- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 20 2016 22:43
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Trausti Þór Guðmundsson reiðkennari mun halda námskeið í Herði helgina 13 – 15 janúar 2017.
Töltfimi (Tölt in Harmony) er ekki eitthvað einangrað fyrirbæri eða keppnisgrein. TIH er einfaldlega nafn á ákveðinni „Fílósófíu“ eða aðferðafræði sem hestamaður getur valið sér og sínum reiðhesti/keppnishesti, stefni hugur hans til framfara. Aðferðafræðin styðst við hin „klassísku þjálfunarstig“ og felur þannig í sér að gott samband manns og hests verði, og að reiðmaðurinn nái stjórn á andlegu sem og líkamlegu jafnvægi, sem og orku og orkuflæði hestsins.
- Niðurstaðan hvað knapann varðar getur orðið:
- Aukinn skylningur
- Yfirvegaðri og einbeittari reiðmennska
- Nákvæmari og léttari ábendingar
- Betri stjórn í gegnum sætið
- Tök á kerfisbundinni uppbyggingu hests og knapa
- Niðurstaðan hvað hestinn varðar getur orðið:
- Betri líðan og andlegt jafnvægi
- Hreinni gangtegundir á öllum hraða
- Aukin mýkt og fjaðurmagn
- Aukinn skilningur og betra gegnumflæði ábendinga
- Aukin virðing fyrir þjálfara
Námskeiðið kostar 25.000 krónur og lágmarksþátttaka eru 10 nemendur.
Skráning er á eftirfarandi slóð: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Kveðja
Fræðslunefnd Harðar
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 07 2016 15:52
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Eftirfarandi gjaldskrá fyrir aðgang að reiðhöll Harðar var samþykkt á stjórnarfundi í Herði 6.desember 2016
Lykill 1 - Heill dagur kostar 15.000 kr á mánuði / 60.000 kr árið.
Lykillinn er opinn frá kl. 8.00-23.00
Lykill 2 - Hálfur dagur kostar 3.500 kr á mánuði / 12.000 kr árið.
Lykillinn er opinn frá kl.16.00-23.00
13 ára og yngri fá frítt í höllina, en þurfa jafnframt að vera í fylgd forráðamanns.
Útleiga:
1 klst. öll höllin = 10.800 kr fyrir fólk sem ekki er í Herði – bara leigt hálfan/heilan dag.
1 klst. ½ höllin = 6.500 kr.
1 klst. ½ höllin = 3.900 kr. fyrir félagsmenn í Herði v/reiðkennslu.
1/2 klst. 1/2 höllin = 2.500 fyrir félagsmenn í Herði v/reiðkennslu
10 klst. ½ höllin = 31.200 kr.
5 klst. ½ höllin = 17.200 kr.
Bóka þarf reiðhöllina fyrirfram hjá Oddrúnu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 849 8088
Lagt fram á stjórnarfundi í Hestamannafélaginu Herði 7.nóvember 2016
Félagsgjöld Harðar fyrir árið 2017
Samþykkt á aðalfundi 9 nóvember 2016
15 ára og yngriGjaldfrí
16-21 ára 6.000 kr.
22-69 ára 9.000 kr.
70 + ára Gjaldfrí
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 05 2016 21:37
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Minnum á umsóknafrest í Afreksmannasjóð UMSK er til og með 10. desember.
Hægt að sækja um ferðastyrki og þjálfarastyrki.
Reglugerð: http://umsk.is/afrekssjodur
Ferðastyrkir: http://umsk.is/contact-form-19-11-16
Þjálfarastyrkir: http://umsk.is/thjalfarastyrkir