Stefnumótun Harðar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 03 2018 16:23
- Skrifað af Super User
Takið daginn frá
Kæru Harðarfélagar
Laugardaginn 14. apríl nk ætlum við að móta stefnu hestamannafélagsins Harðar til næstu ára. Runólfur Smári Steinþórsson prófessor og hestamaður ætlar að leiða stefnumótunina.
Hvar og hvernig sjáum við hestamannafélagið Hörð á næstu 20 árum?
Við ætlum að leggja áherslu á þrjá þætti:
- Skipulagsmál (uppbygging svæðisins og frekari landvinninga)
- Umhverfismál (beitarmál, rekstrarmál, samspil byggðar og íbúahverfis, nýjar reiðleiðir o.fl.)
- Innra starf félagsins (fyrirmyndarfélag, kennsla og keppni, upplýsingar o.fl.)
Fundurinn verður í Harðarbóli og byrjar kl 9 og stendur til kl 13. Fyrst verður stutt kynning á verkefninu, en síðan verður þátttakendum skipt upp í hópa eftir áhuga hvers og eins.
Að lokum verða umræður hvers hóps kynntar og tillögum vísað til stjórnar til frekari úrvinnslu.
Hvetjum alla Harðarfélaga til að mæta. Því fleiri sjónarmið - því betra.