Gamlársreið

Að venju verður riðið í Varmadal þar sem boðið verður upp á léttar veitingar á milli kl 12 og 14.

Sómahjónin Nonni Bobkat og Haddý taka á móti okkur og kunnum við þeim hinar bestu þakkir.  

Jóla og áramotarkveðja frá Hestamannafélaginu Herði

Nú eru margir byrjaðir að taka hesta á hús og tilhlökkun mikil að fá gæðinga sina inn.

Viljum við minna á að taka tillit til hvors annars og hafa gaman af þessu yndislega sporti. Stöndum saman og höfum gaman !

Hestamannafélagið Hörður óskar öllum félagsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, takk fyrir góðar stundir á árinu sem er að líða.

Námskeið: Hóptímar fyrir kátar hestakonur

Námskeið fyrir kátar hestakonur verður á miðvikudagskvöldum í vetur:

Markmið að fræðast, læra fallega, uppbyggilega reiðmennsku og hafa gaman saman.

Á námskeiðiðinu verður lagt uppúr samspili knapa og hests, þjálni og einfaldar liðkandi æfingar. Hver hópur semur svo sitt prógram/munsturreið og hóparnir sýna svo hvor öðrum og gestum í lokin.

Hestamennska, hugmyndaríki, skemmtanagildi og góð músík.

Einnig verður fræðsla, sýnikennsla og gaman, saman.

Kennari: Súsanna Sand Ólafsdóttir

Fyrirlestur 4.janúar kl 20 eftir fyrirlestrinum hjá Hinna (Hvetja ykkur um að mæta þangað)

Synikennsla Mið 10.Janúar (Tímasetning auglýst síðar)

Verklegt kennsla byrjar 17.Janúar.

Harðarsýning verður Miðvikudag 4.Apríl 2018

Max. Þáttekendur eru 24 konur.

Skráningafrestur: 6 Januar 2018

Verð: 30 000 ISK

Skráning á :
skraning.sportfengur.com

Þá sem voru þegar búin að skrá sig á TG og vilja færa sig, hafið samband í skilaboð.

Vertu uppá þitt albesta þegar á reynir! Fyrirlestur með Hinrik Þór Sigurðsson

Vertu uppá þitt albesta þegar á reynir!

Hinrik Sigurðsson, reiðkennari og þjálfari

• Hef ég getu og hæfileika til þess að ná árangri en á erfitt með að ná fram mínu albesta þegar á reynir?
• Hvað stjórnar því að ég geri svona en ekki hinsegin? Sérstaklega í aðstæðum sem krefjast mikils af mér?
• Get ég breytt því hvaða ákvarðanir ég tek og aðgerðum mínum í stressandi aðstæðum?
• Gengur mér vel ef mér líður vel?

Svar JÁ

Hinrik Sigurðsson heldur fyrirlestra um mikilvægi hugarfarsþjálfunar og gefur góð ráð og verkfæri til þess að bæta árangur með réttu hugarfari. Hann talar um jákvæð samskipti, líkamstjáningu, stjórnun á stemningu, viðhorf og mikilvægi þess að búa til réttar forsendur til þess að ná árangri. Allt til þess að hver einstaklingur geti fundið sér markmið við hæfi, hvernig hann getur unnið markvisst að því að ná þeim og hvað þarf til.
Hinni hefur starfað sem reiðkennari í 15 ár víða um heim og hefur sérstakan áhuga á markmiðasetningu og hugarþjálfun íþróttafólks og heldur námskeið og fyrirlestra um efnið.

Hvar: Hardarboli

Dagsetning: 4. Janúar 2018

Tíma: Kl 18.00 til sirka 19.00

Kostar: 500kr enn innifalið fyrir Þáttakendur á keppnisnámskeiðinu 2018

 

LH ÓSKAR EFTIR UMSÓKNUM Í AFREKSHÓP LH 2018

Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi.

Gjaldgengir í hópinn eru knapar á aldrinum 16 til 21. árs á árinu 2018.

Valið er í afrekshóp til eins árs í senn. Í umsókn skulu koma fram allar grunnupplýsingar um umsækjandann, sem og keppnisárangur síðustu tvö keppnisár. Taka þarf sérstaklega fram hvaða mót, sæti og einkunn.

Kostnaður knapa er kr. 80.000 fyrir árið (Hægt að dreifa).

Viðburðir á vegum verkefnisins verða fjórir á árinu og er skyldumæting í þá alla.
Nánari dagskrá mun liggja fyrir í byrjun janúar.

Liðstjóri hópsins verður Arnar Bjarki Sigurðarson

Umsóknarfrestur er til og með 5.janúar 2018 og skulu umsóknir berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

ATH: Þeir sem voru í afrekshóp LH 2017 þurfa að endurnýja sína umsókn til að eiga möguleika á að halda áfram.

Arnar Bjarki veitir nánari upplýsingar á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Metnaðarfullt verkefni og einstakt tækifæri fyrir unga knapa til að bæta sig og byggja keppnishestinn upp á markvissan hátt.

Stjórn LH

 

Í ljósi umræðunnar um kynferðislegt áreiti og ofbeldi

Frá Landssambandi Hestamannafélaga 

Ágætu félagar,

Í  ljósi umræðunnar um kynferðislegt áreiti og ofbeldi og #METOO samfélagsmiðlabyltingarinnar er ekki úr vegi að benda á það efni sem nú þegar er til hjá ÍSÍ um þetta málefni eða getur hjálpað til ef málefni af þessu tagi kemur upp. Það er félögum og öðrum sambandsaðilum sjálfsagt að nýta allt það efni sem er til staðar. 


      * Bæklinginn Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum sem má finna á slóðinni http://isi.is/fraedsla/forvarnir/kynferdislegt-ofbeldi-i-ithrottum/
    * Hegðunarviðmið ÍSÍ (siðareglur) geta félög haft að leiðarljósi við samningu siðareglna eða tekið þær óbreytt upp http://isi.is/library/Skrar/Efnisveita/Log-og-reglugerdir/hegdunarvidmid.pdf
    * Viðbragðsáætlun við óvæntum atburðum http://isi.is/library/Skrar/throunar--og-fraedslusvid/Fraedslubaeklingar/vidbragsaaetlun_isi_vid_ovaentum_atburdum.pdf


Það þarf varla að taka það fram að besta forvörnin felst í því að fræða, eiga góðar siðareglur og að opið og jákvætt andrúmsloft ríki í félaginu. Þegar nýr þjálfari hefur störf innan félagsins er æskilegt að fá meðmæli frá félögum sem hann hefur þjálfað hjá og fara yfir siðareglur félagsins. Síðast en ekki síst skal benda á að ef grunur leikur á kynferðislegu ofbeldi eða einhverjar spurningar vakna skal hafa samband við Barnavernd í því sveitarfélagi þar sem brotið er framið ef um barn er að ræða og tilkynna í nafni félagsins. Ef um fullorðinn einstakling er að ræða skal hringt í lögreglu í síma 112.

Jólagjöf hestamannsins!

Forsala miða á LM2018 er í fullum gangi og miðarnir rjúka út, enda er miði á Landsmót mögnuð gjöf í jólapakka hestamannsins! Getur ekki klikkað!

Verslanir Líflands um allt land selja miða og gjafabréf á LM2018 og einnig er hægt að fá miða á skrifstofu LH í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á tix.is

Verð á vikupössum í forsölu:

  • Fullorðnir 15.900 kr.
  • Unglingar 7.900 kr.

Um áramótin hækkar miðaverðið í 18.900 kr. og 8.900 kr. svo það borgar sig að nýta sér forsöluverðið. Aðeins 3.500 miðar í boði á þessu verði gott fólk!

Gleðilega hátíð!

Námskeið 2018

Námskeið 2018

Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningu og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta.

SÍÐASTI SKRÁNINGADAGUR ER LAUGARDAGUR 6.JANÚAR!
TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!

Knapamerki Námskeið

Knapamerki 1

  • Að undirbúa hest rétt fyrir reið
  • Geta teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
  • Geta farið á og af baki beggja megin
  • Kunna rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
  • Geta setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
  • Geta framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
  • Geta skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi áseta)
  • Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

Kennt verður einu sinni í viku 8 verklegir (með prófi) og 2 bóklegir tímar, aldurstakmark er 12 ára

Kennari : Oddrún Sigurðardóttir 

Kennt er á þriðjudögum kl 16:00 – 17:00, námskeiðið byrjar 16. janúar 2018

Verð: Börn/Unglingar/Ungmenni 18.500 krónur með prófi og skírteini

Verð: Fullorðnir 20.000 krónur

Knapamerki 3

  • Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
  • Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
  • Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
  • Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
  • Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
  • Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
  • Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku og umgengni
  • Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun

Kennt verður 1-2x í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum/föstudögum, 20 verklegir tímar með prófi og skírteini 

Kennari : Sonja Noack

Námskeiðið byrjar 09. janúar 2018

Verð: Börn/Unglingar/Ungmenni 38.000 krónur
Verð: Fullorðnir 43.000 krónur

Knapamerki 4

  • Mjög gott vald á lóðréttri og stígandi ásetu og gott jafnvægi á baki hestsins
  • Hafa nákvæmt og næmt taumhald
  • Geta riðið réttan krossgang til beggja hliða í góðu jafnvægi
  • Hafa gott vald á baugavinnu og reiðleiðum á vellinum á feti, tölti/brokki og stökki
  • Geta riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
  • Geta látið hestinn stöðva, bíða eftir ábendingu frá knapanum og fara rétt af stað í góðu jafnvægi
  • Hestur og knapi séu spennulausir, í andlegu og líkamlegu jafnvægi

Kennt verður 1-2x í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum/föstudögum,
 22 verklegir tímar með prófi og skírteini 

Kennari : Sonja Noack

Námskeiðið byrjar 09. janúar 2018

Verð: 39.000 krónur

Knapamerki 5

  • Hafa mjög gott vald á öllum ásetum og kunna að beita þeim rétt við þjálfun hestsins
  • Geta notað sér reiðvöllinn og fjölbreyttar reiðleiðir markvisst við þjálfun hestsins
  • Hafa vald á gangtegundaþjálfun og geta riðið allar gangtegundir nema skeið
  • Hafa gott vald á hraðastjórnun og gangskiptingum
  • Geta látið hestinn stækka og minnka rammann, á feti og brokki
  • Hafa vald á æfingunum Opnum sniðgangi (á feti) og að láta hestinn ganga aftur á bak
  • Geta framkvæmt réttar gangskiptingar í jafnvægi
  • Knapi og hestur í andlegu og líkamlegu jafnvægi

Kennt verður tvisvar sinnum í viku, 23 verklegir tímar með prófi og skírteini 

Kennari : Súsanna Sand Ólafsdóttir

Kennt er á mánudögum kl 19-21 (2 hópar) og miðvikudögum kl 16-18 (2 hópar), námskeiðið byrjar 15. Janúar 2018

Verð: 43.500 krónur

 

 

 

Námskeið æskulýðsnefndar

 

Pollanámskeið – teymdir- 6 skipti

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir.  Foreldrar teyma undir börnunum.  Höfum gaman saman með hestinum.  Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Kennari og dagsetningar eru ekki komin í ljós.  Byrjar líklegast í byrjun / miðjan febrúar.
Kennt einu sinni í viku í hálftíma í senn

Verð: 2.000 kr

Pollanámskeið – ekki teymdir – 6 skipti

Fyrir þá sem eru tilbúnir að byrja að stjórna sjálfir. Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki  og stjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir.
Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Kennari og dagsetningar eru ekki komin í ljós.  Byrjar líklegast í byrjun / miðjan febrúar.
Kennt einu sinni í viku í hálftíma í senn

Verð: 2.000 kr

Almennt reiðnámskeið 8 – 10 ára, 6 skipti

Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka.

Farið verður í:

  • Ásetu og stjórnun.
  • Reiðleiðir og umferðarreglur í reiðhöllinni.
  • Umgengni við hestinn og almenn öryggisatriði.
  • Nemendur læri að þekkja gangtegundirnar.

Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn.  Leikir og þrautir á hestbaki.

Ef lítil þátttaka verður í námskeiðið,  þá ætlum við að sameina námskeiðið með eldri krökkunum.

Kennari Hinrik Þór Sigurðsson.
Kennt einu sinni í viku á fimmtudögum, kl 17 eða 18, 6 skipti
Dagsetningar:
11. janúar
18. janúar
01. febrúar
08. febrúar
15. febrúar
08. mars

Verð: 9.500 kr

Almennt reiðnámskeið 11 - 14ára, 6 skipti

Almennt reiðnámskeið fyrir alla krakka 11 - 14 ára.  Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins, að þekkja gangtegundir og gangskiptingar. Leikir og þrautir á hestbaki.

Ef lítli þátttaka verður í námskeiðið þá ætlum við að sameina námskeiðið með yngri krökkunum.

Kennari Hinrik Þór Sigurðsson.
Kennt einu sinni í viku á fimmtudögum, kl 17 eða 18.
Dagsetningar:
11. janúar
18. janúar
01. febrúar
08. febrúar
15. febrúar
08. mars

Verð: 9.500 kr

Töffarar – Fjörnámskeið - 6 tímar

Fjörnámskeið fyrir hressa stráka á aldrinu 10 til 12 ára. Hópefli, kjarkur og þor. Gleðin í fyrirrúmi.

Kennt í 6 skipti á mánudögum kl 17

Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
Námskeið byrjar 15. janúar 2018

Verð: 11.500 kr

Keppnisnámskeið

  1. Hluti (11. janúar – 22. mars) Í fyrsta hluta keppnisnámskeiðsins verður áhersla lögð á vel skipulagða þjálfun og uppbyggingu keppnishests og knapa. Kennslan verður einstaklingsmiðuð og hver knapi setur sér markmið í sinni þjálfun og unnið verður markvisst að þeim markmiðum. Kennslan fer fram í litlum hópum 2 knapar saman í 40 mín í senn. Bókleg kennsla verður í fyrirlestraformi í upphafi tímabilsins og eftir þörfum á kennslutímabilinu. Markmið 1. hluta námskeiðsins er að knaparnir setji sér persónuleg markmið og öðlist þekkingu á þjálfun og æfingum til þess að undirbúa keppnishest sinn og sjálfa sig eins vel og kostur er.

Dagsetningar 2018, 1. hluti, verkleg kennsla, 8 tímar:
11.janúar
18. janúar
01. febrúar
08. febrúar
15. febrúar
08. mars
15. mars
22. mars

  1. Hluti (5. apríl – 31. maí) Í öðrum hluta námskeiðsins verður farið meira í undirbúning fyrir keppni, farið er að velja greinar sem henta hverju pari og hugað að verkefnum tengdu því. Þegar fer að vora og veður leyfir færist kennslan að hluta til út á keppnisvöllinn. Bókleg kennsla verður í fyrirlestraformi í upphafi tímabilsins og eftir þörfum þegar nær dregur keppni. Markmið 2. hluta námskeiðsins er að knaparnir öðlist þekkingu á þeim aðstæðum sem keppni í hestaíþróttum býður upp á, geti sett upp upphitun sem hentar hverju pari fyrir sig, stjórn á hugarfari í keppni og geti sett upp verkefni sem riðið er í keppni.

Dagsetningar 2018, 2. hluti, verkleg kennsla, 5 tímar plús mótsstuðningur:

april

  1. 12. apríl
    03. maí
    10. maí
    31. maí
    Aðstoð við Íþróttamót Harðar 4.-6. maí og Gæðingamót Harðar 1.-3. júni, nánari fyrirkomulag fylgir síðar.

Ef mikil skráningverður, áskilur æskulýðsnefnd sér rétt til breytinga á kennslufyrirkomulaginu

Kennari: Hinrik Sigurðsson reiðkennari Þjálfari stigs 2 hjá ÍSÍ.

Verkleg kennsla hefst fimmtudaginn 11. janúar, en fyrirlestur 4. janúar í Harðarbóli kl 18-19 er innifalinn í fyrsta hluta námskeiðsins.

Fyrri hluti 11. janúar til 22. mars – verð 24.500 kr

Seinni hluti 4. apríl – 31. maí – verð 22.500 kr


Námskeið fræðslunefndar

Almennt reiðnámskeið Fræðslunefndar

Farið verður í grunnatriði þjálfunar. Fimiæfingar, form og burður. Þjálfun gangtegunda og jafnvægi knapans.

Kennt verður í 6 skipti á mánudögum kl 16:00
Námskeiðið byrjar 15. janúar 2018
Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Verð: 16.900 kr

Vinna í hendi – 6 skipti

Fjallað verður um mismunandi leiðir til að vinna við hendi. Lögð verður áhersla á andlegt og líkamlegt jafnvægi, líkamsbeitingu, sveigjanleika, jafnvægi til hliðanna og stjórn á yfirlínu á grunnþjálfunarstigi. Ætlunin er að nemendur öðlist meiri þekkingu á jafnvægi hestsins og geti notfært sér nýjar þjálfunaraðferðir til að stuðla að fjölbreytni í þjálfun. Sýnikennsla og verkleg kennsla krydduð með fróðleiksmolum gefa nemendum góðan skilning og innsýn í aðferðir.

Kennt í 6 skipti á þriðjudögum kl 19, hámarksfjöldi 5 manns
Námskeiðið byrjar 16. janúar 2018
Kennari verður Fredrica Fagerlund.

Verð: 13.900 kr

Stæl gæjar - Karlatöltnámskeið 6 skipti.

Námskeið hugsað fyrir karlmenn. Þarfstu að bæta töltið í hestinum þínum? Er hann stundum skeiðlaginn eða er hann alltaf að detta í brokk? Þarftu að bæta hæga töltið eða vantar meira rými? Þetta eru allt allgeng vandamál, sem hægt er að laga. Komdu á námskeið og ég hjálpa þér að gera hestinn þinn enn betri.

Kennt verður í 6 skipti á mánudögum kl.18.
Námskeið byrjar 15. janúar 2018
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.

Verð: 16.900 kr

Einkatímapakki

Námskeiðið sérsniðið að þörfum hvers og eins.  Hentar hestum og knöpum á öllum aldri og öllum stigum reiðmennskunnar. Í boði eru einkatímar í 30 mínútur eða tveir nemendur saman í 60 mínútur. 
Kennt í 5 skipti og verður skipt milli daga og kennara eftir skráningu og laus reiðhöll. Timasetningar er samkomuatriði milli nemenda og kennara. Auðveldast að koma að fyrir/um hádegi eða seinni partinn á föstudag.
Kennarar:
Susanna Sand Ólafsdóttir
Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Verð: 24.900 kr

Helgarnámskeið með Benedikt Lindal

  1. og 28. Janúar
  2. og 11. Febrúar

Þessi námskeið verður auglýst nánar, þegar nær dregur.





Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

  1. Velja námskeið.
    2. Velja hestamannafélag (Hörður).
    3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
    4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
    5. Setja í körfu.
    6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.