FEIF þjálfari/reiðkennari ársins 2016 - kosning

Kosning er hafin á FEIF þjálfara/reiðkennara ársins 2016. Hægt er að kjósa á vef FEIF eða með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan. Hægt er að kjósa til 1.febrúar og verður tilkynnt um niðurstöður kosninganna á FEIF ráðstefnunni í Helsinki. Takið þátt og kjósið íslenskan reiðkennara!

Bæta má við að LH biðlaði til formanna/félaga að tilnefna reiðkennara til að hljóta þessa nafnbót. Inn komu tvær tilnfningar og vann stjórn LH úr þeim og niðurstaðan var sú að LH tilnefndi Sigrúnu Sigurðardóttur sem fulltrúa Íslands að þessu sinni í þessa kosningu. Þar er hún í hópi flottra jafningja sinna frá öðrum FEIF löndum.

Hér er tengill á kosninguna: sýnum samstöðu og kjósum okkar konu:

https://poll.fbapp.io/feif-trainer-of-the-year

Í framhaldi af málþingi FT

Opið fræðslukvöld um líkamsbeitingu hesta og reiðmennsku með Mette Mannseth verður haldið föstudagskvöldið 20. jan nk. í Harðarbóli, Mosfellsbæ kl.19.30

Málþing um stöðu keppnismála var haldið 5. janúar sl. og þakkar Félag tamningamanna þeim sem lögðu sitt af mörkum þar. 
Farið var um víðan völl og greinilega mikil þörf á samtali og gagnkvæmum skilningi dómara, keppenda og mótshaldara. Þannig sé best hægt að tryggja jákvæða þróun í keppnis- og sýningarhaldi. 

Eitt af því sem mikið var rætt á málþinginu var mikilvægi þess að geta greint rétta líkamsbeitingu og burð hesta á öllum gangtegundum. Ennfremur getuna til að greina góða reiðmennsku.
Sem hluta af viðbrögðum Félags tamningamanna við niðurstöðu málþingsins ætlar félagið í samstarfi við gæðingadómarafélagið (gdlh), hestaíþróttadómarafélagið (hídí)og kynbótadómara (rml) að standa fyrir fræðsluerindum um líkamsbeitingu hesta og reiðmennsku með Mette Mannseth en hún yfirkennari Háskólans á Hólum og tamningameistari FT.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á reiðmennsku að mæta.

Skráning á námskeið vetrarins framlengd!!

Ágætu félagar, ákveðið hefur verið að framlengja skráningu á nokkurm námskeiðum bæði hjá fræðslu og æskulýðsnefnd.
Þau er eftirfarandi:
Æskulýðsnefnd:
Keppnisnámskeið
Knapamerki 1
Fimi fyrir börn og unglinga
Almenn námskeið fyrir börn
Seven games
Fræðslunefnd /fullorðnir:
Gæðingafimi
Aftur á bak
Seven games
Vinna í hendi
Einkatímar kennara
Nánari námskeiðslýsingar má sjá inná hordur.is undir námskeið æskulýðs og fræðslunefndar.
 
Kv Oddrún

Nudd og teygjunámskeið

Ágætu félagsmenn

Okkur langar að athuga hvort að það sé áhugi fyrir að halda nudd og teygjunámskeið fyrir hesta.

Auður Sigurðardóttir er kennari á þessu námskeiði og hefur hún númið þessi fræði í Noregi.

Námskeiðið yrði helgarnámskeið og myndi kosta ca 25.000 miðað við 10 manns. Innifalið í því er bókleg og verkleg kennsla á laugardegi og sunnudegi sem og kaffi og léttur hádegisverður báða dagana. Kennt yrði frá 9-17

Kæru félagar, ef þetta er eitthvað sem þið hafið áhuga á endilega sendið mér póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í skilaboð á feisbook sem allra fyrst svo hún geti pantað far hingað heim :)

Kær kveðja

Oddrún

ATH ! ATH ! Breytt staðsetning- FÉLAGSHEIMILI FÁKS

 

Opið málþing keppenda, dómara og þeirra sem láta sig málið varða kl. 19.30 fimmtudagskv. 5 jan.

Félag tamningamanna heldur málþing um  keppnismál.

Fulltrúar íþróttadómarafélagsins, gæðingadómarafélagsins og  knapa verða með  tölu um stöðuna frá þeirra upplifun eftir síðasta keppnistímabil. Og svo gefst fundargestum tækifæri á að fá orðið og hafa áhrif.

Hvernig er staðan?

Hvað er gott?

Hvað þarf að bæta?

Drög að dagskrá:

Ca 10 mínútur hver aðili.

gæðingadómarafélagið

íþróttadómarafélagið

2 fulltrúar knapa

1 hrossabóndi/dómari

fyrirspurnir 

orðið laust

lokaorð/niðurstaða/úrlausnir

Hvetjum dómara og keppendur að mæta, saman getur við gert gott betur:)

Stjór FT

 

Jakob Svavar Sigurðsson verður með sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti þann 14. janúar.

Jakob þarf vart að kynna en hann hefur verið afar sigursæll á keppnisbrautinni undanfari ár og er hann meðal annars gæðinknapi 2016 sem og Landsmóts-sigurvegari í B-flokki 2016 en hann hefur vakið athygli fyrir vel þjálfuð hross og fallega reiðmennsku. 
Í sýnikennslunni mun Jakob fjalla alment um uppyggingu og þjálfun hesta.
Jakob mun meðal annars mæta með glæsihryssuna Gloríu frá Skúfslæk.

Ekki missa af þessari skemmtilegu sýnikennslu sem hefst klukkan 13:00 og tekur u.þ.b. tvær klukkustundir.

Miðaverð er 1500 kr. en frítt er fyrir 10 ára og yngri!Húsið opnar 12:30!!

 

https://www.facebook.com/events/356231374745565/?notif_t=plan_user_associated&notif_id=1484077225718614Kveðja Fræðslunefnd Spretts

Þrif á reiðtygjum á morgun fimmtudag

Allir velkomnir


Nú er komið að þrifum á reiðtygjum.

Við ætlum að hittast uppí reiðhöll kl 18-20 fimmtudaginn 5. Janúar 
Helga Söðlasmiður ætlar að vera með okkur og leiðbeina. Það sem þið þurfið að koma með er fata, tuskur,sápu, hnakk og beisli. Við komum með olíu pizzur og gos. 


Hittumst hress kveðja æskulýðsnefndin

Síðustu dagar skráningar hjá Trausta Þór

Síðustu dagar skráningar hjá Trausta. 

Námskeiðið kostar 25.000 krónur og lágmarksþátttaka eru 10 nemendur svo að námskeiðið verði haldið.

Skráning er á eftirfarandi slóð: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Trausti Þór Guðmundsson reiðkennari mun halda námskeið í Herði helgina 13 – 15 janúar 2017 fyrir ungmenni og fullorðna.


Töltfimi (Tölt in Harmony) er ekki eitthvað einangrað fyrirbæri eða keppnisgrein. TIH er einfaldlega nafn á ákveðinni „Fílósófíu“ eða aðferðafræði sem hestamaður getur valið sér og sínum reiðhesti/keppnishesti, stefni hugur hans til framfara. Aðferðafræðin styðst við hin „klassísku þjálfunarstig“ og felur þannig í sér að gott samband manns og hests verði, og að reiðmaðurinn nái stjórn á andlegu sem og líkamlegu jafnvægi, sem og orku og orkuflæði hestsins.

  • Niðurstaðan hvað knapann varðar getur orðið:
    • Aukinn skylningur
    • Yfirvegaðri og einbeittari reiðmennska
    • Nákvæmari og léttari ábendingar
    • Betri stjórn í gegnum sætið
    • Tök á kerfisbundinni uppbyggingu hests og knapa
  • Niðurstaðan hvað hestinn varðar getur orðið:
    • Betri líðan og andlegt jafnvægi
    • Hreinni gangtegundir á öllum hraða
    • Aukin mýkt og fjaðurmagn
    • Aukinn skilningur og betra gegnumflæði ábendinga
    • Aukin virðing fyrir þjálfara

 

Kveðja

Fræðslunefnd Harðar

 

NÁMSKEIÐ UM VENDINÁM FYRIR ÍÞRÓTTAÞJÁLFARA

Ove Österlie, prófessor í íþróttafræðum við norska háskólann NTNU, heldur námskeið um notkun vendináms við íþróttaþjálfun í Reykjavík þann 2. febrúar og á Akureyri 3. febrúar 2016.

Íþróttaakademía Keilis skipuleggur námskeiðin í samstarfi við Ove og eru þau sérstaklega ætluð þjálfurum og íþróttakennurum. Allir eru þó velkomnir. Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Annarsvegar þar sem Ove sýnir og fer yfir aðferðafræðina við vendinám og íslenskur þjálfari kynnir sína reynslu. Hinsvegar tveggja tíma hópavinna þar sem þátttakendur stíga fyrstu skref í vendinámi með aðstoð Ove.

Verð og staðsetning

Boðið verður upp á tvö námskeið, í Reykjavík fimmtudaginn 2. febrúar kl. 9 - 12 og á Akureyri föstudaginn 3. febrúar kl. 9 - 12. Staðsetning námskeiðanna verður kynnt síðar. Þátttökugjald er kr. 15.000 og viðurkennir KSÍ námskeiðið til fjögurra B endurmenntunarstiga.

Nánari upplýsingar veitir Haddý Anna Hafsteinsdóttir, verkefnastjóri Íþróttaakademíu Keilis í síma 578 4000 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á NÁMSKEIÐIÐ

Afhverju vendinám í íþróttaþjálfun?

Á síðustu árum hafa nýjar kennslu- og þjálfunaraðferðir verið að ryðja sér til rúms. Gerist það í kjölfar tæknivæðingar og almenns aðgengis fólks að netinu  (í gegnum snjallsíma, spjaldtölvur o.s.frv.). Ein þessara aðferða nefnist vendinám (Flipped Classroom) en með því er einföld tækni notuð til að kynna nemendum æfingar dagsins.

  • Þjálfari tekur upp æfinguna og sendir á netfang iðkandans.
  • Áður en æfing hefst eiga allir iðkendur að vera búnir að skoða æfinguna.
  • Æfingin fer fram.

Ove Österlie hefur aðstoðað þjálfara í ýmsum greinum að tileinka sér flippið við þjálfunina. Niðurstaða allra er sú sama:

  • Þátttakendur eru fljótari að tileinka sér æfingu dagsins.
  • Hinir duglegustu byrja strax heima á að gera æfinguna.
  • Minni tími fer hjá þjálfara að sýna hvað á að gera á sjálfri æfingunni.
  • Þátttakendur koma betur andlega tilbúnir á æfinguna.
  • Þátttakendur eiga æfinguna heima og geta skoðað hana betur og æft sig sjálfir.
  • Öllum ber saman um að árangur verði betri.
  • Foreldrar geta séð hvaða æfingar eru í gangi.

Grein eftir Ove Österlie um vendinám við íþróttaþjálfun: Flipped Learning in Physical Education: Why and How?