Formannsfrúarreið Harðarkvenna 2018 Laugardaginn 12. maí

Formannsfrúarreið Harðarkvenna 2018
Laugardaginn 12. maí
Sælar stelpur það er ekki seinna vænna!
Skráning er hafin https://www.facebook.com/images/emoji.php/v9/fa5/1.5/16/1f642.png :) við förum eftir viku...........
Við söfnumst saman hjá Kristín Halldórsdóttir kl.10:00 TILBÚNAR
Þar verður boðið upp á brjóstbirtu bæði styrkta og óstyrkta áður en lagt verður af stað ríðandi frá hesthúsahverfinu út í óvissuna https://www.facebook.com/images/emoji.php/v9/fa5/1.5/16/1f642.png:) kl.11:00
Eins og áður verður LILLA farastjóri. Ferðin er ca. 30 km. Þær sem ætla ríða alla leið þurfa tvo þjálfaða hesta hver.
Gott stopp verður þegar við erum hálfnaðar eins og undanfarin ár. Þar fáum við kaffi, brauð, kakó og kruðerí. Í þessu stoppi er tilvalið að skipta um hest, koma inn í eða fara úr ferðinni.
Þegar heim er komið þá göngum við frá hestunum og hittumst í Reiðhöllinni í fordrykk og skálum fyrir okkur og góðum degi. Síðan er grill, tjútt og gleði https://www.facebook.com/images/emoji.php/v9/fa5/1.5/16/1f642.png :)
Hver kona sér um drykkjarföng fyrir sig með- og eftir mat.
Þær konur sem ætla með greiða kr. 7.000 þús inná reikn: 0528 26 008588 kt. 010959-5279 fyrir hádegi á fimmtudag.
INNLEGG Á REIKNING TELST SKRÁNING Í FERÐINA
ATH! þær konur sem hafa ekki tök á að ríða með er velkomið að vera með okkur um kvöldið.