Töltfimi /Tölt in Harmony)

Trausti Þór Guðmundsson reiðkennari mun halda námskeið í Herði helgina 13 – 15 janúar 2017.


Töltfimi (Tölt in Harmony) er ekki eitthvað einangrað fyrirbæri eða keppnisgrein. TIH er einfaldlega nafn á ákveðinni „Fílósófíu“ eða aðferðafræði sem hestamaður getur valið sér og sínum reiðhesti/keppnishesti, stefni hugur hans til framfara. Aðferðafræðin styðst við hin „klassísku þjálfunarstig“ og felur þannig í sér að gott samband manns og hests verði, og að reiðmaðurinn nái stjórn á andlegu sem og líkamlegu jafnvægi, sem og orku og orkuflæði hestsins.

  • Niðurstaðan hvað knapann varðar getur orðið:
    • Aukinn skylningur
    • Yfirvegaðri og einbeittari reiðmennska
    • Nákvæmari og léttari ábendingar
    • Betri stjórn í gegnum sætið
    • Tök á kerfisbundinni uppbyggingu hests og knapa
  • Niðurstaðan hvað hestinn varðar getur orðið:
    • Betri líðan og andlegt jafnvægi
    • Hreinni gangtegundir á öllum hraða
    • Aukin mýkt og fjaðurmagn
    • Aukinn skilningur og betra gegnumflæði ábendinga
    • Aukin virðing fyrir þjálfara

Námskeiðið kostar 25.000 krónur og lágmarksþátttaka eru 10 nemendur.

Skráning er á eftirfarandi slóð: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Kveðja

Fræðslunefnd Harðar

Harðarfréttir

Eftirfarandi gjaldskrá fyrir aðgang að reiðhöll Harðar var samþykkt á stjórnarfundi í Herði 6.desember 2016

Lykill 1 - Heill dagur kostar 15.000 kr á mánuði / 60.000 kr árið.

Lykillinn er opinn frá kl. 8.00-23.00

 Lykill 2 - Hálfur dagur kostar 3.500 kr á mánuði / 12.000 kr árið.  

Lykillinn er opinn frá kl.16.00-23.00

 13 ára og yngri fá frítt í höllina, en þurfa jafnframt að vera í fylgd forráðamanns.

Útleiga:

1 klst. öll höllin = 10.800 kr fyrir fólk sem ekki er í Herði – bara leigt hálfan/heilan dag.

1 klst. ½ höllin = 6.500 kr.

1 klst. ½ höllin = 3.900 kr. fyrir félagsmenn í Herði v/reiðkennslu.

1/2 klst.  1/2 höllin = 2.500 fyrir félagsmenn í Herði v/reiðkennslu

10 klst. ½ höllin = 31.200  kr.

5 klst. ½ höllin = 17.200 kr.

Bóka þarf reiðhöllina fyrirfram hjá Oddrúnu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 849 8088

Lagt fram á stjórnarfundi í Hestamannafélaginu Herði 7.nóvember 2016

Félagsgjöld Harðar fyrir árið 2017

Samþykkt á aðalfundi 9 nóvember 2016

15 ára og yngriGjaldfrí

16-21 ára 6.000 kr.

22-69 ára 9.000 kr.

70 + ára Gjaldfrí

 

 

Kvennakvöld Líflands.

Hið vinsæla Kvennakvöld Líflands verður haldiðfimmtudaginn 1. desember kl. 19:00 á Lynghálsi 3 í Reykjavík. 
Frábær skemmtiatriði, glæsileg tískusýning, happdrætti með góðum vinningum, jólatilboð o.fl.


Tilvalið að hittast í góðum vina hópi og hafa gaman saman.

Verið velkomin

Hugmyndir af fræðsluviðburðum óskast!!

Fræðslunefnd Harðar óskar eftir hugmyndum frá félagsmönnum að fræðsluviðburðum til að halda í vetur. Vinsamlegast sendið hugmyndir ykkar um sýnikennslu, fyrirlestra, námskeið eða annað sem til þekkingarauka og skemmtunar getur talist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Kveðja fræðslunefnd Harðar

Fundur með formönnum nefnda í Herði

Ágæti formaður í nefnd Harðar

Næstkomandi þriðjudag 22.nóvember mun ný stjórn Harðar halda fund með formönnum nefnda Harðar. Markmið fundarins er að eiga gott spjall og setja saman dagskrá fyrir árið 2017 og hefst fundurinn kl 19:00 og verður í Harðarbóli
 
Gott væri ef sem flest ykkar myndu koma og vera með dagskrá ykkar nefndar klára.
 
Vinsamlegast boðið forföll ef þið sjáið ykkur ekki fært um að mæta eða ætlið ekki að starfa í nefndinni á komandi ári, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Kær kveðja
 
Stjórn Harðar.

Töltgrúppa Harðarkvenna

Ágætu Harðarkonur

Miðvikudaginn 30.nóvember næstkomandi verður haldinn kynningarfundur um námkeið og sýningarþjálfun töltgrúppu Harðarkvenna í Harðarbóli kl 20:00.

Umsjón með námskeiðinu hefur Ragnheiður Samúelsdóttir reiðkennari og mun hún kynna hvernig námskeiðið verður uppbyggt.

Verð og dagarsetningar námskeiðsins verða kynntar á fundinum.

Berum út boðskapinn og mætum sem flestar á fundinn.

 

Hestamannfélagið Hörður og Ragnheiður Samúelsdóttir

Hestamannafélagið Hörður auglýsir

Hestamannafélagið Hörður auglýsir eftir reiðkennurum til starfa veturinn 2017. Í umsókninni skal gerð grein fyrir menntun og reynslu. Einnig að koma með hugmyndir af þeim námskeiðum sem reiðkennarinn mun bjóða uppá.
Kennslan er miðuð við allar aldurhópa.

Umsóknarfrestur er til 22.nóvember 2016 og skal senda umsóknir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn Harðar