Dymbilvikusýning Spretts

Nú fer að líða að Dymbilvikusýningu Spretts þann 12.apríl næstkomandi og þá munum við eins og undanfarin ár halda létta keppni milli félaga um flottustu ræktunarhesta sem hafa fæðst hjá félagsmönnum í hverju félagi.

 

Okkur þætti vænt um ef þið hafið tök á að aðstoða okkur um að finna 3-6 hesta sem koma fram sem fulltrúar ykkar félags til að mæta á sýninguna og taka þátt í þessari léttu keppni.  

 

Keppnin stendur á milli eftirfarandi félaga:

  • Fákur
  • Sprettur
  • Hörður
  • Sóti
  • Adam
  • Sörli
  • Máni

Þeir sem hafa áhuga hafið endilega samband við Gunna Vals í síma 893 0094 eða Elías Þórhals í síma 898 1028

Síðasti skráningardagur á morgun 23 mars

Skráningu lýkur á morgun fimmtudag 23 mars

 

Töltfimi (Tölt in Harmony) er ekki eitthvað einangrað fyrirbæri eða keppnisgrein. TIH er einfaldlega nafn á ákveðinni „Fílósófíu“ eða aðferðafræði sem hestamaður getur valið sér og sínum reiðhesti/keppnishesti, stefni hugur hans til framfara. Aðferðafræðin styðst við hin „klassísku þjálfunarstig“ og felur þannig í sér að gott samband manns og hests verði, og að reiðmaðurinn nái stjórn á andlegu sem og líkamlegu jafnvægi, sem og orku og orkuflæði hestsins.

  • Niðurstaðan hvað knapann varðar getur orðið:
    • Aukinn skylningur
    • Yfirvegaðri og einbeittari reiðmennska
    • Nákvæmari og léttari ábendingar
    • Betri stjórn í gegnum sætið
    • Tök á kerfisbundinni uppbyggingu hests og knapa
  • Niðurstaðan hvað hestinn varðar getur orðið:
    • Betri líðan og andlegt jafnvægi
    • Hreinni gangtegundir á öllum hraða
    • Aukin mýkt og fjaðurmagn
    • Aukinn skilningur og betra gegnumflæði ábendinga
    • Aukin virðing fyrir þjálfara

Námskeiðið kostar 25.000 krónur og lágmarksþátttaka eru 10 nemendur.

Skráning er á eftirfarandi slóð: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Kveðja

Fræðslunefnd Harðar

Úrslit á þriðja bikarmóti Harðar

Í kvöld var haldið þriðja og síðasta Bikarmót Harðar og keppt var í tölti T3 og T7. Þökkum við dómurum og starfsmönnum mótsins.

Hér má sjá úrslitin:

Tölt T7

  1. Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir Kvistur frá Strandarhöfði, 6,17
  2. Aníta Eik Kjartansdóttir, Lóðar frá Tóftum , 5,83
  3. Vilhjálmur Þorgrímsson, Sindri frá Oddakoti, 4,75
  4. Kristinn Karl Garðarsson, Beitir frá Gunnarsstöðum, 4,60
  5. Birgitta Sól Helgadóttir, Pílagrímur frá Þúfum, 2,33

Tölt T3

  1. Bylgja Gauksdóttir, Nína frá Feti, 6,39
  2. Bergrún Ingólfsdóttir, Ásdís frá Feti, 5,67
  3. Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Órnir frá Gamla Hrauni, 5,26
  4. Kristinn Már Sveinsson, Ósvör frá Reykjum, 5,06
  5. Sara Bjarnadóttir, Gullbrá frá Hólabaki, 5,67

Kveðja mótanefnd Harðar

Bikarmót Harðar tölt T3 og T7

Þriðja Bikarmót Harðar verður haldið föstudaginn 17 mars næstkomandi. Keppt verður í tölti T3 og T7

Mótið er opið og er skráningargjaldið 3500 kr.

Skráningarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 16 mars.

Skráning er á : 

 

http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

 

Kveðja mótanefnd Harðar

Úrslit vetraleika 2

Úrslit 2 vetrarleikar Harðar 

Pollar teymdir

Christopher Darri – Klerkur – 15v

Guðlaugur Benjamín – Oddkell – 15v

Pollar ríða sjálfir

Kristjana Lind- Bragi – 19v

Guðrún Margrét – Sóla- 17v

Amelia Carmen – Klerkur- 15v

Viktor Nökkvi- Sprengja- 19v

Barnaflokkur

1 Aníta Eik – Lóðar – 13v

2 Stefán Atli – Völsungur – 7v

Unglingaflokkur

1 Helga Stefánsdóttir – Kolbeinn

2 Viktoría Von- Akkur- 12v 

Jóhanna Lilja- Kvistur- 10v

4 Sara Bjarnadóttir – Gullbrá

5 Magnús Þór- Gná – 6v

6 Benedikt Ólafsson- Biskup

7 Kristrún Bender- Dásemd

Ungmennaflokkur

1 Vera Van Praag Sigaar Kulur- 7v

1 Erna- Sprettur- 8v 

Konur 2

1 Linda Bragadóttir- Kolbeinn

2 Bryndís Ásmundsdóttir- Tónn- 9v

3 Fríða Halldórsdóttir- Nemi- 13v

4 Ásta Björk- Hrefna- 6v

5-6 Þóra Sigmundsdóttir- Jökull

5-6 Erna Arnardóttir- Sólon

Konur 1

1 Halldóra Sif- Tinni – 10v

2 Íris Hrund Grettisdóttir- Kvistur- 14v

3 Helena Kristinsdóttir- Hrafnagaldur- 18v

4 Margrét Sveinbjörsdóttir- Blíða 

5 Brynhildur Þorkelsdóttir- Megas- 11v

6 Anna Dís- Valur- 13v

Karlar 1 

1 Hlynur Þórisson- Framtíðarspá- 9v

Ragnar Aðalsteinsson- Grimhildur- 12v

3 Kristinn Karl- Beitir- 6v

4 Sveinbjörn- Þryma- 14v

5-6 Kristmundur Jónasson- Rispa-9v

5-6 Einar Guðbjörnsson- Freyfaxi

Atvinnumenn og konur

1 Ragnheiður Þorvaldsdóttir- Örnir- 9v

2 Alexander Hrafnkelsson- Tenór- 9v

3 Valdimar Kristinsson- Rún- 11v

4 Guðrún Hreiðarsdóttir- Gloría- 6v

5 Rúnar Sigurpálsson- Einstök- 7v

Pilates námskeið helgina 17-19 mars

Námskeið í Herði Mosfellsbæ 17.- 19. Mars

Námaskeiðið byggist á reiðtímum, tveimur pilates hóptímum og svo fyrirlestri. Verð fyrir allt námskeiðið er 25.000kr og fyrir pilates/fyrirlestur/áhorf 15.000 kr

Pilates for dressage ®

 Námskeið í Herði Mosfellsbæ 17.- 19. Mars

 17. mars - Föstudagur

 18:00 – 19:30 Fyrirlestur og spurningar

 18. mars – Laugardagur

 9:00 – 11:00 Pilates æfingar og farið í gegn um sérstakar æfingar til þess að skilja og finna vöðva í líkamanum sem við þurfum fyrir góða ásetu.

 11:00 – 13:00 Hádegismatur

 40 Mínótna einstaklings ásetutímar: Einnig fyrir og eftir myndir teknar

 19. mars – Sunnudagur

 9:00 – 11:00 Pilates æfingar: farið yfir æfingar sem gerðar voru á laugardeginum ásamt viðbót.

 11:00 – 13:00 Hádegismatur

 40 Mínótna einstaklings ásetutímar

 

Kennari : Heiðrún Halldórsdóttir

 Certified Romanas pilates instructor

Pilates for dressage associate instructor

https://www.pilatesfordressage.com/

 Fræðslunefnd áskilur sér þann rétt að fella námskeiðið niður ef ekki næg þátttaka næst. 

Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kveðja Fræðslunefnd Harðar

Æskan og hesturinn

Þá er komið að því að fara undirbúa atriði fyrir Æskan og hesturinn. Þetta er fyrir krakka á öllum aldri og höfum við fengið hana Guðrúnu Rut Hreiðardóttir reiðkennara til að sjá um undirbúning fyrir atriðið. 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum stóra viðburði sem haldin er af hestamannafélugunum á höfuðborgarsvæðinu vinsamlegast sendið mér messenger eða tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fyrsti fundur varðandi atriði verður í næstu viku með kveðju æskulýðsnefnd

Vetraleikar 2 / árshátíðarmót

Ath árshátíðarmótið verður haldið á laugardaginn 11 mars ekki föstudaginn 10.mars

 

Vetrarleikar 2. verða haldnir laugardaginn  11 mars  hefjast kl. 13

Skráning á milli kl. 11:30 og 12:30 í Reiðhöllinni. Mótið byrjar kl. 13 á pollum, allt mótið verður haldið í reiðhöllinni

Skráningagjald er 1,500 kr. en ekkert skráningagjald er hjá pollum og börnum. 

Flokkar:

• Pollar

• Börn

• Unglingar

• Ungmenni

• Konur 2

• Karlar 2

• Konur 1

• Karlar 1

- Atvinnumenn og konur

Ath: Lágmark í flokk hjá fullorðnum eru 5 aðilar

 

Kveðja mótanefndin.