Frá Formanni
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 11 2018 12:02
- Skrifað af Sonja
Áríðandi áminning um að ganga frá endum á rúlluplasti.
Vegna ömurlegs slys sem varð á hesti í Sörla, sem fældist vegna flaxandi rúlluplasts, biðjum við alla þá sem eiga bagga eða rúllur fyrir utan hesthúsin um að fara yfir alla lausa enda og festa niður. Mikil mildi var að knapi hestsins slasaðist ekki, það hefur bjargað honum að hann er mjög vanur hestamaður. Hesturinn mun hins vegar ekki ná sér að fullu.
Flaksandi plastendar geta verið stórhættulegir.
Þetta á ekki síður við um þá sem eiga rúllur og bagga á rúllubaggastæðinu við vesturenda gamla hringvallarins.
Einnig er fólk beðið um að henda eða fjarlæga allt auka drasl sem er fyrir utan hesthúsin, það eru líka slysagildrur.
Á sumardaginn fyrsta verður tiltektardagur á svæðinu og þá er hægt að nýta sér tækifærið og losa rusl í gámana sem verða við reiðhöllina.
kv
HákonH