FORMANNSFRÚARREIÐ HARÐARKVENNA 12MAÍ
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, apríl 30 2018 21:07
- Skrifað af Sonja
Harðarkonur!
Nú getum við farið að láta okkur hlakka til ![]()
Okkar árlega FORMANNSFRÚARREIÐ HARÐARKVENNA verður farin laugardaginn 12. maí.
Að þessu sinni verður ferðin okkar
" ÓVISSUFERÐ"
Eina sem við þurfum að vita er að við ríðum frá og til Mosó og að það verður...............stuð stuð stuð
![]()
Við hittumst kl. 10 hjá Kristín Halldórsdóttir. Fáum okkur hressingu og leggjum af stað stundvíslega kl. 11:00
Farastjórinn okkar í þessari skemmtiferð er auðvitað hin stórkostlega LILLA.
Eins og undanfarin ár gerum við ráð fyrir tveimur hestum fyrir þær sem ætla að ríða alla leið. Í áningu er hægt að koma inn í ferðina og skipta um hest.
Þegar heim er komið þá hittumst við í reiðhöllinni í fordrykk og grilli.
Það verður KÚBVERKST ÞEMA ……………..HALELÚJA SYSTUR !
Hægt er að lofa góðri skemmtun þegar HARÐARKONUR koma saman og eins og venjulega verður dagurinn hin glæsilegasti i alla staði, kaffiveitingar í áningu og grillveisla í Reiðhöllinni þegar við komum heim.
Takið daginn frá stelpur. Í fyrra vorum við 50 sem riðu saman.
Við höldum kostnaði í lágmarki og sendum nánari upplýsingar á næstu dögum.
Kveðja til ykkar allra.
Kristín K, Kristín H, Lilla

