Firmakeppni Harðar 2017

Firmakeppni Harðar 2017

Hin árlega Firmakeppni Harðar verður Haldin að Varmárbökkum þann 1 maí næstkomandi kl. 13.00. 
Skráning verður í félagsheimili Harðar kl 11.30-12.30. Keppt verður í eftirtöldum flokkum:
pollaflokki
barnaflokki
unglingaflokki
ungmennaflokki
konur 1 og 2
karlar 1 og 2
heldri menn og konur
opinn flokkur

Fyrikomulag keppninnar:                                 

Keppni polla og barna fer fram inná á hringvellinum 
Keppni í öðrum flokkum er á beinnu brautinni.
Farið eftir leiðsögn þular hæg og frjáls ferð. 
Keppendum er frjálst að velja gangtegund (tölt, brokk eða skeið.)

Verðlaunaafhending verður í vöfflukaffi í Harðarbóli eftir að móti lýkur.

Kveðja

Stjórn Harðar

Fundur með Sæmundi um hestaferðir

Ágæti félagi !

Næstkomandi fimmtudag eða 27. apríl mun Sæmundur Eiríksson vera með fyrirlestur um undirbúning trússferða. 

Einnig mun Anna Lísa Guðmundsdóttir félagskona okkar Harðarmanna vera með skemmtilega myndasýningu.

Fjölmennum í Harðarból kl 20:00

Frítt inn og kaffi í boði.

Kveðja Fræðslunefnd Harðar

 

Opin æfing töltgrúppunnar

Töltgrúppa Harðarkvenna verður með opna æfingu/sýningu sunnudaginn 23. apríl klukkan 17.  í reiðhöll Harðar 

 

Allir hvattir til að koma og sjá hvað töltgrúppan hefur verið að æfa í vetur.

Formannsfrúarreið 2017

Formannsfrúarreið 2017 

 

Sælar stelpur.  Laugardaginn 13. maí leggjum við af stað í okkar árlegu FORMANNSFRÚARREIÐ HARÐARKVENNA.  Í ár  ætlum að ríða frá SÖRLA í Hafnarfirði og heim. Skipulagið verður eins og áður, Lilla  verður fararstjóri og konur geta komið inn í ferðina t.d í áningu við Fák eða eins og hver treystir sér til.  Þær sem ætla alla leið þurfa tvo þjálfaða hesta hver, ferðin er 25 km. Dagurinn verður hin glæsilegasti i alla staði. Flottar kaffiveitingar og 3 rétta veisla í Harðarbóli þegar við komum heim.

 

Takið daginn frá og eigum skemmtilegan dag saman. Nánari upplýsingar um verð, flutning á hestum og konum, koma eftir páska. 

Páskakveðja til ykkar allra. Kristín K, Kristín H, Lilla 2017 

 

Sælar stelpur.  Laugardaginn 13. maí leggjum við af stað í okkar árlegu FORMANNSFRÚARREIÐ HARÐARKVENNA.  Í ár  ætlum að ríða frá SÖRLA í Hafnarfirði og heim. Skipulagið verður eins og áður, Lilla  verður fararstjóri og konur geta komið inn í ferðina t.d í áningu við Fák eða eins og hver treystir sér til.  Þær sem ætla alla leið þurfa tvo þjálfaða hesta hver, ferðin er 25 km. Dagurinn verður hin glæsilegasti i alla staði. Flottar kaffiveitingar og 3 rétta veisla í Harðarbóli þegar við komum heim.

 

Takið daginn frá og eigum skemmtilegan dag saman. Nánari upplýsingar um verð, flutning á hestum og konum, koma eftir páska. 

Páskakveðja til ykkar allra. Kristín K, Kristín H, Lilla

Reiðhöll l

Ágæti félagsmaður

Í kvöld þriðjudag og á morgun miðvikudag verður öll reiðhöllinn lokuð milli 21-22 vegna æfinga töltgrúppunnar.

Á föstudaginn 21 apríl verður hún líka öll lokuð milli kl 18:30-19:30 vegna æfinga æskulýðsnefndar fyrir Æskan og hesturinn.

Úrslit 3 vetraleika Harðar

Hér að neðan má sjá úrslit á

3 vetraleikum Harðar

Pollar teymdir

Ása María Hansen- Hugmynd

Alexander Þór Hjaltason-Aría frá Hestasýn

Christopher Darri- Klerkur

Katla Líf Logadóttir- Kopar

Hekla Lind Logadóttir- Hera

Pollar ríða sjálfir

Kristjana Lind- Bragi

Viktor Nökkvi- Sprengja

Amelia Carmen- Klerkur

Ísabella Helga- Lýsingur

Barnaflokkur

1.Aníta Eik Kjartansdóttir- Lóðar frá Tóftum

2. Stefán Atli Stefánsson- Vöslungur frá Skarði

Stigahæsti knapi í barnaflokk er Aníta EikKjartansdóttir

Unglingaflokkur

1. Bendikt Ólafsson- Biskup frá Ólafshaga

2. Jóhanna Lilja Guðjónsdóttir- Kvistur frá Strandarhöfði

3. Magnús Þór Guðmundsson- Kvistur frá Skálmholti

4. Viktoría Von Ragnarsdóttir- Akkur frá Akranesi

5. Kristrún Bender- Dásemd frá Dallandi

6. Rakel Ösp Gylfadóttir- Bjarmi frá Hólmum

Stigahæsti knapi í unglingaflokk er Magnús ÞórGuðmundsson

Ungmennaflokkur

1. Hrafndís Katla Elíasdóttir- Stingur frá Koltursey

2. Vera Van Praag Sigaar- Rauðbrá frá Hólabaki

3. Súsanna Katarína- Sunna-Sú frá Mosfellsbæ

4. Sandra Kristín Lynch- Jódís frá Þúfu

5. Rakel Anna Óskarsdóttir- Grímur frá Lönguhlíð

Stigahæsti knapi í ungmennaflokk er Hrafndís Katla

Konur 2

1. Randy Friðjónsdóttir- Hera frá Ólafsbergi

2. Linda Bragadóttir- Völsungur frá Skarði

3. Gigja Ragnarsdóttir- Ást frá Hvítárholti

Stigahæsti knapi í Konur 2 er Linda Bragadóttir

Konur 1

1. Hrafnhildur Jóhannesdóttir- Jökull frá Hofsstöðum

2. Íris Hrund Grettisdóttir- Drífandi frá Búðardal 

3. Hulda Kolbeinsdóttir- Nemi frá Grafarkoti

4. Helena Jensdóttir- Adolf frá Miðey

5. Margrét Sveinbjörsdóttir- Blíða frá Skíðbakka

Stigahæsti knapi í konur 1 er Íris Hrund Grettisdóttir 

Karlar 2 

1. Kristmundur Anton Jónsson- Rispa frá Dýrfinnstöðum

2. Kristinn Karl Garðarsson-  Beitir

3. Ragnar Aðalsteinsson- Grímhildur frá Tumabrekku

4. Stefán Hrafnkelsson- Tónn frá Móeiðarhvoli

Stigahæsti knapi í Karlar 2 er Ragnar Aðalsteinsson

Karlar 1

1. Vilhjálmur Þorgrímsson- Gestur frá Þingsstöðum

Stigahæsti knapi í Karlar 1 er Vilhjálmur Þorgrímsson

Atvinnumenn og Konur

1. Guðrún Rut- Skíma frá Krossum

2. Ragnheiður Þorvaldsdóttir- Órnir frá Gamla Hrauni

3. Valdimar Kristinsson- Hreimur frá Reynisvatni

4. Ólöf Guðmundsdóttir  Aría frá Hestasýn 

Stigahæsti knapi í atvinnumenn og konur er Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Kveðja mótanefnd Harðar 

Hreinsunardagur Harðar

Ágæti félagsmaður

Næstkomandi fimmtudag 20 apríl verður  hreinsunardagur Harðar haldin. 

Við byrjum kl 10:00 í reiðhöllinni. 

Vonandi sjáum við sem flesta. 

Kveðja umhverfisnefnd Harðar

Vetraleikar 3

Þriðju og síðustu vetraleikar Harðar verða haldnir laugardaginn 8 apríl

Skráning milli kl. 11:30 og 12:30 í Reiðhöllinni. Mótið byrjar kl. 13 á pollum, allt mótið verður haldið í reiðhöllinni.

Skráningagjald er 1,500 kr. en ekkert skráningagjald er hjá pollum og börnum. 

Flokkar:

• Pollar

• Börn

• Unglingar

• Ungmenni

• Konur 2

• Karlar 2

• Konur 1

• Karlar 1

- Atvinnumenn og konur

Ath: Lágmark í flokk hjá fullorðnum eru 5 aðilar

 

Kveðja mótanefnd Harðar