

1.sæti- Ída Eklund – Kolfreyja frá Dallandi

2.sæti- Hrafndís Katla – Snerra frá Nátthaga

3.sæti- Thelma Rut Davíðsdóttir – Fálknir frá Ásmundastöðum

4.sæti- Erna Jökulsdóttir – Nótt frá Þjórsárbakka

5.sæt- Birgitta Sól Helgadóttir – Pílagrímur frá Þúfum

6.sæti- Ásta Björk – Árnesingur frá Halakoti

ungmen.jpg

 

3. Flokkur- Úrslit

1.sæti- Bryndís Ásmundsdóttir – Akkur frá Akranesi

2.sæti- Fríða Halldórsdóttir – Nemi frá Grafarkoti

3.sæti- Hugrún Þorgeirsdóttir – Freyfaxi frá Strönd

4.sæti- Einar Guðbjörnsson – Vaðall frá Naustum

5.sæti- Gonnette ielen – Sjóli frá Blöndu

 

2. Flokkur- Úrslit

1.sæti- Ingvar Ingvarsson – Trausti frá Glæsibæ

2.sæti- Kristinn Már Sveinsson – Silfurperla frá Lækjabakka

3.sæti- Ragnar Aðalsteinsson – Fókus frá Brattholti

4.sæti- Gylfi Freyr Albertsson – Trú frá Litlhól

5.sæti- Hörður Bender – Fytjungur frá Dalhólum

6.sæti- Kristinn Karl – Beitir frá Gunnarsstöðum

 

1. Flokkur- Úrslit

1.sæti- Ragnheiður Þorvaldsdóttir – Hrímnir frá Hvítárhóli

2.sæti- Vera Van Praag Sigaar – Synata frá Mosfellsbæ

3.sæti- Valdimar – Hreimur frá Reynisvatni

4.sæti- Jessica – Loðmundur frá Dallandi

5.sæti- Halldóra Ingvarsdóttir – Askur frá Ekru

Reiðhallarlyklar og Bókun Reiðhöll - lokuð skriftstofu

Kæru félagar

Ég verð í frí frá því næstu viku og kem aftur 6.April.
Ef einhver vill fá reiðhallarlykill eða bóka höllina í þessari tíma (páskar), þá bið ég ykkur um að hafa samband við mig í þessari viku.

Kærar þakkir
Sonja Noack
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Málþing hjá Einhverfusamtöku

Minni á málþingið hjá Einhverfusamtökunum núna á laugardaginn 17.mars um tómstundir - við hjá fræðslunefndinni fatlaðra verðum með stutt erindi um reiðnámskeiðin okkar og hvernig reiðnámskeið sem tómstundir geta haft jákvæð áhrif á fólk á einhverfurófi - Margir verða með fróðlegt innlegg um þetta efni og hvetjum við alla að mæta og kynna sér málið m.a. verða kaffiveitingar og kynningarborð. Þar verða: Gerpla, Íþróttafélagið Ösp, íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, Nexus, Skema, Íþróttasamband fatlaðra, Tónstofa Valgerðar, Spilavinir og Mudo gym-Bláu drekarnir. Fólk getur þá spjallað við fulltrúa frá þessum aðilum.
 
 
-- 
Kær kveðja
Auður