Lokað æfingamót fyrir yngri Harðarfélaga
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, apríl 27 2018 08:16
- Skrifað af Sonja
Lokað æfingamót fyrir yngri Harðarfélaga og krakka á Harðarsvæðinu verður haldið um kvöldið 1. maí.
Mótið er ætlað fyrir knapa í yngri flokkunum til að fá umsagnir og bæta sig fyrir komandi keppnistímabil. Dómari verður á staðnum og eftir mót verður hægt að hitta hann upp í Harðarbóli til þess að ræða niðurstöðurnar.
Skráning fer fram í gegnum sportfeng og mun kosta 1000kr á hest.
Boðið verður upp á allar helstu greinarnar en það eru ekki riðin nein úrslit.
Skráning mun standa frá föstudeginum 27. apríl til sunnudaginn 29.apríl.
Frábært tækifæri til þess að æfa sig og það er ekkert hægt nema að græða á þessu! Mótanefndin ætlar að nota þetta tækifæri til að keyra sportfeng í fyrsta skiptið og því biðjumst við fyrirfram velvirðingar ef einhver smá töf verður.
Hlökkum til að sjá ykkur!